Stuðningsmenn Man. United hrósa Romelu Lukaku fyrir svarið sitt í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. ágúst 2020 11:00 Romelu Lukaku hefur skorað 33 mörk í öllum keppnum á sínu fyrsta tímabili með Inter. Hann skoraði samtals 42 á tveimur tímabilum með Manchester United sem er alslæmt heldur. EPA-EFE/LARS BARON / POOL Stuðningsmenn Manchester United eru eflaust enn að jafna sig að liðinu þeirra mistókst að nýta sér 1-0 forystu og fjölda færa á móti Sevilla liðinu til þess að tryggja sér sæti í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Fyrir vikið verður þetta titlalaust tímabil á Old Trafford. Sömu stuðningsmenn Manchester United liðsins þurftu síðan að horfa upp á fyrrum leikmenn félagsins hjálpa Inter að komast sannfærandi í úrslitaleikinn daginn eftir. Þar fór fyrir ítalska liðinu Romelu nokkur Lukaku, framherji sem var ekki pláss fyrir í liði Manchester United en hefur síðan raðað inn mörkum með Inter á leiktíðinni. Romelu Lukaku hefði auðveldlega getað stráð heilum saltbauk í sár United-manna í viðtali eftir 5-0 sigur Inter á Shakhtar í gær þar sem hann skoraði tvö mörk. Belginn öflugi valdi hins vegar að fara aðra leið. Reporter: 'Did you watch Man Utd lose to Sevilla?'Lukaku: After the way he was treated at United, he really didn't have to say that https://t.co/a6alDB9t9W— GiveMeSport (@GiveMeSport) August 18, 2020 Eftir leikinn var Lukaku spurður að því ef hann væri vonsvikinn yfir því að fá ekki að mæta Manchester United í úrslitaleiknum. Hann var alls ekki á því að skjóta eitthvað á sitt gamla félag. „United reyndi sitt besta. Þeir áttu mjög gott tímabili að mínu mati,“ sagði Romelu Lukaku. „Mér finnst að Ole (Gunnar Solskjaer) hafi skilað mjög góðu starfi. Leikmennirnir gerðu vel. Greenwood er að koma upp og svo eru það Martial og Rashford. Ég bjóst við því,“ sagði Lukaku. „Ég er mjög ánægður fyrir þeirra hönd. Þeir líta mjög vel út fyrir næsta tímabil, ég er ekki vafa um það,“ sagði Romelu Lukaku. Stuðningsmenn Manchester United hrósuðu líka Romelu Lukaku á samfélagsmiðlum. Það vekur samt furðu hjá mörgum hvernig leikmaður eins og Romelu Lukaku sé ekki nothæfur hjá Manchester United en skori síðan 33 mörk á fyrsta tímabili með Inter liðinu. "Greenwood is coming through, Martial and Rashford, I expected all of that."I'm really happy for them, they look really good for next season."Romelu Lukaku reflects on Inter's 5-0 demolition of Shakhtar and comments on his old side Man United...#Club2020 pic.twitter.com/yf2nGCKqzr— Football on BT Sport #Club2020 (@btsportfootball) August 17, 2020 Enski boltinn Ítalski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Fleiri fréttir Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Sjá meira
Stuðningsmenn Manchester United eru eflaust enn að jafna sig að liðinu þeirra mistókst að nýta sér 1-0 forystu og fjölda færa á móti Sevilla liðinu til þess að tryggja sér sæti í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Fyrir vikið verður þetta titlalaust tímabil á Old Trafford. Sömu stuðningsmenn Manchester United liðsins þurftu síðan að horfa upp á fyrrum leikmenn félagsins hjálpa Inter að komast sannfærandi í úrslitaleikinn daginn eftir. Þar fór fyrir ítalska liðinu Romelu nokkur Lukaku, framherji sem var ekki pláss fyrir í liði Manchester United en hefur síðan raðað inn mörkum með Inter á leiktíðinni. Romelu Lukaku hefði auðveldlega getað stráð heilum saltbauk í sár United-manna í viðtali eftir 5-0 sigur Inter á Shakhtar í gær þar sem hann skoraði tvö mörk. Belginn öflugi valdi hins vegar að fara aðra leið. Reporter: 'Did you watch Man Utd lose to Sevilla?'Lukaku: After the way he was treated at United, he really didn't have to say that https://t.co/a6alDB9t9W— GiveMeSport (@GiveMeSport) August 18, 2020 Eftir leikinn var Lukaku spurður að því ef hann væri vonsvikinn yfir því að fá ekki að mæta Manchester United í úrslitaleiknum. Hann var alls ekki á því að skjóta eitthvað á sitt gamla félag. „United reyndi sitt besta. Þeir áttu mjög gott tímabili að mínu mati,“ sagði Romelu Lukaku. „Mér finnst að Ole (Gunnar Solskjaer) hafi skilað mjög góðu starfi. Leikmennirnir gerðu vel. Greenwood er að koma upp og svo eru það Martial og Rashford. Ég bjóst við því,“ sagði Lukaku. „Ég er mjög ánægður fyrir þeirra hönd. Þeir líta mjög vel út fyrir næsta tímabil, ég er ekki vafa um það,“ sagði Romelu Lukaku. Stuðningsmenn Manchester United hrósuðu líka Romelu Lukaku á samfélagsmiðlum. Það vekur samt furðu hjá mörgum hvernig leikmaður eins og Romelu Lukaku sé ekki nothæfur hjá Manchester United en skori síðan 33 mörk á fyrsta tímabili með Inter liðinu. "Greenwood is coming through, Martial and Rashford, I expected all of that."I'm really happy for them, they look really good for next season."Romelu Lukaku reflects on Inter's 5-0 demolition of Shakhtar and comments on his old side Man United...#Club2020 pic.twitter.com/yf2nGCKqzr— Football on BT Sport #Club2020 (@btsportfootball) August 17, 2020
Enski boltinn Ítalski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Fleiri fréttir Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Sjá meira