Sjáðu Liverpool stjörnuna afgreiða KR-inga síðast þegar þeir mættu Celtic Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. ágúst 2020 09:00 Virgil van Dijk vann skosku deildina tvisvar með Celtic og hefur nú unnið ensku deildina með Liverpool. Getty/Danny Lawson Celtic fær KR í heimsókn í kvöld í forkeppni Meistaradeildarinnar en þegar liðin mættust síðasta á sama stað og við sama tilefni þá var í Celtic liðinu einn besti varnarmaður heims í dag. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, þekkir það að mæta með KR-liðið sitt til Skotlands í leik á móti Celtic en hann þarf ekki að hafa áhyggjur af hollenska varnartröllinu Virgil van Dijk að þessu sinni. Celtic vann 4-0 sigur á KR í forkeppni Meistaradeildarinnar í júlí 2014 eða fyrir rúmum sex árum síðan. Virgil van Dijk og Teemu Pukki, báðir stjörnur í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leikíð, skoruðu báðir tvívegis í leiknum. Virgil van Dijk was on target as @celticfc beat KR Reykjavik 4-0 at Murrayfield for a 5-0 aggregate win #UCL pic.twitter.com/6OILnonCuD— SPFL (@spfl) July 22, 2014 Þetta var seinni leikur liðanna en Celitc hafði unnið 1-0 sigur á KR-velli í fyrri leiknum. Að þessu sinni er bara einn leikur vegna kórónuveirunnar og hann fer fram í kvöld. Leikurinn í kvöld fer fram á áhorfendalausum Celtic Park í Glasgow en fyrir sex árum var spilað á Murrayfield í Edinborg af því að Celtic Park var upptekinn vegna Samveldisleikanna. Virgil van Dijk skoraði bæði mörkin sín eftir hornspyrnur og bæði á fyrstu tuttugu mínútum leiksins. Það fyrra af stuttu færi á 13. mínútu og það seinna með skalla á 20. mínútu. Í báðum tilfellum var Hollendingurinn að taka annan bolta í teignum. Teemu Pukki skoraði þriðja og fjórða markið á 27. og 71. mínútu leiksins. Það má sjá mörkin þeirra og svipmyndir frá leiknum hér fyrir neðan. watch on YouTube Celtic seldi Virgil van Dijk til Southampton rúmu ári síðan fyrir þrettán milljónir punda. Hann var leikmaður Southampton til ársloka 2017 þegar Liverpool gerði hann að að dýrasta varnarmanni heims með því að borga 75 milljónir punda fyrir hann. Teemu Pukki átti einnig eftir að komast í ensku úrvalsdeildina. Hann var reyndar fyrst lánaður til danska félagsins Bröndby nokkrum mánuðum eftir KR-leikinn og fór síðan til Norwich á frjálsri sölu í júní 2018. Teemu Pukki hjálpaði Norwich upp í ensku úrvalsdeildina á sínu fyrsta tímabili og var síðan kosinn besti leikmaður mánaðarins í fyrsta mánuði sínum í deildinni, ágúst 2019. Pukki skoraði alls 11 mörk á sínu fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni. Leikur Celtic og KR verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 18.35 en leikurinn klukkan 18.45. Meistaradeild Evrópu Skotland KR Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Fleiri fréttir 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Sjá meira
Celtic fær KR í heimsókn í kvöld í forkeppni Meistaradeildarinnar en þegar liðin mættust síðasta á sama stað og við sama tilefni þá var í Celtic liðinu einn besti varnarmaður heims í dag. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, þekkir það að mæta með KR-liðið sitt til Skotlands í leik á móti Celtic en hann þarf ekki að hafa áhyggjur af hollenska varnartröllinu Virgil van Dijk að þessu sinni. Celtic vann 4-0 sigur á KR í forkeppni Meistaradeildarinnar í júlí 2014 eða fyrir rúmum sex árum síðan. Virgil van Dijk og Teemu Pukki, báðir stjörnur í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leikíð, skoruðu báðir tvívegis í leiknum. Virgil van Dijk was on target as @celticfc beat KR Reykjavik 4-0 at Murrayfield for a 5-0 aggregate win #UCL pic.twitter.com/6OILnonCuD— SPFL (@spfl) July 22, 2014 Þetta var seinni leikur liðanna en Celitc hafði unnið 1-0 sigur á KR-velli í fyrri leiknum. Að þessu sinni er bara einn leikur vegna kórónuveirunnar og hann fer fram í kvöld. Leikurinn í kvöld fer fram á áhorfendalausum Celtic Park í Glasgow en fyrir sex árum var spilað á Murrayfield í Edinborg af því að Celtic Park var upptekinn vegna Samveldisleikanna. Virgil van Dijk skoraði bæði mörkin sín eftir hornspyrnur og bæði á fyrstu tuttugu mínútum leiksins. Það fyrra af stuttu færi á 13. mínútu og það seinna með skalla á 20. mínútu. Í báðum tilfellum var Hollendingurinn að taka annan bolta í teignum. Teemu Pukki skoraði þriðja og fjórða markið á 27. og 71. mínútu leiksins. Það má sjá mörkin þeirra og svipmyndir frá leiknum hér fyrir neðan. watch on YouTube Celtic seldi Virgil van Dijk til Southampton rúmu ári síðan fyrir þrettán milljónir punda. Hann var leikmaður Southampton til ársloka 2017 þegar Liverpool gerði hann að að dýrasta varnarmanni heims með því að borga 75 milljónir punda fyrir hann. Teemu Pukki átti einnig eftir að komast í ensku úrvalsdeildina. Hann var reyndar fyrst lánaður til danska félagsins Bröndby nokkrum mánuðum eftir KR-leikinn og fór síðan til Norwich á frjálsri sölu í júní 2018. Teemu Pukki hjálpaði Norwich upp í ensku úrvalsdeildina á sínu fyrsta tímabili og var síðan kosinn besti leikmaður mánaðarins í fyrsta mánuði sínum í deildinni, ágúst 2019. Pukki skoraði alls 11 mörk á sínu fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni. Leikur Celtic og KR verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 18.35 en leikurinn klukkan 18.45.
Meistaradeild Evrópu Skotland KR Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Fleiri fréttir 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Sjá meira