Gettu betur-liðar reittu Creed aðdáendur til reiði Birgir Olgeirsson skrifar 1. febrúar 2020 11:01 Scott Tapp, söngvari Creed. Vísir/Getty Það varð uppi fótur og fit á samfélagsmiðlum þegar spurt var um grísku eyjuna Krít í spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, í gær. Þar áttust við Tækniskólinn og Borgarholtsskóli. Í spurningunni voru ýmsar staðreyndir um eyjuna Krít raktar, þar á meðal að hún væri þröskuldur Evrópu vegna þess að hún liggur við mörk Evrópu, Asíu og Afríku, og að hún deildi nafni með „einni verstu hljómsveit sögunnar“, Creed. „Versta hljómsveit sögunnar að mati…,“ sagði Ingileif Friðriksdóttir annar dómar keppninnar og greip hinn dómarinn, Vilhelm Anton Jónsson, inn í og kláraði setninguna með því að segja: „Allra“. Þetta féll hreint ekki í kramið hjá einhverjum áhorfendum keppninnar. Þar á meðal Brynhildar Bolladóttur, upplýsingafulltrúa Rauða krossins. Þetta dæmi Villa Naglbíts að setja staðhæfingar sem eru hans eigin skoðanir í spurningar í Gettu betur er svo pirrandi og athyglissjúkt að ég get eiginlega ekki horft á þáttinn. #gettubetur— Brynhildur Bollad. (@brynhildurbolla) January 31, 2020 Í ljós kom að þar var Vilhelm Anton hafður fyrir rangri sök. Einn af spurningahöfundum keppninnar steig fram og gekkst við að hafa samið þessa spurningu. Sagðist hann styðjast við vísindaleg gögn þess efnis og vitnaði í könnun sem bandaríska tímaritið Rolling Stone gerði á meðal lesenda sinna. Lesendurnir völdu reyndar Creed ekki verstu hljómsveit sögunnar, heldur verstu hljómsveit tíunda áratugar síðustu aldar. Set engar staðhæfingar í spurningu án þess að hafa heimidir fyrir því https://t.co/n5MqbZCuTT— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) January 31, 2020 Spyrill keppninnar, Kristjana Arnardóttir, ákvað svo að taka af allan vafa um hennar skoðun á hjómsveitinni. Friðheimar eru bestir og Creed er drasl — Kristjana Arnarsdóttir (@kristjanaarnars) January 31, 2020 Þessi staðhæfing um hljómsveitina í Gettu betur vakti nokkra reiði hjá Creed-aðdáendum á Íslandi. Daníel Geir Moritz, formaður knattspyrnuráðs ÍBV, harmaði orð Gettu betur-liða: Við Creed aðdáendur hörmum orð forystufólks Gettu betur um að Creed sé annaðhvort versta hljómsveit heims eða ekki góð hljómsveit. #Creedsamfélagið— Daníel Geir Moritz (@DanelGeirMoritz) January 31, 2020 Mosfellingurinn Ásgeir Jónsson játaði ást sína á sveitinni: Ef þú hefur ekki knee slide-að á þykku teppi í partíi í heimahúsi og sungið viðlagið í Arms wide open, þá hefurðu ekki lifað https://t.co/TpGxGfZrKO— Ásgeir Jónsson (@sonurjons) February 1, 2020 Þá taldi Tómas Steindórsson sig eiga ýmislegt sökótt við Vilhelm Anton Jónsson en þarf víst víst að beina óánægju sinni að Sævari Helga. var villi naglbítur að segja creed væri lélegt band? jæja hnefatilboð 1 coming up á hann, heimsent að sjalfsögðu— Tómas (@tommisteindors) January 31, 2020 Hljómsveitin Creed var stofnuð í Tallahassee í Flórída-ríki Bandaríkjanna árið 1993. Á ferli sínum hefur hljómsveitin gefið út fjórar plötur og selt yfir 53 milljónir eintaka á heimsvísu. Sveitin naut því mjög mikillar velgengni við lok síðustu aldar og upphaf þessarar. Gagnrýnendur hafa margir hverjir keppst við að tæta sveitina í sig og hefur hún áunnið sér nokkurt hatur meðal margra sem þola hreinlega ekki kraftballöðurnar þeirra og trúarlegar tengingar. Fjölmiðlar Reykjavík Gettu betur Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Sjá meira
Það varð uppi fótur og fit á samfélagsmiðlum þegar spurt var um grísku eyjuna Krít í spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, í gær. Þar áttust við Tækniskólinn og Borgarholtsskóli. Í spurningunni voru ýmsar staðreyndir um eyjuna Krít raktar, þar á meðal að hún væri þröskuldur Evrópu vegna þess að hún liggur við mörk Evrópu, Asíu og Afríku, og að hún deildi nafni með „einni verstu hljómsveit sögunnar“, Creed. „Versta hljómsveit sögunnar að mati…,“ sagði Ingileif Friðriksdóttir annar dómar keppninnar og greip hinn dómarinn, Vilhelm Anton Jónsson, inn í og kláraði setninguna með því að segja: „Allra“. Þetta féll hreint ekki í kramið hjá einhverjum áhorfendum keppninnar. Þar á meðal Brynhildar Bolladóttur, upplýsingafulltrúa Rauða krossins. Þetta dæmi Villa Naglbíts að setja staðhæfingar sem eru hans eigin skoðanir í spurningar í Gettu betur er svo pirrandi og athyglissjúkt að ég get eiginlega ekki horft á þáttinn. #gettubetur— Brynhildur Bollad. (@brynhildurbolla) January 31, 2020 Í ljós kom að þar var Vilhelm Anton hafður fyrir rangri sök. Einn af spurningahöfundum keppninnar steig fram og gekkst við að hafa samið þessa spurningu. Sagðist hann styðjast við vísindaleg gögn þess efnis og vitnaði í könnun sem bandaríska tímaritið Rolling Stone gerði á meðal lesenda sinna. Lesendurnir völdu reyndar Creed ekki verstu hljómsveit sögunnar, heldur verstu hljómsveit tíunda áratugar síðustu aldar. Set engar staðhæfingar í spurningu án þess að hafa heimidir fyrir því https://t.co/n5MqbZCuTT— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) January 31, 2020 Spyrill keppninnar, Kristjana Arnardóttir, ákvað svo að taka af allan vafa um hennar skoðun á hjómsveitinni. Friðheimar eru bestir og Creed er drasl — Kristjana Arnarsdóttir (@kristjanaarnars) January 31, 2020 Þessi staðhæfing um hljómsveitina í Gettu betur vakti nokkra reiði hjá Creed-aðdáendum á Íslandi. Daníel Geir Moritz, formaður knattspyrnuráðs ÍBV, harmaði orð Gettu betur-liða: Við Creed aðdáendur hörmum orð forystufólks Gettu betur um að Creed sé annaðhvort versta hljómsveit heims eða ekki góð hljómsveit. #Creedsamfélagið— Daníel Geir Moritz (@DanelGeirMoritz) January 31, 2020 Mosfellingurinn Ásgeir Jónsson játaði ást sína á sveitinni: Ef þú hefur ekki knee slide-að á þykku teppi í partíi í heimahúsi og sungið viðlagið í Arms wide open, þá hefurðu ekki lifað https://t.co/TpGxGfZrKO— Ásgeir Jónsson (@sonurjons) February 1, 2020 Þá taldi Tómas Steindórsson sig eiga ýmislegt sökótt við Vilhelm Anton Jónsson en þarf víst víst að beina óánægju sinni að Sævari Helga. var villi naglbítur að segja creed væri lélegt band? jæja hnefatilboð 1 coming up á hann, heimsent að sjalfsögðu— Tómas (@tommisteindors) January 31, 2020 Hljómsveitin Creed var stofnuð í Tallahassee í Flórída-ríki Bandaríkjanna árið 1993. Á ferli sínum hefur hljómsveitin gefið út fjórar plötur og selt yfir 53 milljónir eintaka á heimsvísu. Sveitin naut því mjög mikillar velgengni við lok síðustu aldar og upphaf þessarar. Gagnrýnendur hafa margir hverjir keppst við að tæta sveitina í sig og hefur hún áunnið sér nokkurt hatur meðal margra sem þola hreinlega ekki kraftballöðurnar þeirra og trúarlegar tengingar.
Fjölmiðlar Reykjavík Gettu betur Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Sjá meira