Góðar væntingar fyrir komandi veiðisumar Karl Lúðvíksson skrifar 4. febrúar 2020 08:53 Flottur lax úr Hrútafjarðará Mynd: Hilmar Hanson Það styttist óðum í að veiðimenn og veiðikonur landsins þenji veiðistangirnar við bakkana en veiði hefst að venju 1. apríl. Það opna nokkur vötn 1. apríl en flestir sem byrja að veiða á opnunardegi veiðisumarsins eru þó mest að fara í sjóbirting og vinsældir sjóbirtingsveiði eru sífellt að aukast. Það er ljóst að þar má helst þakka meiri veiði og stærri fisk sem er rakið beint til þess að kvóti var settur á víða en eins hefur V&S verið sett á á mörgum svæðum og afraksturinn er sá að meira veiðist og fiskurinn er stærri. Vatnaveiðin hefst svo yfirleitt af fullum þunga í byrjun maí og laxveiðin í byrjun júní. Eftir arfaslakt sumar í fyrra í laxinum sem er að hluta til rakið til hrygningar göngunnar sem gekk í árnar 2014 en það sumar sáum við líklega einhverjar lélegustu göngur allra tima. Það bregður því þannig við að núna ætti eins árs laxinn sem kom undan göngunni 2015 að skila sér í árnar en sumarið 2015 var eins og allir muna einstaklega gott og margar árnar vel setnar af laxi um haustið sem vonandi skilar sér í góðri hrygningu. En það er meira sem kemur til. Vorið í fyrra þegar seiðin úr þessum árgangi gengu til sjávar var hlýtt og hitastig sjávar gott en báðir þessir þættir hafa mikil áhrif á afkomu seiðanna. Það er þó fæðuframboð og hitastig sjávar á þeim tíma sem laxinn dvelur í sjó sem hefur úrslitaáhrif og það er það sem erfitt er að segja til um, þ.e.a.s. hvort það hafi verið gott eða ekki. Það eru þó kenningar á lofti um að ef það er gott karfaár verði á sama tíma gott laxveiðiár, eins að ef það veiðist mikið af stórum þorski megi vænta góðs sumars í laxveiði. Við tökum þó fram að þessar kenningar eru enn sem komið er ekki bakkaðar upp af neinum sérstökum rannsóknum en það hefur samt aðeins verið grúskað í karfakenningunni af áhugamönnum. Hvernig sem fer þá getum við veiðimenn ekki gert annað en beðið og vonað að komandi sumar verði gott enda alveg nóg að fá tvö léleg sumur, 2014 og 2019 með stuttu millibili. Við héldum það þó út, mættum við bakkann og áttum góðar stundir. Nú erum við hins vegar alveg tilbúin í smá veislu takk fyrir. Stangveiði Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Góð veiði í vötnum fyrir norðan um helgina Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 400 Urriðar á land í Laxá í köldu veðri Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði
Það styttist óðum í að veiðimenn og veiðikonur landsins þenji veiðistangirnar við bakkana en veiði hefst að venju 1. apríl. Það opna nokkur vötn 1. apríl en flestir sem byrja að veiða á opnunardegi veiðisumarsins eru þó mest að fara í sjóbirting og vinsældir sjóbirtingsveiði eru sífellt að aukast. Það er ljóst að þar má helst þakka meiri veiði og stærri fisk sem er rakið beint til þess að kvóti var settur á víða en eins hefur V&S verið sett á á mörgum svæðum og afraksturinn er sá að meira veiðist og fiskurinn er stærri. Vatnaveiðin hefst svo yfirleitt af fullum þunga í byrjun maí og laxveiðin í byrjun júní. Eftir arfaslakt sumar í fyrra í laxinum sem er að hluta til rakið til hrygningar göngunnar sem gekk í árnar 2014 en það sumar sáum við líklega einhverjar lélegustu göngur allra tima. Það bregður því þannig við að núna ætti eins árs laxinn sem kom undan göngunni 2015 að skila sér í árnar en sumarið 2015 var eins og allir muna einstaklega gott og margar árnar vel setnar af laxi um haustið sem vonandi skilar sér í góðri hrygningu. En það er meira sem kemur til. Vorið í fyrra þegar seiðin úr þessum árgangi gengu til sjávar var hlýtt og hitastig sjávar gott en báðir þessir þættir hafa mikil áhrif á afkomu seiðanna. Það er þó fæðuframboð og hitastig sjávar á þeim tíma sem laxinn dvelur í sjó sem hefur úrslitaáhrif og það er það sem erfitt er að segja til um, þ.e.a.s. hvort það hafi verið gott eða ekki. Það eru þó kenningar á lofti um að ef það er gott karfaár verði á sama tíma gott laxveiðiár, eins að ef það veiðist mikið af stórum þorski megi vænta góðs sumars í laxveiði. Við tökum þó fram að þessar kenningar eru enn sem komið er ekki bakkaðar upp af neinum sérstökum rannsóknum en það hefur samt aðeins verið grúskað í karfakenningunni af áhugamönnum. Hvernig sem fer þá getum við veiðimenn ekki gert annað en beðið og vonað að komandi sumar verði gott enda alveg nóg að fá tvö léleg sumur, 2014 og 2019 með stuttu millibili. Við héldum það þó út, mættum við bakkann og áttum góðar stundir. Nú erum við hins vegar alveg tilbúin í smá veislu takk fyrir.
Stangveiði Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Góð veiði í vötnum fyrir norðan um helgina Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 400 Urriðar á land í Laxá í köldu veðri Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði