Fagnaði sigri í Super Bowl með sérstökum hætti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. febrúar 2020 15:00 Derrick Nnadi fagnar sigri í Super Bowl en hann varð þá í fyrsta sinn meistari á ferlinum. Getty/ Elsa Það var gaman að vera leikmaður eða stuðningsmaður Kansas City Chiefs á sunnudaginn þegar liðið tryggði sér sinn fyrsta NFL-titil í fimmtíu ár. Það þurfti heldur ekkert að pína leikmenn eða stuðningsmenn liðsins í það að fagna sigrinum og fagnaðarlætin munu eflaust halda áfram út þessa viku hjá sumum. Einn leikmanna meistaraliðsins, Derrick Nnadi, vakti hins vegar mikla athygli fyrir þá leið sem hann fór til að fagna þessum stærsta sigri sínum á ferlinum. Derrick Nnadi er 23 ára gamall og spilar sem varnarmaður. Hann tæklaði leikmenn San Francisco 49ers niður fjórum sinnum í úrslitaleiknum þar af þrisvar alveg upp á sitt einsdæmi. Derrick er mikill dýravinur og sýndi það í verki eftir að Super Bowl sigurinn var í höfn. The perfect way to cap off this great season ‼️ https://t.co/k9KSt05gtt— Derrick Nnadi(@DerrickNnadi) February 3, 2020 Derrick ákvað að greiða öll ættleiðingagjöldin fyrir alla hundana sem eru á hundaathvarfi í Kansas City. Kostnaður við hvern og einn er í kringum 150 dollara eða tæplega nítján þúsund íslenskar krónur. KC Pet Project lét vita af rausnarlegri gjöf Derrick Nnadi á samfélagsmiðlum sínum. Þetta þýðir að það fólk sem vill ættleiða hunda úr athvarfinu getur komið og sótt þá án þess að þurfa að borga neitt fyrir það. Með því ættu líkurnar að aukast á því að heimili finnist fyrir hundana enda höfðu tuttugu hundar þegar gengið út. „Mig hafði alltaf langað í hund alla mína ævi,“ sagði Derrick Nnadi við CNN en hann fékk sinn fyrsta hund þegar hann var á lokaári sínu í háskóla. „Þegar ég fékk hann fyrst þá var hann mjög lítill í sér. Það fékk mig til að hugsa um það að önnur dýr, hvort sem þau eigi sér heimili eða eru í athvarfi, eru líka hrædd og óörugg,“ sagði Nnadi. Hann borgaði fyrir einn hund eftir hvern sigurleik allt þetta tímabil og liðið vann fimmtán leiki. Eftir að meistaratitilinn var í höfn þá fór hann alla leið en um hundrað hundar eru í þessu hundaathvarfi. Derrick Nnadi var alsæll eftir leik og sást meðal annars búa til „snjóengil“ úr pappírssnifsinu sem var skotið upp í loft þegar leikmenn Kansas City Chiefs lyftu bikarnum. NFL Ofurskálin Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - Víkingur | Verða gestirnir einir með fullt hús stiga? Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? Sara, Ævarr og Galdur öll danskir meistarar í blaki Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Snýr aftur eftir lungnabólguna „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Sjá meira
Það var gaman að vera leikmaður eða stuðningsmaður Kansas City Chiefs á sunnudaginn þegar liðið tryggði sér sinn fyrsta NFL-titil í fimmtíu ár. Það þurfti heldur ekkert að pína leikmenn eða stuðningsmenn liðsins í það að fagna sigrinum og fagnaðarlætin munu eflaust halda áfram út þessa viku hjá sumum. Einn leikmanna meistaraliðsins, Derrick Nnadi, vakti hins vegar mikla athygli fyrir þá leið sem hann fór til að fagna þessum stærsta sigri sínum á ferlinum. Derrick Nnadi er 23 ára gamall og spilar sem varnarmaður. Hann tæklaði leikmenn San Francisco 49ers niður fjórum sinnum í úrslitaleiknum þar af þrisvar alveg upp á sitt einsdæmi. Derrick er mikill dýravinur og sýndi það í verki eftir að Super Bowl sigurinn var í höfn. The perfect way to cap off this great season ‼️ https://t.co/k9KSt05gtt— Derrick Nnadi(@DerrickNnadi) February 3, 2020 Derrick ákvað að greiða öll ættleiðingagjöldin fyrir alla hundana sem eru á hundaathvarfi í Kansas City. Kostnaður við hvern og einn er í kringum 150 dollara eða tæplega nítján þúsund íslenskar krónur. KC Pet Project lét vita af rausnarlegri gjöf Derrick Nnadi á samfélagsmiðlum sínum. Þetta þýðir að það fólk sem vill ættleiða hunda úr athvarfinu getur komið og sótt þá án þess að þurfa að borga neitt fyrir það. Með því ættu líkurnar að aukast á því að heimili finnist fyrir hundana enda höfðu tuttugu hundar þegar gengið út. „Mig hafði alltaf langað í hund alla mína ævi,“ sagði Derrick Nnadi við CNN en hann fékk sinn fyrsta hund þegar hann var á lokaári sínu í háskóla. „Þegar ég fékk hann fyrst þá var hann mjög lítill í sér. Það fékk mig til að hugsa um það að önnur dýr, hvort sem þau eigi sér heimili eða eru í athvarfi, eru líka hrædd og óörugg,“ sagði Nnadi. Hann borgaði fyrir einn hund eftir hvern sigurleik allt þetta tímabil og liðið vann fimmtán leiki. Eftir að meistaratitilinn var í höfn þá fór hann alla leið en um hundrað hundar eru í þessu hundaathvarfi. Derrick Nnadi var alsæll eftir leik og sást meðal annars búa til „snjóengil“ úr pappírssnifsinu sem var skotið upp í loft þegar leikmenn Kansas City Chiefs lyftu bikarnum.
NFL Ofurskálin Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - Víkingur | Verða gestirnir einir með fullt hús stiga? Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? Sara, Ævarr og Galdur öll danskir meistarar í blaki Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Snýr aftur eftir lungnabólguna „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Sjá meira