Banna misvísandi kosningaáróður á Youtube Kjartan Kjartansson skrifar 4. febrúar 2020 12:19 Merki Youtube á spjaldtölvuskjá. Fyrirtækið er í eigu tæknirisans Google. AP/Patrick Semansky Myndbandadeilisíðan Youtube ætlar að fjarlægja misvísandi efni sem tengist forsetakosningunum í Bandaríkjunum sem fara fram síðar á árinu. Varaforseti fyrirtækisins segir að nýrri stefnu þess verði framfylgt óháð pólitískri afstöðu efnisframleiðendanna. Samfélagsmiðlafyrirtæki hafa legið undir gagnrýni fyrir að bregðast lítt við straumi blekkinga og upplýsingafals sem hefur verið dreift í gegnum þau, ekki síst í aðdraganda kosninga víða um lönd. Upplýsingahernaður setti svip sinn á aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2016 og er búist við því að það sama verði upp á teningnum fyrir kosningarnar í nóvember. Youtube, sem er í eigu tæknirisans Google, hefur fram að þessu ekki verið með samræmda stefnu hvað varðar upplýsingafals. Reglur og skilmálar sem fyrirtækið kynnti í gær eiga að koma í veg fyrir að miðillinn verði misnotaður til að koma ósannindum á framfæri. Myndbönd sem gefa notendum rangar upplýsingar um kjördag eða dreifa ósannindum um þátttöku í manntali sem bandarískar kjörskrár byggja á verða tekin niður samkvæmt nýju skilmálunum. Sömuleiðis verða myndbönd fjarlægð sem dreifa lygum um borgararétt frambjóðenda eða kjörgengi. Það virðist viðbragð við samsæriskenningum um að Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, væri ekki raunverulega fæddur í Bandaríkjunum. Donald Trump, núverandi forseti, var lengi vel einn helsti málsvari þeirrar stoðlausu kenningar. Þá ætlar Youtube að eyða aðgangi notenda sem villa á sér heimildir og látast vera annað fólk eða rásir, fela upprunaland sitt eða tengsl við ríkisstjórnir. Myndbönd þar sem virkni eins og ummæli og áhorf eru ýkt með bottum verða einnig fjarlægð. New York Times bendir á að Youtube eigi ærið verk fyrir höndum enda hlaða notendur síðunnar upp um 500 klukkustundum af myndböndum á hverri mínútu. Youtube hefur einnig legið undir ámæli fyrir að ýta notendum að efni öfgasinna með því að sýna þeim meira af slíku efni í gegnum algrím sem knýr síðuna. Fleiri samfélagsmiðlafyrirtæki hafa reynt að grípa til aðgerða til að draga úr upplýsingafalsi. Facebook tilkynnti í vetur að fyrirtækið myndi banna myndbönd sem hefur verið breytt með gervigreindarforritum en hefur verið gagnrýnt fyrir að leyfa ósannindi í pólitískum auglýsingum. Twitter gekk skrefinu lengra og bannaði pólitískar auglýsingar algerlega. Miðillinn ætlar þó ekki að skipta sér af tístum stjórnmálaleiðtoga, jafnvel þó að þau feli í sér lygar. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Google Tengdar fréttir Twitter ætlar að banna stjórnmálaauglýsingar Bannið við stjórnmálaauglýsingum er viðleitni Twitter til reyna að koma í veg fyrir upplýsingafals á samfélagsmiðlum í aðdraganda forsetakosninga í Bandaríkjunum á næsta ári. 30. október 2019 20:56 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Myndbandadeilisíðan Youtube ætlar að fjarlægja misvísandi efni sem tengist forsetakosningunum í Bandaríkjunum sem fara fram síðar á árinu. Varaforseti fyrirtækisins segir að nýrri stefnu þess verði framfylgt óháð pólitískri afstöðu efnisframleiðendanna. Samfélagsmiðlafyrirtæki hafa legið undir gagnrýni fyrir að bregðast lítt við straumi blekkinga og upplýsingafals sem hefur verið dreift í gegnum þau, ekki síst í aðdraganda kosninga víða um lönd. Upplýsingahernaður setti svip sinn á aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2016 og er búist við því að það sama verði upp á teningnum fyrir kosningarnar í nóvember. Youtube, sem er í eigu tæknirisans Google, hefur fram að þessu ekki verið með samræmda stefnu hvað varðar upplýsingafals. Reglur og skilmálar sem fyrirtækið kynnti í gær eiga að koma í veg fyrir að miðillinn verði misnotaður til að koma ósannindum á framfæri. Myndbönd sem gefa notendum rangar upplýsingar um kjördag eða dreifa ósannindum um þátttöku í manntali sem bandarískar kjörskrár byggja á verða tekin niður samkvæmt nýju skilmálunum. Sömuleiðis verða myndbönd fjarlægð sem dreifa lygum um borgararétt frambjóðenda eða kjörgengi. Það virðist viðbragð við samsæriskenningum um að Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, væri ekki raunverulega fæddur í Bandaríkjunum. Donald Trump, núverandi forseti, var lengi vel einn helsti málsvari þeirrar stoðlausu kenningar. Þá ætlar Youtube að eyða aðgangi notenda sem villa á sér heimildir og látast vera annað fólk eða rásir, fela upprunaland sitt eða tengsl við ríkisstjórnir. Myndbönd þar sem virkni eins og ummæli og áhorf eru ýkt með bottum verða einnig fjarlægð. New York Times bendir á að Youtube eigi ærið verk fyrir höndum enda hlaða notendur síðunnar upp um 500 klukkustundum af myndböndum á hverri mínútu. Youtube hefur einnig legið undir ámæli fyrir að ýta notendum að efni öfgasinna með því að sýna þeim meira af slíku efni í gegnum algrím sem knýr síðuna. Fleiri samfélagsmiðlafyrirtæki hafa reynt að grípa til aðgerða til að draga úr upplýsingafalsi. Facebook tilkynnti í vetur að fyrirtækið myndi banna myndbönd sem hefur verið breytt með gervigreindarforritum en hefur verið gagnrýnt fyrir að leyfa ósannindi í pólitískum auglýsingum. Twitter gekk skrefinu lengra og bannaði pólitískar auglýsingar algerlega. Miðillinn ætlar þó ekki að skipta sér af tístum stjórnmálaleiðtoga, jafnvel þó að þau feli í sér lygar.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Google Tengdar fréttir Twitter ætlar að banna stjórnmálaauglýsingar Bannið við stjórnmálaauglýsingum er viðleitni Twitter til reyna að koma í veg fyrir upplýsingafals á samfélagsmiðlum í aðdraganda forsetakosninga í Bandaríkjunum á næsta ári. 30. október 2019 20:56 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Twitter ætlar að banna stjórnmálaauglýsingar Bannið við stjórnmálaauglýsingum er viðleitni Twitter til reyna að koma í veg fyrir upplýsingafals á samfélagsmiðlum í aðdraganda forsetakosninga í Bandaríkjunum á næsta ári. 30. október 2019 20:56