Sigurjón með mynd um Bitcoin-málið í bígerð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. febrúar 2020 09:30 Sindri Stefánsson flúði land vegna málsins en sneri að lokum aftur eftir að hafa verið handtekinn í Amsterdam. Mynd/Lögreglan á Suðurnesjum Sigurjón Sighvatsson, kvikmyndaframleiðandi í Hollywood, undirbýr nú gerð heimildarmyndar um Bitcoin-málið svokallaða sem vakti heimsathygli árið 2018. Búist er við að tökur hefjist í apríl, meðal annars á Íslandi.Í frétt Screen Daily um málið segir að heimildarmyndin muni aðallega snúast um Sindra Stefánsson og tvö aðra ónafngreinda Íslendinga sem sakfelldir voru fyrir aðild sína að stórfelldum þjófnaði á tölvubúnaði. Alls voru sjö sakfelldir fyrir aðild sína að málinu. Sindra hlaut þyngsta dóminn, fjögurra og hálfs árs fangelsi. Bitcoin-málið vakti heimsathygli og vakti strok Sinda ekki síst mikla athygli. Ítarlega var fjallað um málið í fjölmiðlum hér á landi, sem og erlendis. Varðaði það stórfelldan þjófnað á tölvubúnaði úr þremur gagnaverum, tveimur í Reykjanesbæ og einu í Borgarnesi í desember 2017 og janúar 2018. Tölvurnar voru notaðar til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin og hefur búnaðurinn enn ekki fundist. Þremenningarnir sagðir eiga að endurleika lykilatriði Í frétt Screen Daily segir að markmiðið sé að fá þremenninganna til þess að endurleika lykilatriði í atburðarrásinni. Palomar Pictures, framleiðslufyrirtæki Sigurjóns framleiðir myndina ásamt Stöð 2, að því er fram kemur á Screen Daily. Reiknað er með að tökur hefjist í apríl og eiga þær að fara fram á Íslandi, á Spáni og í Bandaríkjunum. Sem fyrr segir vakti málið mikla athygli og hafa vinsæl bandarísk tímarit á borð við GQ og Vanity Fair birt ítarlegar greinar þar sem farið var yfir málið frá A-Ö. Í viðtali vegna umfjöllunar Vanity Fair, sem kom út í nóvember síðastliðinn, kom meðal annars að maðurinn sem skipulagði þjófnaðinn sé alþjóðlegur huldumaður. Þá var þeim möguleika velt upp að tölvubúnaðurinn væri enn í gangi, að grafa upp Bitcoin, fyrir hinn alþjóðlega höfuðpaur. „Kannski hafa tölvurnar verið í gangi allan tímann,“ sagði Sindri í viðtali við Vanity Fair. „Kannski veit ég hvar þær eru og kannski ekki.“Vísir er í eigu Sýnar hf sem einnig á Stöð 2. Bíó og sjónvarp Hollywood Rafmyntir Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir GQ fjallar ítarlega um Bitcoin-málið: „Ég vildi bara gefa þeim fingurinn“ Ítarlega umfjöllun um Bitcoin-málið svokallaða, einn stærsta þjófnað Íslandssögunnar, má finna í apríl-tölublaði bresku útgáfu tísku- og lífstíls tímaritsins GQ. Þar er meðal annars rætt við Sindra Þór Stefánsson, sem flúði fangelsi til Svíþjóðar er málið var til rannsóknar lögreglu. 2. apríl 2019 14:30 Sindri um týndu Bitcoin-tölvurnar: „Kannski veit ég hvar þær eru og kannski ekki“ Maðurinn sem skipulagði þjófnað á tölvubúnaði sem stolið var í Bitcoin-málinu er sagður vera alþjóðlegur, dularfullur og hættulegur í umfjöllun Vanity Fair um málið. Rætt er við Sindra Þór Stefánsson, einn af þeim sem dæmdur var í fangelsi vegna málsins, sem segist kannski vita og kannski ekki vita hvað orðið hafi um búnaðinn ófundna sem stolið var. 4. nóvember 2019 13:02 Sindri Þór dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi Dómur féll í Bitcoin-málinu í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 17. janúar 2019 14:30 Sindri og Matthías áfrýja Sindri Þór og Matthías Jón, sem hlutu þyngstu dómana í Bitcoin-málinu, áfrýja dómnum til Landsréttar. 27. janúar 2019 19:14 Sigurjón: „Þeir eiga ekki séns í bransanum lengur“ Kvikmyndaframleiðandinn Sigurjón Sighvatsson segir Kevin Spacey og Harvey Weinstein eigi ekki afturkvæmt í Hollywood eftir þær ásakanir sem settar hafa verið fram á hendur þeim. 17. nóvember 2017 11:38 Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Sigurjón Sighvatsson, kvikmyndaframleiðandi í Hollywood, undirbýr nú gerð heimildarmyndar um Bitcoin-málið svokallaða sem vakti heimsathygli árið 2018. Búist er við að tökur hefjist í apríl, meðal annars á Íslandi.Í frétt Screen Daily um málið segir að heimildarmyndin muni aðallega snúast um Sindra Stefánsson og tvö aðra ónafngreinda Íslendinga sem sakfelldir voru fyrir aðild sína að stórfelldum þjófnaði á tölvubúnaði. Alls voru sjö sakfelldir fyrir aðild sína að málinu. Sindra hlaut þyngsta dóminn, fjögurra og hálfs árs fangelsi. Bitcoin-málið vakti heimsathygli og vakti strok Sinda ekki síst mikla athygli. Ítarlega var fjallað um málið í fjölmiðlum hér á landi, sem og erlendis. Varðaði það stórfelldan þjófnað á tölvubúnaði úr þremur gagnaverum, tveimur í Reykjanesbæ og einu í Borgarnesi í desember 2017 og janúar 2018. Tölvurnar voru notaðar til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin og hefur búnaðurinn enn ekki fundist. Þremenningarnir sagðir eiga að endurleika lykilatriði Í frétt Screen Daily segir að markmiðið sé að fá þremenninganna til þess að endurleika lykilatriði í atburðarrásinni. Palomar Pictures, framleiðslufyrirtæki Sigurjóns framleiðir myndina ásamt Stöð 2, að því er fram kemur á Screen Daily. Reiknað er með að tökur hefjist í apríl og eiga þær að fara fram á Íslandi, á Spáni og í Bandaríkjunum. Sem fyrr segir vakti málið mikla athygli og hafa vinsæl bandarísk tímarit á borð við GQ og Vanity Fair birt ítarlegar greinar þar sem farið var yfir málið frá A-Ö. Í viðtali vegna umfjöllunar Vanity Fair, sem kom út í nóvember síðastliðinn, kom meðal annars að maðurinn sem skipulagði þjófnaðinn sé alþjóðlegur huldumaður. Þá var þeim möguleika velt upp að tölvubúnaðurinn væri enn í gangi, að grafa upp Bitcoin, fyrir hinn alþjóðlega höfuðpaur. „Kannski hafa tölvurnar verið í gangi allan tímann,“ sagði Sindri í viðtali við Vanity Fair. „Kannski veit ég hvar þær eru og kannski ekki.“Vísir er í eigu Sýnar hf sem einnig á Stöð 2.
Bíó og sjónvarp Hollywood Rafmyntir Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir GQ fjallar ítarlega um Bitcoin-málið: „Ég vildi bara gefa þeim fingurinn“ Ítarlega umfjöllun um Bitcoin-málið svokallaða, einn stærsta þjófnað Íslandssögunnar, má finna í apríl-tölublaði bresku útgáfu tísku- og lífstíls tímaritsins GQ. Þar er meðal annars rætt við Sindra Þór Stefánsson, sem flúði fangelsi til Svíþjóðar er málið var til rannsóknar lögreglu. 2. apríl 2019 14:30 Sindri um týndu Bitcoin-tölvurnar: „Kannski veit ég hvar þær eru og kannski ekki“ Maðurinn sem skipulagði þjófnað á tölvubúnaði sem stolið var í Bitcoin-málinu er sagður vera alþjóðlegur, dularfullur og hættulegur í umfjöllun Vanity Fair um málið. Rætt er við Sindra Þór Stefánsson, einn af þeim sem dæmdur var í fangelsi vegna málsins, sem segist kannski vita og kannski ekki vita hvað orðið hafi um búnaðinn ófundna sem stolið var. 4. nóvember 2019 13:02 Sindri Þór dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi Dómur féll í Bitcoin-málinu í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 17. janúar 2019 14:30 Sindri og Matthías áfrýja Sindri Þór og Matthías Jón, sem hlutu þyngstu dómana í Bitcoin-málinu, áfrýja dómnum til Landsréttar. 27. janúar 2019 19:14 Sigurjón: „Þeir eiga ekki séns í bransanum lengur“ Kvikmyndaframleiðandinn Sigurjón Sighvatsson segir Kevin Spacey og Harvey Weinstein eigi ekki afturkvæmt í Hollywood eftir þær ásakanir sem settar hafa verið fram á hendur þeim. 17. nóvember 2017 11:38 Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
GQ fjallar ítarlega um Bitcoin-málið: „Ég vildi bara gefa þeim fingurinn“ Ítarlega umfjöllun um Bitcoin-málið svokallaða, einn stærsta þjófnað Íslandssögunnar, má finna í apríl-tölublaði bresku útgáfu tísku- og lífstíls tímaritsins GQ. Þar er meðal annars rætt við Sindra Þór Stefánsson, sem flúði fangelsi til Svíþjóðar er málið var til rannsóknar lögreglu. 2. apríl 2019 14:30
Sindri um týndu Bitcoin-tölvurnar: „Kannski veit ég hvar þær eru og kannski ekki“ Maðurinn sem skipulagði þjófnað á tölvubúnaði sem stolið var í Bitcoin-málinu er sagður vera alþjóðlegur, dularfullur og hættulegur í umfjöllun Vanity Fair um málið. Rætt er við Sindra Þór Stefánsson, einn af þeim sem dæmdur var í fangelsi vegna málsins, sem segist kannski vita og kannski ekki vita hvað orðið hafi um búnaðinn ófundna sem stolið var. 4. nóvember 2019 13:02
Sindri Þór dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi Dómur féll í Bitcoin-málinu í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 17. janúar 2019 14:30
Sindri og Matthías áfrýja Sindri Þór og Matthías Jón, sem hlutu þyngstu dómana í Bitcoin-málinu, áfrýja dómnum til Landsréttar. 27. janúar 2019 19:14
Sigurjón: „Þeir eiga ekki séns í bransanum lengur“ Kvikmyndaframleiðandinn Sigurjón Sighvatsson segir Kevin Spacey og Harvey Weinstein eigi ekki afturkvæmt í Hollywood eftir þær ásakanir sem settar hafa verið fram á hendur þeim. 17. nóvember 2017 11:38