Danny McBride breytti lífi sínu eftir Íslandsferð Stefán Árni Pálsson skrifar 5. febrúar 2020 10:30 Danny McBride fór í stafræna afeitrun hér á landi. Getty Images/Matt Winkelmeyer Leikarinn Danny McBride, sem hefur vakið athygli fyrir hlutverk sín í Eastbound & Down, Vice Principals og The Righteous Gemstones, segir í viðtali við Shortlist að Íslandsför hafi breytti lífi hans. McBride var spurður í viðtalinu hvað hann væri að horfa á í sjónvarpinu um þessar mundir. „Ég horfi sárasjaldan á afþreyingarefni þar sem ég er alltaf að vinna. Oftast geymi ég allt sem mig langar að sjá og tek það allt yfir jólin,“ segir McBride sem bætir við að hann hafi í raun farið í „stafræna afeitrun“ á síðasta ári og það hér á Íslandi. „Síðasta ár var rosalegt fyrir mig og ég vann allt of mikið. Ég fór með fjölskyldunni til Íslands í frí og við dvöldum í smáhýsi þar sem ekki var hægt að horfa á sjónvarp. Það er svo mikið að gerast alltaf heima hjá okkur. Flatskjáir út um allt og börnin að horfa á YouTube allan daginn. Svo eru heimsfréttirnar alltaf svo neikvæðar. Þú vaknar kannski í góðu skapi en um leið og þú kveikir á sjónvarpinu ferðu í vont skap,“ segir McBride og heldur áfram. „Svo fer ég í þessa ferð og gerði ekkert nema lesa. Mér leið svo miklu betur og setti mér því það markmið að lesa 50 bækur á einu ári, og það tókst. Þetta ætla ég mér að gera á hverju einasta ári. Um leið og mig langaði að kíkja á netið eða fara inn á samfélagsmiðla tók ég upp bók og byrjaði að lesa. Mig langar að hugsa um heiminn út frá mínum hugsunum, mig langar ekki að einhver sé að segja mér hvernig heimurinn er. Ég tók mér því langa pásu frá öllu þessu áreiti.“ View this post on Instagram Happy New Year, ding-dongs. Stay warm in 19. A post shared by Danny McBride (@lone_wolf_mcbride) on Dec 31, 2018 at 2:09pm PST Bíó og sjónvarp Bókmenntir Íslandsvinir Tímamót Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fleiri fréttir Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Sjá meira
Leikarinn Danny McBride, sem hefur vakið athygli fyrir hlutverk sín í Eastbound & Down, Vice Principals og The Righteous Gemstones, segir í viðtali við Shortlist að Íslandsför hafi breytti lífi hans. McBride var spurður í viðtalinu hvað hann væri að horfa á í sjónvarpinu um þessar mundir. „Ég horfi sárasjaldan á afþreyingarefni þar sem ég er alltaf að vinna. Oftast geymi ég allt sem mig langar að sjá og tek það allt yfir jólin,“ segir McBride sem bætir við að hann hafi í raun farið í „stafræna afeitrun“ á síðasta ári og það hér á Íslandi. „Síðasta ár var rosalegt fyrir mig og ég vann allt of mikið. Ég fór með fjölskyldunni til Íslands í frí og við dvöldum í smáhýsi þar sem ekki var hægt að horfa á sjónvarp. Það er svo mikið að gerast alltaf heima hjá okkur. Flatskjáir út um allt og börnin að horfa á YouTube allan daginn. Svo eru heimsfréttirnar alltaf svo neikvæðar. Þú vaknar kannski í góðu skapi en um leið og þú kveikir á sjónvarpinu ferðu í vont skap,“ segir McBride og heldur áfram. „Svo fer ég í þessa ferð og gerði ekkert nema lesa. Mér leið svo miklu betur og setti mér því það markmið að lesa 50 bækur á einu ári, og það tókst. Þetta ætla ég mér að gera á hverju einasta ári. Um leið og mig langaði að kíkja á netið eða fara inn á samfélagsmiðla tók ég upp bók og byrjaði að lesa. Mig langar að hugsa um heiminn út frá mínum hugsunum, mig langar ekki að einhver sé að segja mér hvernig heimurinn er. Ég tók mér því langa pásu frá öllu þessu áreiti.“ View this post on Instagram Happy New Year, ding-dongs. Stay warm in 19. A post shared by Danny McBride (@lone_wolf_mcbride) on Dec 31, 2018 at 2:09pm PST
Bíó og sjónvarp Bókmenntir Íslandsvinir Tímamót Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fleiri fréttir Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist