Frambjóðendur til formanns í Félagi íslenskra rafvirkja útilokaðir frá störfum á meðan kosningabarátta varir Jóhann K. Jóhannsson skrifar 6. febrúar 2020 19:15 Harka hefur færst í formannsbaráttu Félags íslenskra rafvirkja. Sitjandi formaður og gjaldkeri félagsins, sem eru tveir í framboði, hafa verið útilokaðir frá skrifstofu og störfum félagsins þar til atkvæðagreiðsla hefur farið fram í næstu viku. Félag íslenskra rafvirkja er aðildarfélag að Rafiðnaðarsambandi Íslands og telur félagið um 1800 félagsmenn. Kosið er til hluta stjórnar ár hvert og í næstu viku greiða félagsmenn atkvæði í formannskjöri þar sem tveir eru í framboði. Annars vegar Borgþór Hjörvarsson, formaður og hins vegar Margrét Halldóra Arnarsdóttir, gjaldkeri, sem bíður sig fram gegn sitjandi formanni. Nýr kjarasamningur félagsmanna Rafviðnaðarsambandsins, sem rafvirkjar eru aðilar að og Samtaka atvinnulífsins og Samtaka rafverktaka var samþykktur í maí í fyrra með 49% greiddra atkvæða en 47,6% sögðu nei. Rafvirkjar voru verulega ósáttir við samninginn og segja að hann hefði verið felldur hefðu rafvirkjar setið einir að atkvæðagreiðslu. Margrét Halldóra Arnarsdóttir, annar frambjóðandi til formanns Félags íslenskra rafvirkja.Vísir/Baldur Gjaldkeri og frambjóðandi til formanns segir tíma kominn á breytingar í stjórn „Við viljum sjá breytingar á störfum stjórnar aðallega. Klárlega erum við ekki sátt við kjarasamninginn, ég er ekki sátt við kjarasamninginn og tel að félagsmenn séu það ekki heldur. Við viljum gera breytingar þar á,“ segir Margrét Halldóra Arnarsdóttir, rafvirki og gjaldkeri félagsins. Margrét segir kosningabaráttuna vera að harðna. Hún segist ekki standa jafnfætis sitjandi formanni í baráttunni og segir hann hafa nýtt sér samskiptaleiðir innan félagsins til þess að ná til félagsmanna. Segist ekki hafa nýtt sér stöðu sína í formannsslagnum Hefur þú nýtt þér sem félagið á? Póstlista eða annað? „Nei. Allt sem ég hef nýtt mér er það sem er opinbert á neti, bæði trúnaðarmenn og fleira. Það er á vef Rafiðnaðarsambandsins, nöfn og fleira og ég hef reynt að nýta þau tengsl eins og hægt er. En ég skal viðurkenna það að tengsl mín við trúnaðarmenn eru afar góð og ég hef talað við þá og mér finnst óeðlileg tef ég mætti ekki aðeins tjá mig um málefni, sérstaklega að því maður vill koma sínum sjónarmiðum fram,“ segir Borgþór Hjörvarsson, sitjandi formaður Félags rafvirkja á Íslandi. Báðir frambjóðendur útilokaðir frá störfum og skrifstofu Félags íslenskra rafvirkja á meðan konsangabaráttan varir Svo mikil harka er kominn í formannsslaginn að stjórn og trúnaðarmannaráð ákváðu að hvorugur frambjóðenda starfi fyrir hönd félagsins þar til atkvæðagreiðsla hefur farið fram og eru því bæði útilokuð frá störfum og skrifstofu félagsins. „Þetta var ákveðið í gærkvöldi. Það þótti þurfa að ákveða þetta,“ segir Margrét. „Það var talið það að vegna umræðu á netinu að það væri betra að við myndum draga okkur í kosningabaráttuna og notað aðstöðu sem við getum reddað okkur sjálf,“ segir Borgþór. Rafræn atkvæðagreiðsla um nýjan formann Félags íslenskra rafvirkja hefst 10. febrúar og stendur til þess sautjánda. Félagasamtök Félagsmál Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Harka hefur færst í formannsbaráttu Félags íslenskra rafvirkja. Sitjandi formaður og gjaldkeri félagsins, sem eru tveir í framboði, hafa verið útilokaðir frá skrifstofu og störfum félagsins þar til atkvæðagreiðsla hefur farið fram í næstu viku. Félag íslenskra rafvirkja er aðildarfélag að Rafiðnaðarsambandi Íslands og telur félagið um 1800 félagsmenn. Kosið er til hluta stjórnar ár hvert og í næstu viku greiða félagsmenn atkvæði í formannskjöri þar sem tveir eru í framboði. Annars vegar Borgþór Hjörvarsson, formaður og hins vegar Margrét Halldóra Arnarsdóttir, gjaldkeri, sem bíður sig fram gegn sitjandi formanni. Nýr kjarasamningur félagsmanna Rafviðnaðarsambandsins, sem rafvirkjar eru aðilar að og Samtaka atvinnulífsins og Samtaka rafverktaka var samþykktur í maí í fyrra með 49% greiddra atkvæða en 47,6% sögðu nei. Rafvirkjar voru verulega ósáttir við samninginn og segja að hann hefði verið felldur hefðu rafvirkjar setið einir að atkvæðagreiðslu. Margrét Halldóra Arnarsdóttir, annar frambjóðandi til formanns Félags íslenskra rafvirkja.Vísir/Baldur Gjaldkeri og frambjóðandi til formanns segir tíma kominn á breytingar í stjórn „Við viljum sjá breytingar á störfum stjórnar aðallega. Klárlega erum við ekki sátt við kjarasamninginn, ég er ekki sátt við kjarasamninginn og tel að félagsmenn séu það ekki heldur. Við viljum gera breytingar þar á,“ segir Margrét Halldóra Arnarsdóttir, rafvirki og gjaldkeri félagsins. Margrét segir kosningabaráttuna vera að harðna. Hún segist ekki standa jafnfætis sitjandi formanni í baráttunni og segir hann hafa nýtt sér samskiptaleiðir innan félagsins til þess að ná til félagsmanna. Segist ekki hafa nýtt sér stöðu sína í formannsslagnum Hefur þú nýtt þér sem félagið á? Póstlista eða annað? „Nei. Allt sem ég hef nýtt mér er það sem er opinbert á neti, bæði trúnaðarmenn og fleira. Það er á vef Rafiðnaðarsambandsins, nöfn og fleira og ég hef reynt að nýta þau tengsl eins og hægt er. En ég skal viðurkenna það að tengsl mín við trúnaðarmenn eru afar góð og ég hef talað við þá og mér finnst óeðlileg tef ég mætti ekki aðeins tjá mig um málefni, sérstaklega að því maður vill koma sínum sjónarmiðum fram,“ segir Borgþór Hjörvarsson, sitjandi formaður Félags rafvirkja á Íslandi. Báðir frambjóðendur útilokaðir frá störfum og skrifstofu Félags íslenskra rafvirkja á meðan konsangabaráttan varir Svo mikil harka er kominn í formannsslaginn að stjórn og trúnaðarmannaráð ákváðu að hvorugur frambjóðenda starfi fyrir hönd félagsins þar til atkvæðagreiðsla hefur farið fram og eru því bæði útilokuð frá störfum og skrifstofu félagsins. „Þetta var ákveðið í gærkvöldi. Það þótti þurfa að ákveða þetta,“ segir Margrét. „Það var talið það að vegna umræðu á netinu að það væri betra að við myndum draga okkur í kosningabaráttuna og notað aðstöðu sem við getum reddað okkur sjálf,“ segir Borgþór. Rafræn atkvæðagreiðsla um nýjan formann Félags íslenskra rafvirkja hefst 10. febrúar og stendur til þess sautjánda.
Félagasamtök Félagsmál Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent