Fáðu þér bíl, þarna auminginn þinn Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 7. febrúar 2020 14:30 „Fáðu þér bíl, þarna auminginn þinn“ var sérlega fyndið atriði í síðasta áramótaskaupi. Það dapurlega er að þetta var bara fyndið vegna þess að það endurspeglaði raunveruleg viðhorf alltof margra bíleigenda. Sjálfur hjóla ég ekki nógu mikið en mér dettur þó ekki í hug að blóta þeim hetjum þarna úti sem tekið hafa fram hjólið sem alvöru samgöngutæki. Samgöngur eru mikilvægur þáttur í sameiginlegu efnahagskerfi. Grunnþjónustueining samgangna er ferð fólks milli staða til að sinna framleiðni og neyslu. Það snýr tannhjólunum í efnihagsmaskínu Íslands. Því meiri pening sem við eyðum í utanaðkomandi kostnað til að sinna þessari þjónustu því minni peningur verður eftir í hagkerfinu. Ef hægt er að skipta út bílakílómetrum fyrir hjólakílómetra, þannig að einstaklingur sinni samt áfram sömu verðmætasköpun í leik á starfi, þá næst ótrúlegur árangur. Ef þessi samgöngutæknihliðrun verður til þess að fjölskylda fer t.d. úr því að eiga tvo bíla og kemst af með einn þá verða áhrifin mögnuð. Berum saman kostnaðinn. Við Íslendingar framleiðum fisk, ál, ferðþjónustuvörur og fleira með blóði svita og tárum. En við eyðum líka óhemju verðmætum í samgöngur. Olía, bílar, dekk og varahlutir eru nefnilega ekki íslenskar framleiðsluvörur. Þess vegna fer drjúgur hluti verðmætasköpunar Íslands í kaup á erlendri samgönguþjónustu. Við eyðum nefnilega ekki bara í olíu. Dæmigerður bíll á Íslandi keyrir á líftíma sínum í kringum 200.000 km. Til þess þurfum við að kaupa erlenda olíu fyrir um 1,5 milljón kr. fyrir skatt. Við þurfum líka að kaupa bílinn sjálfan á t.d. 2,5 milljónir kr. fyrir skatt og dekk (sumar og vetrar, margoft) fyrir að lágmarki 500 þúsund kr. fyrir skatt. Við erum svo verulega heppinn ef við sleppum undir milljón kr. í varahluti. Sem sagt 5,5 milljónir í erlendan kostnað sem rafhjól gæti dekkað fyrir um 500 þúsund kr. Vissulega taka raf- og metanbílar út erlendan olíukostnað en ekki kaup á bifreiðinni sjálfri, dekkjum og varahlutum. Um síðustu áramót felldi ríkisstjórnin einmitt niður VSK af raf- og hefðbundnum hjólum sem gerir þessa samgöngutækni að enn hagstæðari kosti. Það eru um 250 þúsund fólksbílar í landinu. Ef við tækjum út 100 þúsund framtíðar bílakaup, en viðhéldum sömu framleiðni, myndi það þýða allt að 500 milljarða kr. sparnað fyrir þjóðarbúið. Þetta er vissulega mjög gróf og einfölduð nálgun en gefur innsýn í þann stórkostlega efnahagslega ávinning sem fylgir innleiðingu hjólreiða. Hjólreiðamaður gæti sem sagt mögulega átt 5 milljónir kr. auka til að eyða í innlenda afþreyingu, harðfisk og smjör sem annars hefðu farið í erlendan kostnað. Ég ætla ekki einu sinni að reyna að þreyta ykkur með jákvæðum áhrifum á heilsufar og loftmengun sem eru samt reyndar líka sameiginlegur kostnaður samfélagsins sem gott væri að minnka. Einnig taka hjól miklu minna pláss og spara því innviðakostnað. Kostnaður við hjólastíga er bara tilkomin vegna þess að við bíleigendur erum ekki tilbúnir til að gefa eftir göturnar undir hjól og þess vegna þarf að fjárfesta í hjólreiðastígum. Næst þegar hjól brunar framhjá bílnum þínum væri ekki réttara að öskra: „Takk fyrir þitt framlag til efnahags-, loftslags- og lýðheilsumála“ Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
„Fáðu þér bíl, þarna auminginn þinn“ var sérlega fyndið atriði í síðasta áramótaskaupi. Það dapurlega er að þetta var bara fyndið vegna þess að það endurspeglaði raunveruleg viðhorf alltof margra bíleigenda. Sjálfur hjóla ég ekki nógu mikið en mér dettur þó ekki í hug að blóta þeim hetjum þarna úti sem tekið hafa fram hjólið sem alvöru samgöngutæki. Samgöngur eru mikilvægur þáttur í sameiginlegu efnahagskerfi. Grunnþjónustueining samgangna er ferð fólks milli staða til að sinna framleiðni og neyslu. Það snýr tannhjólunum í efnihagsmaskínu Íslands. Því meiri pening sem við eyðum í utanaðkomandi kostnað til að sinna þessari þjónustu því minni peningur verður eftir í hagkerfinu. Ef hægt er að skipta út bílakílómetrum fyrir hjólakílómetra, þannig að einstaklingur sinni samt áfram sömu verðmætasköpun í leik á starfi, þá næst ótrúlegur árangur. Ef þessi samgöngutæknihliðrun verður til þess að fjölskylda fer t.d. úr því að eiga tvo bíla og kemst af með einn þá verða áhrifin mögnuð. Berum saman kostnaðinn. Við Íslendingar framleiðum fisk, ál, ferðþjónustuvörur og fleira með blóði svita og tárum. En við eyðum líka óhemju verðmætum í samgöngur. Olía, bílar, dekk og varahlutir eru nefnilega ekki íslenskar framleiðsluvörur. Þess vegna fer drjúgur hluti verðmætasköpunar Íslands í kaup á erlendri samgönguþjónustu. Við eyðum nefnilega ekki bara í olíu. Dæmigerður bíll á Íslandi keyrir á líftíma sínum í kringum 200.000 km. Til þess þurfum við að kaupa erlenda olíu fyrir um 1,5 milljón kr. fyrir skatt. Við þurfum líka að kaupa bílinn sjálfan á t.d. 2,5 milljónir kr. fyrir skatt og dekk (sumar og vetrar, margoft) fyrir að lágmarki 500 þúsund kr. fyrir skatt. Við erum svo verulega heppinn ef við sleppum undir milljón kr. í varahluti. Sem sagt 5,5 milljónir í erlendan kostnað sem rafhjól gæti dekkað fyrir um 500 þúsund kr. Vissulega taka raf- og metanbílar út erlendan olíukostnað en ekki kaup á bifreiðinni sjálfri, dekkjum og varahlutum. Um síðustu áramót felldi ríkisstjórnin einmitt niður VSK af raf- og hefðbundnum hjólum sem gerir þessa samgöngutækni að enn hagstæðari kosti. Það eru um 250 þúsund fólksbílar í landinu. Ef við tækjum út 100 þúsund framtíðar bílakaup, en viðhéldum sömu framleiðni, myndi það þýða allt að 500 milljarða kr. sparnað fyrir þjóðarbúið. Þetta er vissulega mjög gróf og einfölduð nálgun en gefur innsýn í þann stórkostlega efnahagslega ávinning sem fylgir innleiðingu hjólreiða. Hjólreiðamaður gæti sem sagt mögulega átt 5 milljónir kr. auka til að eyða í innlenda afþreyingu, harðfisk og smjör sem annars hefðu farið í erlendan kostnað. Ég ætla ekki einu sinni að reyna að þreyta ykkur með jákvæðum áhrifum á heilsufar og loftmengun sem eru samt reyndar líka sameiginlegur kostnaður samfélagsins sem gott væri að minnka. Einnig taka hjól miklu minna pláss og spara því innviðakostnað. Kostnaður við hjólastíga er bara tilkomin vegna þess að við bíleigendur erum ekki tilbúnir til að gefa eftir göturnar undir hjól og þess vegna þarf að fjárfesta í hjólreiðastígum. Næst þegar hjól brunar framhjá bílnum þínum væri ekki réttara að öskra: „Takk fyrir þitt framlag til efnahags-, loftslags- og lýðheilsumála“ Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun