Stórstjarna Barcelona, Lionel Messi, hugsar sér ekki til hreyfings þrátt fyrir rifrildið við Eric Abidal, íþróttastjóra liðsins, fyrr í vikunni.
Þetta herma heimildir Sky Sports fréttastofunnar. Messi mun vilja klára samning sinn hjá félaginu sem rennur út sumarið 2021.
Hann er opinn fyrir því að vera áfram hjá félaginu eftir að núverandi samningi hans lýkur en sömu heimildir segja að Argentínumanninum liggi þó ekkert á að ræða nýjan samning.
Lionel Messi is not thinking about leaving Barcelona despite this week's public row with sporting director Eric Abidal
— Sky Sports News (@SkySportsNews) February 7, 2020
Geri hann nýjan samning mun það vera til eins árs í senn en eftir rifrildi vikunnar var Messi meðal annars orðaður við Manchester City.
Sky Sports segir frá því að með ummælum sínum var Messi ekki að hugsa sér til hreyfings heldur var hann einfaldlega að verja sig og liðsfélaga sína.
Barcelona er í 2. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar og úr leik í spænska bikarnum. Liðið mætir Napoli í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
Pep Guardiola on Lionel Messi rumours
— Sky Sports News (@SkySportsNews) February 7, 2020
Bill Murray's epic golf celebration #ICYMI | @TAGHeuerpic.twitter.com/KgwBuUTbGj