Vaktin: Óskarsverðlaunin 2020 Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. febrúar 2020 23:00 Leikkonurnar Gal Gadot, Brie Larson og Sigourney Weaver horfa á Hildi flytja þakkarræðu sína. Vísir/Getty Óskarsverðlaunahátíðin verður haldin í 92. sinn í Dolby-kvikmyndahúsinu í Los Angeles í nótt. Augu Íslendinga beinast flest að tónskáldinu Hildi Guðnadóttur, sem tilnefnd er í flokki frumsamdrar kvikmyndatónlistar fyrir tónlistina í kvikmyndinni Joker. Hildur þykir líklegust til að hreppa Óskarinn í þetta sinn og ef hún ber sigur úr býtum verður hún fyrsti Íslendingurinn til að vinna Óskarsverðlaun - og bætir jafnframt enn einum verðlaununum við hið stóra safn sem hún hefur sankað að sér undanfarna mánuði. Sjá einnig: Þessi eru tilnefnd til Óskarsverðlauna Vísir fylgist með Óskarsverðlaunahátíðinni í beinni textalýsingu í alla nótt í vaktinni hér neðst í fréttinni. Þá verður bein sjónvarpsútsending frá Óskarnum á RÚV frá miðnætti. Bein útsending frá rauða dreglinum hefst svo strax klukkan 23:30 á Twitter-reikningi Bandarísku kvikmyndaakademíunnar. Beinu útsendingu Entertainment Weekly af dreglinum má nálgast í spilaranum hér að neðan. Gera má ráð fyrir að athöfnin verði að minnsta kosti þrír klukkutímar. Verðlaunin í flokki Hildar, frumsamdrar kvikmyndatónlistar, verða afhent 19. í röðinni af 24. Fylgjast má með helstu vendingum næturinnar, og nálgast hafsjó af Óskarsfróðleik, í vaktinni hér að neðan.
Óskarsverðlaunahátíðin verður haldin í 92. sinn í Dolby-kvikmyndahúsinu í Los Angeles í nótt. Augu Íslendinga beinast flest að tónskáldinu Hildi Guðnadóttur, sem tilnefnd er í flokki frumsamdrar kvikmyndatónlistar fyrir tónlistina í kvikmyndinni Joker. Hildur þykir líklegust til að hreppa Óskarinn í þetta sinn og ef hún ber sigur úr býtum verður hún fyrsti Íslendingurinn til að vinna Óskarsverðlaun - og bætir jafnframt enn einum verðlaununum við hið stóra safn sem hún hefur sankað að sér undanfarna mánuði. Sjá einnig: Þessi eru tilnefnd til Óskarsverðlauna Vísir fylgist með Óskarsverðlaunahátíðinni í beinni textalýsingu í alla nótt í vaktinni hér neðst í fréttinni. Þá verður bein sjónvarpsútsending frá Óskarnum á RÚV frá miðnætti. Bein útsending frá rauða dreglinum hefst svo strax klukkan 23:30 á Twitter-reikningi Bandarísku kvikmyndaakademíunnar. Beinu útsendingu Entertainment Weekly af dreglinum má nálgast í spilaranum hér að neðan. Gera má ráð fyrir að athöfnin verði að minnsta kosti þrír klukkutímar. Verðlaunin í flokki Hildar, frumsamdrar kvikmyndatónlistar, verða afhent 19. í röðinni af 24. Fylgjast má með helstu vendingum næturinnar, og nálgast hafsjó af Óskarsfróðleik, í vaktinni hér að neðan.
Bíó og sjónvarp Íslendingar erlendis Óskarinn Tónlist Tengdar fréttir Hildur Guðnadóttir tilnefnd til Óskarsverðlauna Hildur Guðnadóttir var rétt í þessu tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir tónlist sína í kvikmyndinni um Jókerinn. 13. janúar 2020 13:24 Hildur Guðnadóttir vann BAFTA-verðlaun Tónskáldið Hildur Guðnadóttir heldur áfram að sópa til sín verðlaunum. 2. febrúar 2020 19:45 Flestir veðja á að Hildur Guðna hreppi Óskarinn Stuðullinn á Betsson aðeins 1,3 prósent. 30. janúar 2020 11:50 Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira
Hildur Guðnadóttir tilnefnd til Óskarsverðlauna Hildur Guðnadóttir var rétt í þessu tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir tónlist sína í kvikmyndinni um Jókerinn. 13. janúar 2020 13:24
Hildur Guðnadóttir vann BAFTA-verðlaun Tónskáldið Hildur Guðnadóttir heldur áfram að sópa til sín verðlaunum. 2. febrúar 2020 19:45
Flestir veðja á að Hildur Guðna hreppi Óskarinn Stuðullinn á Betsson aðeins 1,3 prósent. 30. janúar 2020 11:50