Talið líklegt að Hildur Guðna hljóti Óskarsverðlaun fyrst Íslendinga Sunna Sæmundsdóttir skrifar 9. febrúar 2020 15:15 Hildur hefur verið sigursæl að undanförnu. Vísir/epa Stuðlar í veðbönkum benda til þess að Hildur Guðnadóttir haldi sigurgöngu sinni áfram á Óskarsverðlaununum í kvöld. Gæti hún því orðið fyrsti Íslendingurinn til að hljóta styttuna eftirsóttu. Kvikmyndin Jókerinn er tilnefnd til ellefu verðlauna á Óskarnum sem fer fram í 92. sinn í kvöld. Þar á meðal vegna frumsamdar kvikmyndatónlistar Hildar Guðnadóttur. Tónlistin leikur lykilhlutverk í kvikmyndinni og var að hluta samin áður en hún var tekin upp. Í viðtölum hafa aðstandendur myndarinnar lýst því að tónlistin hafi spiluð á setti og þannig haft mikil áhrif á atriði myndarinnar. Sjá einnig: Allt sem þú vilt vita um Hollywood-tónskáldið úr Hafnarfirði Hildur hefur verið á mikilli sigurgöngu undanfarið; bæði vegna tónlistarinnar í Jókernum og í þáttunum Chernobyl. Hún hefur unnið bæði Grammy og Emmy fyrir Chernobyl en Golden Globe og nú síðast BAFTA fyrir Jókerinn. Hún þykir afar sigurstrangleg í kvöld enda hefur það til að mynda gerst sjö sinnum á síðustu tíu árum að sama tónskáldið hljóti bæði BAFTA og Óskar. Þá gefa veðbankar einnig vísbendingu um úrslitin. Samkvæmt síðunni Oddschecker, þar sem teknir eru saman helstu stuðlar, hefur fólk í langflestum tilvikum veðjað á sigur Hildar. Samkvæmt síðunni eru líkurnar á því að verðlaunin falli í fyrsta sinn í skaut Íslendings hátt í áttatíu prósent. Bíó og sjónvarp Hildur Guðnadóttir Hollywood Íslendingar erlendis Óskarinn Tónlist Tengdar fréttir Hildur vann Grammy fyrir Chernobyl Hildur Guðnadóttir tónskáld vann í kvöld Grammy-verðlaun fyrir tónlist sína í þáttunum Chernobyl. 26. janúar 2020 21:14 Samtök kvikmyndagagnrýnenda verðlaunuðu Hildi Guðnadóttur Tilkynnt um tilnefningar til Óskarsverðlauna í dag. 13. janúar 2020 05:38 Hildur Guðnadóttir tilnefnd til Óskarsverðlauna Hildur Guðnadóttir var rétt í þessu tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir tónlist sína í kvikmyndinni um Jókerinn. 13. janúar 2020 13:24 Hildur Guðnadóttir vann BAFTA-verðlaun Tónskáldið Hildur Guðnadóttir heldur áfram að sópa til sín verðlaunum. 2. febrúar 2020 19:45 Hildur Guðna á lista Vogue yfir best klæddu stjörnurnar Tónskáldið Hildur Guðnadóttir vakti athygli á BAFTA verðlaununum í gær. 3. febrúar 2020 13:30 Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira
Stuðlar í veðbönkum benda til þess að Hildur Guðnadóttir haldi sigurgöngu sinni áfram á Óskarsverðlaununum í kvöld. Gæti hún því orðið fyrsti Íslendingurinn til að hljóta styttuna eftirsóttu. Kvikmyndin Jókerinn er tilnefnd til ellefu verðlauna á Óskarnum sem fer fram í 92. sinn í kvöld. Þar á meðal vegna frumsamdar kvikmyndatónlistar Hildar Guðnadóttur. Tónlistin leikur lykilhlutverk í kvikmyndinni og var að hluta samin áður en hún var tekin upp. Í viðtölum hafa aðstandendur myndarinnar lýst því að tónlistin hafi spiluð á setti og þannig haft mikil áhrif á atriði myndarinnar. Sjá einnig: Allt sem þú vilt vita um Hollywood-tónskáldið úr Hafnarfirði Hildur hefur verið á mikilli sigurgöngu undanfarið; bæði vegna tónlistarinnar í Jókernum og í þáttunum Chernobyl. Hún hefur unnið bæði Grammy og Emmy fyrir Chernobyl en Golden Globe og nú síðast BAFTA fyrir Jókerinn. Hún þykir afar sigurstrangleg í kvöld enda hefur það til að mynda gerst sjö sinnum á síðustu tíu árum að sama tónskáldið hljóti bæði BAFTA og Óskar. Þá gefa veðbankar einnig vísbendingu um úrslitin. Samkvæmt síðunni Oddschecker, þar sem teknir eru saman helstu stuðlar, hefur fólk í langflestum tilvikum veðjað á sigur Hildar. Samkvæmt síðunni eru líkurnar á því að verðlaunin falli í fyrsta sinn í skaut Íslendings hátt í áttatíu prósent.
Bíó og sjónvarp Hildur Guðnadóttir Hollywood Íslendingar erlendis Óskarinn Tónlist Tengdar fréttir Hildur vann Grammy fyrir Chernobyl Hildur Guðnadóttir tónskáld vann í kvöld Grammy-verðlaun fyrir tónlist sína í þáttunum Chernobyl. 26. janúar 2020 21:14 Samtök kvikmyndagagnrýnenda verðlaunuðu Hildi Guðnadóttur Tilkynnt um tilnefningar til Óskarsverðlauna í dag. 13. janúar 2020 05:38 Hildur Guðnadóttir tilnefnd til Óskarsverðlauna Hildur Guðnadóttir var rétt í þessu tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir tónlist sína í kvikmyndinni um Jókerinn. 13. janúar 2020 13:24 Hildur Guðnadóttir vann BAFTA-verðlaun Tónskáldið Hildur Guðnadóttir heldur áfram að sópa til sín verðlaunum. 2. febrúar 2020 19:45 Hildur Guðna á lista Vogue yfir best klæddu stjörnurnar Tónskáldið Hildur Guðnadóttir vakti athygli á BAFTA verðlaununum í gær. 3. febrúar 2020 13:30 Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira
Hildur vann Grammy fyrir Chernobyl Hildur Guðnadóttir tónskáld vann í kvöld Grammy-verðlaun fyrir tónlist sína í þáttunum Chernobyl. 26. janúar 2020 21:14
Samtök kvikmyndagagnrýnenda verðlaunuðu Hildi Guðnadóttur Tilkynnt um tilnefningar til Óskarsverðlauna í dag. 13. janúar 2020 05:38
Hildur Guðnadóttir tilnefnd til Óskarsverðlauna Hildur Guðnadóttir var rétt í þessu tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir tónlist sína í kvikmyndinni um Jókerinn. 13. janúar 2020 13:24
Hildur Guðnadóttir vann BAFTA-verðlaun Tónskáldið Hildur Guðnadóttir heldur áfram að sópa til sín verðlaunum. 2. febrúar 2020 19:45
Hildur Guðna á lista Vogue yfir best klæddu stjörnurnar Tónskáldið Hildur Guðnadóttir vakti athygli á BAFTA verðlaununum í gær. 3. febrúar 2020 13:30