Heldur einokun Lyon áfram? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. ágúst 2020 07:00 Sara Björk og stöllur hennar fagna sigrinum í gær. vísir/getty Franska knattspyrnufélagið Lyon – sem landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir leikur með – hefur unnið Meistaradeild Evrópu undanfarin fjögur ár. Átta liða úrslit keppninnar hefjast í vikunni. Líkt og hjá körlunum verður aðeins einn leikur á hlutlausum velli til að skera úr um hvaða lið komast áfram. Leikið er í Bilbao og San Sebastián á Spáni. Átta liða úrslitin hefjast næsta föstudag, þann 21. águst, með tveimur leikjum. Úrslitaleikurinn sjálfur er svo þann 30. ágúst, sama dag og hjá körlunum. Fyrrum lið Söru Bjarkar, Wolfsburg, mætir Glasgow City á föstudaginn. Lauren Wade, fyrrum leikmaður Þróttar Reykjavíkur leikur nú með Glasgow City en hún hjálpaði Þrótti að vinna næst efstu deild hér á landi síðasta sumar. Hinn leikur föstudagsins er viðureign bestu liða Spánar. Þegar spænska úrvalsdeildin var flautuð af vegna kórónufaraldursins eftir 21. umferð voru Börsungar á toppi deildarinnar með 59 stig eftir 19 sigra og tvö jafntefli. Atletico Madrid kom þar á eftir með 50 stig. Á laugardaginn eiga Sara Björk Gunnarsdóttir og samherjar hennar í Lyon leik gegn Bayern Munich. Sömu lið eigast við í undanúrslitum karlamegin en þar eru Bæjarar mun líklegri til að fara áfram. Undir eðlilegum kringumstæðum ætti Lyon að fara nokkuð auðveldlega áfram á laugardaginn. Sara Björk þekkir allavega ekki annað en að leggja Bayern af velli eftir að hafa leikið með Þýskalandsmeisturum Wolfsburg undanfarin ár. Enska félagið Arsenal mætir franska félaginu Paris Saint-Germain eru svo hin tvö liðin í 8-liða úrslitum. Vert er að fylgjast með hinni mögnuðu Vivianne Miedema í liði Arsenal en hún var valin best í ensku deildinni sem var þó aflýst eftir aðeins fimmtán umferðir vegna kórónufaraldursins. Búið er að draga í undanúrslit en þar mæta Glasgow City eða Wolfsburg öðru hvoru Spánarliðinu. Í hinum leiknum verða það svo Arsenal eða PSG gegn Lyon eða Bayern. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Sjá meira
Franska knattspyrnufélagið Lyon – sem landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir leikur með – hefur unnið Meistaradeild Evrópu undanfarin fjögur ár. Átta liða úrslit keppninnar hefjast í vikunni. Líkt og hjá körlunum verður aðeins einn leikur á hlutlausum velli til að skera úr um hvaða lið komast áfram. Leikið er í Bilbao og San Sebastián á Spáni. Átta liða úrslitin hefjast næsta föstudag, þann 21. águst, með tveimur leikjum. Úrslitaleikurinn sjálfur er svo þann 30. ágúst, sama dag og hjá körlunum. Fyrrum lið Söru Bjarkar, Wolfsburg, mætir Glasgow City á föstudaginn. Lauren Wade, fyrrum leikmaður Þróttar Reykjavíkur leikur nú með Glasgow City en hún hjálpaði Þrótti að vinna næst efstu deild hér á landi síðasta sumar. Hinn leikur föstudagsins er viðureign bestu liða Spánar. Þegar spænska úrvalsdeildin var flautuð af vegna kórónufaraldursins eftir 21. umferð voru Börsungar á toppi deildarinnar með 59 stig eftir 19 sigra og tvö jafntefli. Atletico Madrid kom þar á eftir með 50 stig. Á laugardaginn eiga Sara Björk Gunnarsdóttir og samherjar hennar í Lyon leik gegn Bayern Munich. Sömu lið eigast við í undanúrslitum karlamegin en þar eru Bæjarar mun líklegri til að fara áfram. Undir eðlilegum kringumstæðum ætti Lyon að fara nokkuð auðveldlega áfram á laugardaginn. Sara Björk þekkir allavega ekki annað en að leggja Bayern af velli eftir að hafa leikið með Þýskalandsmeisturum Wolfsburg undanfarin ár. Enska félagið Arsenal mætir franska félaginu Paris Saint-Germain eru svo hin tvö liðin í 8-liða úrslitum. Vert er að fylgjast með hinni mögnuðu Vivianne Miedema í liði Arsenal en hún var valin best í ensku deildinni sem var þó aflýst eftir aðeins fimmtán umferðir vegna kórónufaraldursins. Búið er að draga í undanúrslit en þar mæta Glasgow City eða Wolfsburg öðru hvoru Spánarliðinu. Í hinum leiknum verða það svo Arsenal eða PSG gegn Lyon eða Bayern.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Sjá meira