Vann úr sorginni og úr varð sýning Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. ágúst 2020 18:30 Sólveig Hólmarsdóttir listakona við eitt verka sinna á sýningunni Upprisu. Vísir/Arnar Listamenn og gallerý hafa farið nýjar leiðir síðustu mánuði og hafa sýningar jafnvel verið opnaðar án gesta að sögn sýningarstjóra. Áhorfendur hafi hins vegar sjaldan verið fleiri þar sem nú séu samfélagsmiðlar notaðir í mun meira mæli en áður. Listakona sem opnaði sýningu á laugardaginn er afar ánægð með að fólk hafi líka getað notið hennar heimavið. Óvenjulegir tímar kalla á óvenjulegar lausnir en á laugardaginn var sýningin Upprisa opnuð á sama tíma í Gallerý Fold og á samfélagsmiðlum. Henni var streymt í tvo klukkutíma eða jafn lengi og sýningaropnunin stóð. Sólveig Hólmarsdóttir listakona segir að þetta sé fyrsta sýningin sín í 7 ár. Sorg, verk eftir Sólveigu Hólmarsdóttur. Hún segir þetta verk af sér sjálfri.Vísir/Gallerý Fold „Ég var dauðhrædd um að það yrði ekkert af sýningunni og þetta yrði bara netsýning. En það fór vel. Það var svo skrítið á opnuninni að það var aldrei of fullt þrátt fyrir marga gesti, það var gott flæði og streymi hérna inn. Þá var sýningunni streymt á netinu þannig að eflaust hef ég aldrei haft fleiri á einni opnun, “ segir Sólveig. Sólveig missti manninn sinn, móður og fleiri nánað aðstandendur á sama ári. „Þessi sýning, Upprisa, er um sorgina og hvernig ég rís upp úr sorginni. Ég missti manninn minn, móður mína og fleiri á sama ári og þetta var mjög erfiður tími. En sýningin fjallar líka um alla gleðina og töfrana í lífinu sem ég fann þegar ég fór að jafna mig. Ég var í helli í nokkur ár vegna sorgarinnar sem heltók mig og fann ekki fyrr en ég fór út úr hellinum að það er birta þarna úti,“ segir Sólveig. Á sýningunni er keramikverk af konu sem heldur á blæðandi hjörtum sem heitir Sorgin og segir Sólveig að þetta sé hún sjálf á þeim tíma þegar henni leið hvað verst. Hún nefnir annað verk sem nefnist Tár hafsins sem vísar líkar til sorgarinnar. „Þetta er verk fyrir æskuvinkonu mína sem missti manninn sinn fyrir mörgum árum. Hún var ung með tvö lítil börn og hana dreymdi draum þar sem hún grét perlum og tár hafsins eru perlurnar,“ segir Sólveig. Á sýningunni er einnig að finna gleðina og galdrana sem Sólveig lýsir en einnig mikinn húmor eins og sjá má í verkinu Sumir eru asnalegir. Sólveig segir að sýningin tali líka til samtímans. „Þetta er spurningin um rísa upp úr einhverju, halda áfram og aðlaga sig að hlutunum,“ segir Sólveig. Maddý Hautch sýningarstjóri í Gallerý FoldVísir/Arnar Maddý Hautch sýningarstjóri Upprisu segir að Gallerý Fold hafi þurft að fara nýjar leiðir á tímum kórónuveirufaraldursins. Í vor hafi til að mynda sýning verið opnuð án listamanns eða gesta. „Við höfum þurft að fresta sýningum og aflýsa og svo höfum við líka farið nýjar leiðir. Við opnuðum til dæmis sýningu í vor eftir ítalskan listamann og vorum með streymi á samfélagsmiðlum en enga gesti. Listamaðurinn var heima á Ítalíu en tók þátt í streyminu með okkur,“ segir Maddý. Maddý segir að gestum á sýningunni Upprisu hafi verið boðið að spritta sig, fá hanska eða grímur áður en þeir fóru inní sýningarsalinn. Menning Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Listamenn og gallerý hafa farið nýjar leiðir síðustu mánuði og hafa sýningar jafnvel verið opnaðar án gesta að sögn sýningarstjóra. Áhorfendur hafi hins vegar sjaldan verið fleiri þar sem nú séu samfélagsmiðlar notaðir í mun meira mæli en áður. Listakona sem opnaði sýningu á laugardaginn er afar ánægð með að fólk hafi líka getað notið hennar heimavið. Óvenjulegir tímar kalla á óvenjulegar lausnir en á laugardaginn var sýningin Upprisa opnuð á sama tíma í Gallerý Fold og á samfélagsmiðlum. Henni var streymt í tvo klukkutíma eða jafn lengi og sýningaropnunin stóð. Sólveig Hólmarsdóttir listakona segir að þetta sé fyrsta sýningin sín í 7 ár. Sorg, verk eftir Sólveigu Hólmarsdóttur. Hún segir þetta verk af sér sjálfri.Vísir/Gallerý Fold „Ég var dauðhrædd um að það yrði ekkert af sýningunni og þetta yrði bara netsýning. En það fór vel. Það var svo skrítið á opnuninni að það var aldrei of fullt þrátt fyrir marga gesti, það var gott flæði og streymi hérna inn. Þá var sýningunni streymt á netinu þannig að eflaust hef ég aldrei haft fleiri á einni opnun, “ segir Sólveig. Sólveig missti manninn sinn, móður og fleiri nánað aðstandendur á sama ári. „Þessi sýning, Upprisa, er um sorgina og hvernig ég rís upp úr sorginni. Ég missti manninn minn, móður mína og fleiri á sama ári og þetta var mjög erfiður tími. En sýningin fjallar líka um alla gleðina og töfrana í lífinu sem ég fann þegar ég fór að jafna mig. Ég var í helli í nokkur ár vegna sorgarinnar sem heltók mig og fann ekki fyrr en ég fór út úr hellinum að það er birta þarna úti,“ segir Sólveig. Á sýningunni er keramikverk af konu sem heldur á blæðandi hjörtum sem heitir Sorgin og segir Sólveig að þetta sé hún sjálf á þeim tíma þegar henni leið hvað verst. Hún nefnir annað verk sem nefnist Tár hafsins sem vísar líkar til sorgarinnar. „Þetta er verk fyrir æskuvinkonu mína sem missti manninn sinn fyrir mörgum árum. Hún var ung með tvö lítil börn og hana dreymdi draum þar sem hún grét perlum og tár hafsins eru perlurnar,“ segir Sólveig. Á sýningunni er einnig að finna gleðina og galdrana sem Sólveig lýsir en einnig mikinn húmor eins og sjá má í verkinu Sumir eru asnalegir. Sólveig segir að sýningin tali líka til samtímans. „Þetta er spurningin um rísa upp úr einhverju, halda áfram og aðlaga sig að hlutunum,“ segir Sólveig. Maddý Hautch sýningarstjóri í Gallerý FoldVísir/Arnar Maddý Hautch sýningarstjóri Upprisu segir að Gallerý Fold hafi þurft að fara nýjar leiðir á tímum kórónuveirufaraldursins. Í vor hafi til að mynda sýning verið opnuð án listamanns eða gesta. „Við höfum þurft að fresta sýningum og aflýsa og svo höfum við líka farið nýjar leiðir. Við opnuðum til dæmis sýningu í vor eftir ítalskan listamann og vorum með streymi á samfélagsmiðlum en enga gesti. Listamaðurinn var heima á Ítalíu en tók þátt í streyminu með okkur,“ segir Maddý. Maddý segir að gestum á sýningunni Upprisu hafi verið boðið að spritta sig, fá hanska eða grímur áður en þeir fóru inní sýningarsalinn.
Menning Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira