Tekur við hlutverki Díönu í síðustu þáttaröðum The Crown Atli Ísleifsson skrifar 17. ágúst 2020 07:32 Hin 29 ára Elizabeth Debicki hefur áður vakið athygli fyrir hlutverk sín, meðal annars í myndinni The Great Gatsby og spennuþáttaröðinni The Night Manager. Getty Ástralska leikkonan Elizabeth Debicki mun fara með hlutverk Díönu prinsessu í síðustu tveimur þáttaröðum The Crown. „Andi Díönu prinsessu, orð og gjörðir, lifa inn í hjörtum svo margra,“ segir hin 29 ára Debicki í yfirlýsingu. Hún mun taka við hlutverkinu af Emmu Corrin sem mun túlka prinsessuna í fjórðu þáttaröð The Crown sem frumsýnd verður á Netflix síðar á árinu. Debicki hefur áður vakið athygli fyrir hlutverk sín, meðal annars í myndinni The Great Gatsby og spennuþáttaröðinni The Night Manager. Þá fer hún jafnframt með hlutverk í nýrri mynd Christopher Nolan, Tenet. Búist er við að fimmta þáttaröð The Crown, sem fjallar um ævi Elísabetar II drottningar, verði frumsýnd árið 2022 og sú sjötta og síðasta árið 2023. Imelda Staunton mun fara með hlutverk Elísabetar drottningar í síðustu tveimur þáttaröðunum, en í síðustu viku var greint frá því að velski leikarinn Jonathan Pryce færi með hlutverk Filippusar prins, eiginmanns drottningar. Kóngafólk Tengdar fréttir Mun fara með hlutverk Filippusar í The Crown Velski leikarinn Jonathan Pryce hefur verið falið að fara með hlutverk Filippusar prins, eiginmanns Elísabetar drottningar, í fimmtu og sjöttu þáttaröð þáttanna The Crown. 13. ágúst 2020 08:23 Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Ástralska leikkonan Elizabeth Debicki mun fara með hlutverk Díönu prinsessu í síðustu tveimur þáttaröðum The Crown. „Andi Díönu prinsessu, orð og gjörðir, lifa inn í hjörtum svo margra,“ segir hin 29 ára Debicki í yfirlýsingu. Hún mun taka við hlutverkinu af Emmu Corrin sem mun túlka prinsessuna í fjórðu þáttaröð The Crown sem frumsýnd verður á Netflix síðar á árinu. Debicki hefur áður vakið athygli fyrir hlutverk sín, meðal annars í myndinni The Great Gatsby og spennuþáttaröðinni The Night Manager. Þá fer hún jafnframt með hlutverk í nýrri mynd Christopher Nolan, Tenet. Búist er við að fimmta þáttaröð The Crown, sem fjallar um ævi Elísabetar II drottningar, verði frumsýnd árið 2022 og sú sjötta og síðasta árið 2023. Imelda Staunton mun fara með hlutverk Elísabetar drottningar í síðustu tveimur þáttaröðunum, en í síðustu viku var greint frá því að velski leikarinn Jonathan Pryce færi með hlutverk Filippusar prins, eiginmanns drottningar.
Kóngafólk Tengdar fréttir Mun fara með hlutverk Filippusar í The Crown Velski leikarinn Jonathan Pryce hefur verið falið að fara með hlutverk Filippusar prins, eiginmanns Elísabetar drottningar, í fimmtu og sjöttu þáttaröð þáttanna The Crown. 13. ágúst 2020 08:23 Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Mun fara með hlutverk Filippusar í The Crown Velski leikarinn Jonathan Pryce hefur verið falið að fara með hlutverk Filippusar prins, eiginmanns Elísabetar drottningar, í fimmtu og sjöttu þáttaröð þáttanna The Crown. 13. ágúst 2020 08:23