Staðan í Hvíta-Rússlandi geti varpað neikvæðu ljósi á Pútín Vésteinn Örn Pétursson og Stefán Ó. Jónsson skrifa 16. ágúst 2020 21:31 Eiríkur segir að Rússar geti ekki látið sig engu varða hvað á sér stað í Hvíta-Rússlandi. Getty/Stöð2/Samsett Forseti Hvíta Rússlands hefur veitt Rússum heimild til að kveða niður ólguna sem þar hefur geisað frá forsetakosningunum um síðustu helgi. Prófessor í stjórnmálafræði segir að íhlutun Rússa yrði ekki síst þess til að vernda stöðu Rússlandsforseta heima fyrir. Mótmælin í Minsk í dag eru talin þau fjölmennustu í sögu Hvíta-Rússlands. Þar er þess krafist að Alexander Lúkasjenkó forseti taki staf sinn og hatt en það hyggst hann ekki gera. Heldur nýtir hann stafinn til að berja niður mótmæli af hörku. Mótmælendur segja að brögð hafi verið í tafli í forsetakosningum um liðna helgi. Útgönguspár sem stuðningsmenn mótframbjóðandans, Svetlönu Tíkanovskaju, stóðu fyrir á kjördag sýndu fram á stórsigur hennar. Tölurnar úr kjörkössunum voru hins vegar ekki í samræmi við þær niðurstöður. Lúkasjenkó forseti hafði hlotið 80 prósent atkvæða, sem Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur telur eðlilegt að efast um. „Kosningar í Hvíta-Rússlandi hafa ekki verið frjálsar á undanförnum árum, svo því sé alveg til haga haldið, og þessar kosningar voru heldur ekki frjálsar,“ segir Eiríkur. Þó yfirstandandi mótmæli gegn forsetanum séu viðamikil segir Eiríkur að andófið sé ekki nýtilkomið í 26 ára valdatíð Lúkasjenkó. „Það hafa verið andófsmenn í Hvíta-Rússlandi í gegn um alla þess tíð. Margir þeirra hafa þurft að flýja land.“ Í þeirra hópi er frambjóðandinn Tíkanovskaja sem flúði til Litháens. Þaðan hefur hún sent stuðningsmönnum sínum myndbandsyfirlýsingar og biðlað til stjórnvalda að stöðva ofbeldi gegn mótmælendum. Sendiherra Hvíta-Rússlands í Slóvakíu hefur lýst stuðningi við mótmælendur og segir að forsetinn þurfi að víkja. Lúkasjenkó greindi hins vegar frá því í gær að hann hefði boðið rússneskum stjórnvöldum að skerast í leikinn til að tryggja stöðugleika í Hvíta-Rússlandi. Það kæmi Eiríki ekki á óvart ef Vladímír Pútín Rússlandsforseti þiggur boðið. Þessi mynd af Pútín og Lúkasjenkó var tekin í heimsókn þess síðarnefnda til Rússlands í sumar.Alexei Nikolsky/Getty „Hvíta-Rússland er að einhverju leyti litli bróðir Rússlands en það er engin leið fyrir Rússland að líta fram hjá þeim atburðum sem gerast í Hvíta-Rússlandi. Þeir geta ekki látið landið bara fljóta inn í einhverja upplausn án þess að stíga þar inn í með einhverjum hætti,“ segir Eiríkur. Hann segir að margt við stöðuna sem uppi er í Minsk megi færa yfir á Moskvu. Því geti atburðir sem eiga sér stað í Hvíta-Rússlandi lýst Pútín upp í röngu ljósi. „Ef við sjáum fram á einhvers konar fall Lúkasjenkó, þá geta sjónir næst beinst að Pútín.“ Rússland Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Sendiherra Hvíta-Rússlands í Slóvakíu lýsir yfir stuðningi við mótmælendur Fyrir rétt rúmum klukkutíma setti Ihor Leshenya, sendiherra Hvíta-Rússlands í Slóvakíu, ávarp inn á Youtube. Í ávarpinu, sem er tekið upp í sendiherrabústaðnum, lýsir sendiherrann yfir stuðningi við mótmælendur og segir sitjandi forseta, Lukasjenko, þurfa að víkja úr embætti. 16. ágúst 2020 09:53 Mótmæla umfjöllun hvítrússneska ríkissjónvarpsins Þúsundir mótmælenda hafa komið saman fyrir utan höfuðstöðvar hvítrússneska ríkissjónvarpsins í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands. 15. ágúst 2020 23:10 Útlægur stjórnarandstöðuleiðtogi hvetur til friðsamlegra mótmæla Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi, sem reis hratt upp á stjörnuhimininn í hvítrússneskum stjórnmálum, hefur hvatt íbúa landsins til þess að mótmæla friðsamlega um helgina um land allt. 15. ágúst 2020 08:20 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
Forseti Hvíta Rússlands hefur veitt Rússum heimild til að kveða niður ólguna sem þar hefur geisað frá forsetakosningunum um síðustu helgi. Prófessor í stjórnmálafræði segir að íhlutun Rússa yrði ekki síst þess til að vernda stöðu Rússlandsforseta heima fyrir. Mótmælin í Minsk í dag eru talin þau fjölmennustu í sögu Hvíta-Rússlands. Þar er þess krafist að Alexander Lúkasjenkó forseti taki staf sinn og hatt en það hyggst hann ekki gera. Heldur nýtir hann stafinn til að berja niður mótmæli af hörku. Mótmælendur segja að brögð hafi verið í tafli í forsetakosningum um liðna helgi. Útgönguspár sem stuðningsmenn mótframbjóðandans, Svetlönu Tíkanovskaju, stóðu fyrir á kjördag sýndu fram á stórsigur hennar. Tölurnar úr kjörkössunum voru hins vegar ekki í samræmi við þær niðurstöður. Lúkasjenkó forseti hafði hlotið 80 prósent atkvæða, sem Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur telur eðlilegt að efast um. „Kosningar í Hvíta-Rússlandi hafa ekki verið frjálsar á undanförnum árum, svo því sé alveg til haga haldið, og þessar kosningar voru heldur ekki frjálsar,“ segir Eiríkur. Þó yfirstandandi mótmæli gegn forsetanum séu viðamikil segir Eiríkur að andófið sé ekki nýtilkomið í 26 ára valdatíð Lúkasjenkó. „Það hafa verið andófsmenn í Hvíta-Rússlandi í gegn um alla þess tíð. Margir þeirra hafa þurft að flýja land.“ Í þeirra hópi er frambjóðandinn Tíkanovskaja sem flúði til Litháens. Þaðan hefur hún sent stuðningsmönnum sínum myndbandsyfirlýsingar og biðlað til stjórnvalda að stöðva ofbeldi gegn mótmælendum. Sendiherra Hvíta-Rússlands í Slóvakíu hefur lýst stuðningi við mótmælendur og segir að forsetinn þurfi að víkja. Lúkasjenkó greindi hins vegar frá því í gær að hann hefði boðið rússneskum stjórnvöldum að skerast í leikinn til að tryggja stöðugleika í Hvíta-Rússlandi. Það kæmi Eiríki ekki á óvart ef Vladímír Pútín Rússlandsforseti þiggur boðið. Þessi mynd af Pútín og Lúkasjenkó var tekin í heimsókn þess síðarnefnda til Rússlands í sumar.Alexei Nikolsky/Getty „Hvíta-Rússland er að einhverju leyti litli bróðir Rússlands en það er engin leið fyrir Rússland að líta fram hjá þeim atburðum sem gerast í Hvíta-Rússlandi. Þeir geta ekki látið landið bara fljóta inn í einhverja upplausn án þess að stíga þar inn í með einhverjum hætti,“ segir Eiríkur. Hann segir að margt við stöðuna sem uppi er í Minsk megi færa yfir á Moskvu. Því geti atburðir sem eiga sér stað í Hvíta-Rússlandi lýst Pútín upp í röngu ljósi. „Ef við sjáum fram á einhvers konar fall Lúkasjenkó, þá geta sjónir næst beinst að Pútín.“
Rússland Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Sendiherra Hvíta-Rússlands í Slóvakíu lýsir yfir stuðningi við mótmælendur Fyrir rétt rúmum klukkutíma setti Ihor Leshenya, sendiherra Hvíta-Rússlands í Slóvakíu, ávarp inn á Youtube. Í ávarpinu, sem er tekið upp í sendiherrabústaðnum, lýsir sendiherrann yfir stuðningi við mótmælendur og segir sitjandi forseta, Lukasjenko, þurfa að víkja úr embætti. 16. ágúst 2020 09:53 Mótmæla umfjöllun hvítrússneska ríkissjónvarpsins Þúsundir mótmælenda hafa komið saman fyrir utan höfuðstöðvar hvítrússneska ríkissjónvarpsins í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands. 15. ágúst 2020 23:10 Útlægur stjórnarandstöðuleiðtogi hvetur til friðsamlegra mótmæla Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi, sem reis hratt upp á stjörnuhimininn í hvítrússneskum stjórnmálum, hefur hvatt íbúa landsins til þess að mótmæla friðsamlega um helgina um land allt. 15. ágúst 2020 08:20 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
Sendiherra Hvíta-Rússlands í Slóvakíu lýsir yfir stuðningi við mótmælendur Fyrir rétt rúmum klukkutíma setti Ihor Leshenya, sendiherra Hvíta-Rússlands í Slóvakíu, ávarp inn á Youtube. Í ávarpinu, sem er tekið upp í sendiherrabústaðnum, lýsir sendiherrann yfir stuðningi við mótmælendur og segir sitjandi forseta, Lukasjenko, þurfa að víkja úr embætti. 16. ágúst 2020 09:53
Mótmæla umfjöllun hvítrússneska ríkissjónvarpsins Þúsundir mótmælenda hafa komið saman fyrir utan höfuðstöðvar hvítrússneska ríkissjónvarpsins í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands. 15. ágúst 2020 23:10
Útlægur stjórnarandstöðuleiðtogi hvetur til friðsamlegra mótmæla Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi, sem reis hratt upp á stjörnuhimininn í hvítrússneskum stjórnmálum, hefur hvatt íbúa landsins til þess að mótmæla friðsamlega um helgina um land allt. 15. ágúst 2020 08:20