Rannsaka hvort hægt sé að nýta „pólitískustu“ plöntu landsins til manneldis Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 17. ágúst 2020 07:00 Axel Sigurðsson, Braga Stefaný Mileris og Björn Viðar Aðalbjörnsson. SIGURJÓN ÓLASON Verið er að rannsaka hvort hægt sé að nýta íslensku lúpínuna til drykkjar- og manneldis. Doktorsnemi í matvælafræði segir verðmætaskapandi að finna nýtingu fyrir plöntuna umdeildu sem vex út um allar trissur. „Ég hugsa að það sé óhætt að segja að lúpínan sé pólitískasta planta landsins en þjóðin skiptist í tvær fylkingar þegar kemur að skoðun á lúpínunni en nú á að rannsaka hvort hægt sé að nýta þessa plöntu.“ Íslenska lúpínan hefur lítið verið rannsökuð en nú stendur það til bóta og eru það nemendur í matvælafræði sem sinna mælingum. „Þetta er ónýtt hráefni sem vex út um allt í loftslaginu á Íslandi þar sem er ekkert auðvelt að rækta eitthvað í. Þannig það er mjög verðmætaskapandi að finna eitthvað sniðugt til þess að nýta plöntuna í - sama hvað það væri,“ sagði Braga Stefaný Mileris, doktorsnemi í matvælafræði við Háskóla Íslands. Verið er að skoða hvort hægt sé að nýta lúpínuna til dýrafóðurs eða drykkjar- og manneldis. Hópurinn er byrjaður að vinna að útfærslum á drykkjum úr lúpínunni. Hér má sjá þrjár drykkjarprufur úr lúpínunni.SIGURJÓN ÓLASON „Hér sjáum við þrjár mismunandi vinnslur af lúpínunni og það útskýrir litamuninn og þá er bara komið að því að smakka.“ „Erlendis eins og t.d. á Spáni þá er hægt að kaupa lúpínu baunir í súpermörkuðum í vatni bara alveg eins og þú kaupir aðrar baunir og nýtir þær eins. Þú getur borðað þær eintómar sem snakk, gert hummus eða nýtt þær í baunarétti,“ sagði Braga. Fyrst þarf þó að aðskilja biturefnini frá plöntunni þar sem þau þykja afar bragðvond. „Þetta er ekki gott.“ „Nei maður finnur biturefnin í fræjunum, það er ekki búið að fjarlægja þau,“ sagði Braga. Mælingar á lífvirkum efnum í lúpínunni standa enn yfir en þær hafa sýnt mikla möguleika. „Lífvirk efni eru efni með heilsubætandi eiginleika og það eru mjög mikið af lífvirkum efnum í íslenskri lúpínu þannig það eru margir möguleikar líka jafnvel til að nota í lyfjaiðnað eða virk matvæli sem eru matvæli með heilsubætandi eiginleika,“ sagði Braga. Matvælaframleiðsla Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira
Verið er að rannsaka hvort hægt sé að nýta íslensku lúpínuna til drykkjar- og manneldis. Doktorsnemi í matvælafræði segir verðmætaskapandi að finna nýtingu fyrir plöntuna umdeildu sem vex út um allar trissur. „Ég hugsa að það sé óhætt að segja að lúpínan sé pólitískasta planta landsins en þjóðin skiptist í tvær fylkingar þegar kemur að skoðun á lúpínunni en nú á að rannsaka hvort hægt sé að nýta þessa plöntu.“ Íslenska lúpínan hefur lítið verið rannsökuð en nú stendur það til bóta og eru það nemendur í matvælafræði sem sinna mælingum. „Þetta er ónýtt hráefni sem vex út um allt í loftslaginu á Íslandi þar sem er ekkert auðvelt að rækta eitthvað í. Þannig það er mjög verðmætaskapandi að finna eitthvað sniðugt til þess að nýta plöntuna í - sama hvað það væri,“ sagði Braga Stefaný Mileris, doktorsnemi í matvælafræði við Háskóla Íslands. Verið er að skoða hvort hægt sé að nýta lúpínuna til dýrafóðurs eða drykkjar- og manneldis. Hópurinn er byrjaður að vinna að útfærslum á drykkjum úr lúpínunni. Hér má sjá þrjár drykkjarprufur úr lúpínunni.SIGURJÓN ÓLASON „Hér sjáum við þrjár mismunandi vinnslur af lúpínunni og það útskýrir litamuninn og þá er bara komið að því að smakka.“ „Erlendis eins og t.d. á Spáni þá er hægt að kaupa lúpínu baunir í súpermörkuðum í vatni bara alveg eins og þú kaupir aðrar baunir og nýtir þær eins. Þú getur borðað þær eintómar sem snakk, gert hummus eða nýtt þær í baunarétti,“ sagði Braga. Fyrst þarf þó að aðskilja biturefnini frá plöntunni þar sem þau þykja afar bragðvond. „Þetta er ekki gott.“ „Nei maður finnur biturefnin í fræjunum, það er ekki búið að fjarlægja þau,“ sagði Braga. Mælingar á lífvirkum efnum í lúpínunni standa enn yfir en þær hafa sýnt mikla möguleika. „Lífvirk efni eru efni með heilsubætandi eiginleika og það eru mjög mikið af lífvirkum efnum í íslenskri lúpínu þannig það eru margir möguleikar líka jafnvel til að nota í lyfjaiðnað eða virk matvæli sem eru matvæli með heilsubætandi eiginleika,“ sagði Braga.
Matvælaframleiðsla Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira