Litla föndurhornið: 100 prósent endurnýting Kristbjörg Ólafsdóttir skrifar 30. janúar 2020 17:30 Kristbjörg Ólafsdóttir sér um litla föndurhornið á Vísi Ég veit ekkert betra heldur en að fá heimagerðar gjafir, og mér finnst ekkert skemmtilegra heldur en að gefa heimagerðar gjafir. Það er ekki út af því að ég er er nísk, mér finnst bara gaman að skapa eitthvað einstakt sem er algjörlega ætlað einstaklingnum sem ég er að gefa. Í þetta verkefni þá notaði ég tvö stór púslstykki, ramma og lengri hliðarnar úr tveimur mandarínukössum. Allt þetta átti ég hérna heima. Ég notaði líka hvíta og gráa kalkmálningu, hvítan málningarpenna og Modpodge. Ef þið hafið eitthvað fylgst með mér þá vitið þið að ég elska kalkmálingu og Modpodge. Ég byrjaði á því að losa mig við glerið úr rammanum og mála púslstykkin hvít. Ég losaði löngu hliðarnar af mandarínukössunum, þurfti að nota aðeins kraftana en hey, ég er úr sveit. Ég mældi spýturnar og sagaði þær. Ég límdi spýturnar svo á bakið á rammanum. Ekki segja límbyssunni frá, en ég notaði trélim. Ég lét límið taka sig og málaði spýturnar svo gráar. Svo þegar það var orðið þurrt þá þurrburstaði ég yfir með hvítu. Ég málaði ramman sjálfan hvítan og kom bakinu aftur fyrir. Vegna þess að ég sleppti glerinu þá var ekkert mál að koma spýtunum fyrir í rammanum. Ég prentaði út mynd af vinarfólki okkar í svart-hvítu, klippti hana til og límdi með Modpodge á púslin. Ég þurrburstaði brúnirnar á púslinu með gráu áður en ég límdi það á réttan stað. Ég tók svo hvítan málningarpenna og skrifaði „Our missing pieces, found on the 6th of September 2019. Now our puzzle is complete.“ Þau eru bresk, þess vegna er þetta á ensku, en þetta þýðir „Týndu stykkin okkar, fundust 6. september 2019. Núna er myndin tilbúin.“ Ég ætlaði að nota aðferðina sem ég nota alltaf, þið vitið, prentað út, krassa aftan á blaðið, en ég ákvað að nota mína skrift í þetta skiptið. Ég límdi svo tvo króka aftan á þetta og gjöfin tilbúin. Þetta tók alveg tíma, en hvað get ég sagt, sumir eru 100 % þess virði. Föndur Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Velkomin skilti Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 20. janúar 2020 15:30 Litla föndurhornið: Endurunninn bakki í jólagjöf til vinkonu Kristbjörg Ólafsdóttir sér um litla föndurhornið á Vísi. 13. janúar 2020 11:00 Mest lesið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Dannaðar dömur mættu með dramað Tíska og hönnun Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Fleiri fréttir Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sjá meira
Ég veit ekkert betra heldur en að fá heimagerðar gjafir, og mér finnst ekkert skemmtilegra heldur en að gefa heimagerðar gjafir. Það er ekki út af því að ég er er nísk, mér finnst bara gaman að skapa eitthvað einstakt sem er algjörlega ætlað einstaklingnum sem ég er að gefa. Í þetta verkefni þá notaði ég tvö stór púslstykki, ramma og lengri hliðarnar úr tveimur mandarínukössum. Allt þetta átti ég hérna heima. Ég notaði líka hvíta og gráa kalkmálningu, hvítan málningarpenna og Modpodge. Ef þið hafið eitthvað fylgst með mér þá vitið þið að ég elska kalkmálingu og Modpodge. Ég byrjaði á því að losa mig við glerið úr rammanum og mála púslstykkin hvít. Ég losaði löngu hliðarnar af mandarínukössunum, þurfti að nota aðeins kraftana en hey, ég er úr sveit. Ég mældi spýturnar og sagaði þær. Ég límdi spýturnar svo á bakið á rammanum. Ekki segja límbyssunni frá, en ég notaði trélim. Ég lét límið taka sig og málaði spýturnar svo gráar. Svo þegar það var orðið þurrt þá þurrburstaði ég yfir með hvítu. Ég málaði ramman sjálfan hvítan og kom bakinu aftur fyrir. Vegna þess að ég sleppti glerinu þá var ekkert mál að koma spýtunum fyrir í rammanum. Ég prentaði út mynd af vinarfólki okkar í svart-hvítu, klippti hana til og límdi með Modpodge á púslin. Ég þurrburstaði brúnirnar á púslinu með gráu áður en ég límdi það á réttan stað. Ég tók svo hvítan málningarpenna og skrifaði „Our missing pieces, found on the 6th of September 2019. Now our puzzle is complete.“ Þau eru bresk, þess vegna er þetta á ensku, en þetta þýðir „Týndu stykkin okkar, fundust 6. september 2019. Núna er myndin tilbúin.“ Ég ætlaði að nota aðferðina sem ég nota alltaf, þið vitið, prentað út, krassa aftan á blaðið, en ég ákvað að nota mína skrift í þetta skiptið. Ég límdi svo tvo króka aftan á þetta og gjöfin tilbúin. Þetta tók alveg tíma, en hvað get ég sagt, sumir eru 100 % þess virði.
Föndur Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Velkomin skilti Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 20. janúar 2020 15:30 Litla föndurhornið: Endurunninn bakki í jólagjöf til vinkonu Kristbjörg Ólafsdóttir sér um litla föndurhornið á Vísi. 13. janúar 2020 11:00 Mest lesið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Dannaðar dömur mættu með dramað Tíska og hönnun Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Fleiri fréttir Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sjá meira
Litla föndurhornið: Velkomin skilti Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 20. janúar 2020 15:30
Litla föndurhornið: Endurunninn bakki í jólagjöf til vinkonu Kristbjörg Ólafsdóttir sér um litla föndurhornið á Vísi. 13. janúar 2020 11:00