Litla föndurhornið: 100 prósent endurnýting Kristbjörg Ólafsdóttir skrifar 30. janúar 2020 17:30 Kristbjörg Ólafsdóttir sér um litla föndurhornið á Vísi Ég veit ekkert betra heldur en að fá heimagerðar gjafir, og mér finnst ekkert skemmtilegra heldur en að gefa heimagerðar gjafir. Það er ekki út af því að ég er er nísk, mér finnst bara gaman að skapa eitthvað einstakt sem er algjörlega ætlað einstaklingnum sem ég er að gefa. Í þetta verkefni þá notaði ég tvö stór púslstykki, ramma og lengri hliðarnar úr tveimur mandarínukössum. Allt þetta átti ég hérna heima. Ég notaði líka hvíta og gráa kalkmálningu, hvítan málningarpenna og Modpodge. Ef þið hafið eitthvað fylgst með mér þá vitið þið að ég elska kalkmálingu og Modpodge. Ég byrjaði á því að losa mig við glerið úr rammanum og mála púslstykkin hvít. Ég losaði löngu hliðarnar af mandarínukössunum, þurfti að nota aðeins kraftana en hey, ég er úr sveit. Ég mældi spýturnar og sagaði þær. Ég límdi spýturnar svo á bakið á rammanum. Ekki segja límbyssunni frá, en ég notaði trélim. Ég lét límið taka sig og málaði spýturnar svo gráar. Svo þegar það var orðið þurrt þá þurrburstaði ég yfir með hvítu. Ég málaði ramman sjálfan hvítan og kom bakinu aftur fyrir. Vegna þess að ég sleppti glerinu þá var ekkert mál að koma spýtunum fyrir í rammanum. Ég prentaði út mynd af vinarfólki okkar í svart-hvítu, klippti hana til og límdi með Modpodge á púslin. Ég þurrburstaði brúnirnar á púslinu með gráu áður en ég límdi það á réttan stað. Ég tók svo hvítan málningarpenna og skrifaði „Our missing pieces, found on the 6th of September 2019. Now our puzzle is complete.“ Þau eru bresk, þess vegna er þetta á ensku, en þetta þýðir „Týndu stykkin okkar, fundust 6. september 2019. Núna er myndin tilbúin.“ Ég ætlaði að nota aðferðina sem ég nota alltaf, þið vitið, prentað út, krassa aftan á blaðið, en ég ákvað að nota mína skrift í þetta skiptið. Ég límdi svo tvo króka aftan á þetta og gjöfin tilbúin. Þetta tók alveg tíma, en hvað get ég sagt, sumir eru 100 % þess virði. Föndur Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Velkomin skilti Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 20. janúar 2020 15:30 Litla föndurhornið: Endurunninn bakki í jólagjöf til vinkonu Kristbjörg Ólafsdóttir sér um litla föndurhornið á Vísi. 13. janúar 2020 11:00 Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fleiri fréttir Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Sjá meira
Ég veit ekkert betra heldur en að fá heimagerðar gjafir, og mér finnst ekkert skemmtilegra heldur en að gefa heimagerðar gjafir. Það er ekki út af því að ég er er nísk, mér finnst bara gaman að skapa eitthvað einstakt sem er algjörlega ætlað einstaklingnum sem ég er að gefa. Í þetta verkefni þá notaði ég tvö stór púslstykki, ramma og lengri hliðarnar úr tveimur mandarínukössum. Allt þetta átti ég hérna heima. Ég notaði líka hvíta og gráa kalkmálningu, hvítan málningarpenna og Modpodge. Ef þið hafið eitthvað fylgst með mér þá vitið þið að ég elska kalkmálingu og Modpodge. Ég byrjaði á því að losa mig við glerið úr rammanum og mála púslstykkin hvít. Ég losaði löngu hliðarnar af mandarínukössunum, þurfti að nota aðeins kraftana en hey, ég er úr sveit. Ég mældi spýturnar og sagaði þær. Ég límdi spýturnar svo á bakið á rammanum. Ekki segja límbyssunni frá, en ég notaði trélim. Ég lét límið taka sig og málaði spýturnar svo gráar. Svo þegar það var orðið þurrt þá þurrburstaði ég yfir með hvítu. Ég málaði ramman sjálfan hvítan og kom bakinu aftur fyrir. Vegna þess að ég sleppti glerinu þá var ekkert mál að koma spýtunum fyrir í rammanum. Ég prentaði út mynd af vinarfólki okkar í svart-hvítu, klippti hana til og límdi með Modpodge á púslin. Ég þurrburstaði brúnirnar á púslinu með gráu áður en ég límdi það á réttan stað. Ég tók svo hvítan málningarpenna og skrifaði „Our missing pieces, found on the 6th of September 2019. Now our puzzle is complete.“ Þau eru bresk, þess vegna er þetta á ensku, en þetta þýðir „Týndu stykkin okkar, fundust 6. september 2019. Núna er myndin tilbúin.“ Ég ætlaði að nota aðferðina sem ég nota alltaf, þið vitið, prentað út, krassa aftan á blaðið, en ég ákvað að nota mína skrift í þetta skiptið. Ég límdi svo tvo króka aftan á þetta og gjöfin tilbúin. Þetta tók alveg tíma, en hvað get ég sagt, sumir eru 100 % þess virði.
Föndur Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Velkomin skilti Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 20. janúar 2020 15:30 Litla föndurhornið: Endurunninn bakki í jólagjöf til vinkonu Kristbjörg Ólafsdóttir sér um litla föndurhornið á Vísi. 13. janúar 2020 11:00 Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fleiri fréttir Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Sjá meira
Litla föndurhornið: Velkomin skilti Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 20. janúar 2020 15:30
Litla föndurhornið: Endurunninn bakki í jólagjöf til vinkonu Kristbjörg Ólafsdóttir sér um litla föndurhornið á Vísi. 13. janúar 2020 11:00