Muller segir yfirburði Bayern í gær meiri en Þýskalands yfir Brasilíu Ísak Hallmundarson skrifar 15. ágúst 2020 12:00 Muller var valinn maður leiksins í gær. getty/Michael Regan Bayern Munchen vann ótrúlegan 8-2 sigur á Barcelona í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær. Thomas Muller, leikmaður Bayern, var einnig í liði Þýskalands sem sigraði Brasilíu 7-1 í undanúrslitum HM 2014 í Brasilíu. Muller skoraði fyrsta mark leiksins í gær líkt og í leik Þýskalands og Brasilíu. Til að bæta gráu ofan á svart fyrir Barcelona sagði Þjóðverjinn eftir leik að yfirburðir Bayern gegn Börsungum í gær hefðu verið meiri en yfirburðir Þjóðverja gegn Brasilíumönnum árið 2014. „Í Brasilíu árið 2014 höfðum við ekki eins mikla stjórn á leiknum og í gær. Það var eitthvað sem gerðist þar en við skulum ekki tala um það, tölum um daginn í dag (gær). Þetta var sérstakt kvöld, úrslitin og hvernig við spiluðum var sérstakt. Það besta var að sjá leikmennina sem komu af bekknum vera með sama hugarfar og gleði og hinir. Mikilvægast er að gera það sem við viljum á vellinum og að allir geri sitt allra besta.“ Thomas Muller og Manuel Neuer eru einu leikmennirnir sem tóku bæði þátt í niðurlægingu Þýskalands á Brasilíu fyrir sex árum og Bayern á Barcelona í gær. Leikurinn í gær var sögulegur fyrir margar sakir. Þetta var stærsta tap Barcelona síðan árið 1951, stærsti sigur í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar, Bayern setti nýtt met yfir mörk á einu tímabili eða 155 mörk og Robert Lewandowski setti met með því að skora í áttunda leik sínum í röð í keppninni. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira
Bayern Munchen vann ótrúlegan 8-2 sigur á Barcelona í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær. Thomas Muller, leikmaður Bayern, var einnig í liði Þýskalands sem sigraði Brasilíu 7-1 í undanúrslitum HM 2014 í Brasilíu. Muller skoraði fyrsta mark leiksins í gær líkt og í leik Þýskalands og Brasilíu. Til að bæta gráu ofan á svart fyrir Barcelona sagði Þjóðverjinn eftir leik að yfirburðir Bayern gegn Börsungum í gær hefðu verið meiri en yfirburðir Þjóðverja gegn Brasilíumönnum árið 2014. „Í Brasilíu árið 2014 höfðum við ekki eins mikla stjórn á leiknum og í gær. Það var eitthvað sem gerðist þar en við skulum ekki tala um það, tölum um daginn í dag (gær). Þetta var sérstakt kvöld, úrslitin og hvernig við spiluðum var sérstakt. Það besta var að sjá leikmennina sem komu af bekknum vera með sama hugarfar og gleði og hinir. Mikilvægast er að gera það sem við viljum á vellinum og að allir geri sitt allra besta.“ Thomas Muller og Manuel Neuer eru einu leikmennirnir sem tóku bæði þátt í niðurlægingu Þýskalands á Brasilíu fyrir sex árum og Bayern á Barcelona í gær. Leikurinn í gær var sögulegur fyrir margar sakir. Þetta var stærsta tap Barcelona síðan árið 1951, stærsti sigur í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar, Bayern setti nýtt met yfir mörk á einu tímabili eða 155 mörk og Robert Lewandowski setti met með því að skora í áttunda leik sínum í röð í keppninni.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira