Anníe Mist og Katrín Tanja að vinna saman að leyniverkefni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. janúar 2020 10:30 Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir hafa báðar orðið tvisvar sinnum heimsmeistarar í CrossFit. Mynd/Instagram/anniethorisdottir Íslensku CrossFit drottningarnar Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir gera meira en að æfa saman þessa dagana. Katrín Tanja Davíðsdóttir eyddi jólum og áramótum á Íslandi og er ekki farin enn aftur til Bandaríkjanna þar sem hún jafnan stundar æfingar sínar. Hún er að hjálpa vinkonu sinni og öðrum tvöföldum heimsmeistara í CrossFit, Anníe Mist Þórisdóttur. Anníe Mist Þórisdóttir segir stuttlega frá því að þær stöllur séu að vinna að verkefni saman en þar má sjá þær flottar og stífmálaðar í æfingagallanum. Verkefnið tengist vörumerkinu „Dóttir“ sem íslensku íþróttakonurnar okkar hafa verið duglegar að halda á lofti út um allan heim. Nú síðast var Anníe Mist og fleirum sýndur sá heiður að æfingin „Dóttir“, sem var frumsýnd á CrossFit mótinu í Reykjavík á dögunum var ein af æfingunum sem keppt var í á Dubai CrossFit mótinu í desember. Katrín Tanja er að byrja aftur að æfa af krafti eftir að hafa glímt við erfið bakmeiðsli sem komu meðal annars í veg fyrir þátttöku hennar á mótinu í Dúbaí. Katrín Tanja hefur sýnt lítið brot af upptökunum í Instagram sögum sínum og margir eru örugglega orðnir spenntir fyrir því hvað þær Anníe Mist og Katrín Tanja ætla að gefa út. Anníe Mist segir formlega frá þessu Dóttir-verkefni þeirra á Instagram síðu sinni. „Ég get ekki beðið eftir því að fá að deila þessu með ykkur öllum,“ skrifar Anníe Mist á Instagram síðu sína eins og sjá má hér fyrir neðan. Enn neðar má sjá síðan færslu Katrínar Tönju og þar er ekki mikið meira hefið upp en í færslu stöllu hennar. Við verðum því að bíða spennt og sjá til hvað kemur út úr þessu hjá þeim. View this post on Instagram Shooting with my lovely tonight working on our project which I can not wait to share with ALL of you!! ? ? #dottir #likeadottir #enjoylife ? ? Hair and makeup by @liljadissmara A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Jan 19, 2020 at 1:13pm PST View this post on Instagram Shooting content for DOTTIR today @anniethorisdottir xxx A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) on Jan 19, 2020 at 2:44pm PST CrossFit Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sjá meira
Íslensku CrossFit drottningarnar Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir gera meira en að æfa saman þessa dagana. Katrín Tanja Davíðsdóttir eyddi jólum og áramótum á Íslandi og er ekki farin enn aftur til Bandaríkjanna þar sem hún jafnan stundar æfingar sínar. Hún er að hjálpa vinkonu sinni og öðrum tvöföldum heimsmeistara í CrossFit, Anníe Mist Þórisdóttur. Anníe Mist Þórisdóttir segir stuttlega frá því að þær stöllur séu að vinna að verkefni saman en þar má sjá þær flottar og stífmálaðar í æfingagallanum. Verkefnið tengist vörumerkinu „Dóttir“ sem íslensku íþróttakonurnar okkar hafa verið duglegar að halda á lofti út um allan heim. Nú síðast var Anníe Mist og fleirum sýndur sá heiður að æfingin „Dóttir“, sem var frumsýnd á CrossFit mótinu í Reykjavík á dögunum var ein af æfingunum sem keppt var í á Dubai CrossFit mótinu í desember. Katrín Tanja er að byrja aftur að æfa af krafti eftir að hafa glímt við erfið bakmeiðsli sem komu meðal annars í veg fyrir þátttöku hennar á mótinu í Dúbaí. Katrín Tanja hefur sýnt lítið brot af upptökunum í Instagram sögum sínum og margir eru örugglega orðnir spenntir fyrir því hvað þær Anníe Mist og Katrín Tanja ætla að gefa út. Anníe Mist segir formlega frá þessu Dóttir-verkefni þeirra á Instagram síðu sinni. „Ég get ekki beðið eftir því að fá að deila þessu með ykkur öllum,“ skrifar Anníe Mist á Instagram síðu sína eins og sjá má hér fyrir neðan. Enn neðar má sjá síðan færslu Katrínar Tönju og þar er ekki mikið meira hefið upp en í færslu stöllu hennar. Við verðum því að bíða spennt og sjá til hvað kemur út úr þessu hjá þeim. View this post on Instagram Shooting with my lovely tonight working on our project which I can not wait to share with ALL of you!! ? ? #dottir #likeadottir #enjoylife ? ? Hair and makeup by @liljadissmara A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Jan 19, 2020 at 1:13pm PST View this post on Instagram Shooting content for DOTTIR today @anniethorisdottir xxx A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) on Jan 19, 2020 at 2:44pm PST
CrossFit Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sjá meira