Litla baunin leysir ljónið frá Svíþjóð af hólmi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. janúar 2020 12:00 Hernandez í treyju Sevilla. Vísir/Getty Javier Hernandez eða „Chicharito“ eins og hann er oftar en ekki kallaður er genginn til liðs við LA Galaxy í MLS deildinni í Bandaríkjunum. Þar mun hann leysa Zlatan Ibrahimovic af hólmi en Zlatan gekk til liðs við ítalska stórveldið AC Milan fyrr á þessu ári. Þetta staðfesti Hernandez sjálfur í viðtali við LA Times í gærdag. Þar talaði hann um að þetta væri rétti tíminn og rétta tækifærið. Hernandez er frá Mexíkó og er því kominn nálægt heimaslóðum. Samkvæmt heimildum BBC Sport verður hann einnig launahæsti leikmaður deildarinnar og eflaust hefur það haft sitt að segja að þessi 31 árs gamli framherji ákvað að fara úr spænsku úrvalsdeildinni yfir í MLS deildina. Jonathan Dos Santos, samherji Hernandez í mexíkóska landsliðinu er einnig á mála hjá LA Galaxy. Þá er Carlos Vela, markahæsti leikmaður MLS deildarinnar á síðustu leiktíð, í hinu Los Angeles liðinu sem heitir einfaldlega Los Angeles Football Club. Hernandez sagði jafnframt við LA Times að þetta væri kjörið tækifæri til að leika listir sínir fyrir framan mexíkóska aðdáendur sem og að tryggja sæti sitt í framlínu Mexíkó fyrir HM sem fram fer 2022 í Katar. Hinn 31 árs gamli Hernandez gerði garðinn frægan hjá Manchester United, þar lék hann 103 leiki og skoraði alls 37 mörk. Þaðan fór hann svo til Real Madrid á láni áður en þýska félagið Bayer Leverkusen keypti leikmanninn. Þar blómstraði Hernandez og skoraði að meðaltali í öðrum hverjum leik í þýsku Bundesligunni. Eftir dvölina í Þýskalandi gekk Hernandez í raðir West Ham United áður en hann gekk svo til liðs við Sevilla síðasta sumar. Ekki gengu hlutirnir upp hjá Sevilla og ákvað spænska félagið að selja Hernandez til Bandaríkjanna. Þá hefur Hernandez spilað 109 leiki fyrir Mexíkó og gert í þeim 52 mörk. Talið er að Galaxy borgi 8.5 milljónir evra fyrir Hernandez sem skrifar undir þriggja ára samning. Galaxy rétt missti af sæti í úrslitakeppninni á síðustu leiktíð en félagið er sigursælasta félag í sögu MLS með fimm titla alls. Javier Hernandez confirms his move to LA Galaxy in an interview with the @latimes "It was the right time, the right opportunity" pic.twitter.com/f1mM9AFiqB— B/R Football (@brfootball) January 21, 2020 MLS Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Fleiri fréttir „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Sjá meira
Javier Hernandez eða „Chicharito“ eins og hann er oftar en ekki kallaður er genginn til liðs við LA Galaxy í MLS deildinni í Bandaríkjunum. Þar mun hann leysa Zlatan Ibrahimovic af hólmi en Zlatan gekk til liðs við ítalska stórveldið AC Milan fyrr á þessu ári. Þetta staðfesti Hernandez sjálfur í viðtali við LA Times í gærdag. Þar talaði hann um að þetta væri rétti tíminn og rétta tækifærið. Hernandez er frá Mexíkó og er því kominn nálægt heimaslóðum. Samkvæmt heimildum BBC Sport verður hann einnig launahæsti leikmaður deildarinnar og eflaust hefur það haft sitt að segja að þessi 31 árs gamli framherji ákvað að fara úr spænsku úrvalsdeildinni yfir í MLS deildina. Jonathan Dos Santos, samherji Hernandez í mexíkóska landsliðinu er einnig á mála hjá LA Galaxy. Þá er Carlos Vela, markahæsti leikmaður MLS deildarinnar á síðustu leiktíð, í hinu Los Angeles liðinu sem heitir einfaldlega Los Angeles Football Club. Hernandez sagði jafnframt við LA Times að þetta væri kjörið tækifæri til að leika listir sínir fyrir framan mexíkóska aðdáendur sem og að tryggja sæti sitt í framlínu Mexíkó fyrir HM sem fram fer 2022 í Katar. Hinn 31 árs gamli Hernandez gerði garðinn frægan hjá Manchester United, þar lék hann 103 leiki og skoraði alls 37 mörk. Þaðan fór hann svo til Real Madrid á láni áður en þýska félagið Bayer Leverkusen keypti leikmanninn. Þar blómstraði Hernandez og skoraði að meðaltali í öðrum hverjum leik í þýsku Bundesligunni. Eftir dvölina í Þýskalandi gekk Hernandez í raðir West Ham United áður en hann gekk svo til liðs við Sevilla síðasta sumar. Ekki gengu hlutirnir upp hjá Sevilla og ákvað spænska félagið að selja Hernandez til Bandaríkjanna. Þá hefur Hernandez spilað 109 leiki fyrir Mexíkó og gert í þeim 52 mörk. Talið er að Galaxy borgi 8.5 milljónir evra fyrir Hernandez sem skrifar undir þriggja ára samning. Galaxy rétt missti af sæti í úrslitakeppninni á síðustu leiktíð en félagið er sigursælasta félag í sögu MLS með fimm titla alls. Javier Hernandez confirms his move to LA Galaxy in an interview with the @latimes "It was the right time, the right opportunity" pic.twitter.com/f1mM9AFiqB— B/R Football (@brfootball) January 21, 2020
MLS Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Fleiri fréttir „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Sjá meira