Alfreð Finnbogason kom inn á sem varamaður þegar Augsburg tapaði fyrir Union Berlin, 2-0, í þýsku úrvalsdeildinni í dag.
Welcome back Alfred!!
— FC Augsburg English (@FCA_World) January 25, 2020
Finnbogason
Vargas#FCUFCA | 2-0 (78’) pic.twitter.com/PEmhhAqiNm
Þetta var fyrsti leikur Alfreðs með Augsburg síðan 9. nóvember. Hann fór úr axlarlið í leik Íslands og Tyrklands 14. nóvember.
Þetta var annað tap Augsburg í röð en liðið er í 12. sæti deildarinnar.
Samúel Kári Friðjónsson kom ekkert við sögu þegar Paderborn sigraði Freiburg, 0-2. Með sigrinum komst Paderborn upp úr botnsætinu.
Topplið RB Leipzig tapaði fyrir Eintracht Frankfurt, 2-0. Þetta var fyrsta tap Leipzig síðan 26. október.
Strákarnir hans Jürgens Klinsmann í Herthu Berlin unnu Wolfsburg á útivelli, 1-2.
Þá bar Borussia Mönchengladbach sigurorð af Mainz, 3-1.