Hlynur Bæringsson og Dominykas Milka áttu í mikilli baráttu í leik Keflavíkur og Stjörnunnar í Domino's deild karla á föstudaginn. Farið var yfir einvígi þeirra í Domino's Körfuboltakvöldi.
„Ég hef aldrei séð leikmann gera neitt svona á móti Hlyni,“ sagði Sævar Sævarsson.
Átökin undir körfunni voru mikil og bæði Milka og Hlynur gáfu allt í leikinn sem Stjörnumenn unnu, 77-83.
„Myndavélin segir ekki hversu mikil átök þetta eru. Þetta er sjúklega mikið álag á líkamann,“ sagði Pálína Gunnlaugsdóttir um baráttu stóru strákanna.
Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
„Hef aldrei séð leikmann gera neitt svona á móti Hlyni
Tengdar fréttir

Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Stjarnan 77-83 | Stjörnumenn komnir með fjögurra stiga forskot á toppnum
Stjarnan vann Keflavík í uppgjöri toppliðanna í Domino's deild karla.

„Boltinn er í höndunum á Pavel og þar á hann að vera“
Pavel Ermolinskij og Austin Magnus Bracey náðu vel saman í sigri Vals á Tindastóli á Sauðárkróki.

„Það sem er í gangi hjá Grindavík er á mörkum þess að vera sorglegt“
Grindavík hefur tapað fimm leikjum í röð í Domino's deild karla og ástandið hefur oftast verið betra á þeim bænum.