Svali Björgvins: „Ég hélt að Kobe Bryant væri ódauðlegur“ Atli Ísleifsson skrifar 26. janúar 2020 22:14 Svali H. Björgvinsson segir Kobe Bryant hafa verið einn af þeim leikmönnum sem hafi haft hvað mest áhrif á leikinn til hins betra. Getty „Maður er sleginn. Ég hélt að Kobe Bryant væri ódauðlegur. Ég verð að segja eins og er.“ Þetta segir Svali H. Björgvinsson í samtali við Vísi, inntur eftir viðbrögðum við fréttum kvöldsins um að bandaríska körfuboltagoðsögnin Kobe Bryant hafi farist í þyrluslysi í Kaliforníu í dag ásamt fjórum öðrum. Bryant varð 41 árs gamall. „Ég er búinn að lýsa fleiri tugum, ef ekki hundruðum leikja með þessum manni síðan hann var sautján ára gamall. Þetta er ofsalega sorglegt. Hann hefur haft áhrif – ef við tökum þetta út frá körfubolta – það eru nokkrir leikmenn sem hafa haft áhrif á leikinn og breytt honum til hins betra. Hann er einn af þeim. Hann hafði gildi, að vera í einu liði. Stjórnlaus, og rosaleg þrá eftir sigri og fullkomnun í körfubolta og í lífinu er náttúrlega áhugaverður vinkill. Þannig var hans persónuleiki. Þú þarft að vera fæddur með einstaka hæfileika og síðan þarftu að leggja gríðarlega mikið á þig til að ná þeim afrekum og árangri sem hann náði. Hann hafði metnað til þess. Það er ekki nóg að hafa hæfileika, heldur þarftu að leggja meira á þig en nokkur annar. Sem hann gerði. Hann virðist hafa fórnað vináttu og fleiru fyrir árangur.“ Kobe Bryant með dóttur sinni Gianna Bryant á leik Los Angeles Lakers og Dallas Mavericks í Staples Center í desember síðastliðinn. Gianna fórst einnig í þyrluslysinu í dag.Getty Ræddi titlana sem aldrei unnust Kobe Bryant vann á ferli sínum fimm NBA-titla. „Í viðtölum fór hann hins vegar oft að tala um titlana sem hann vann ekki. Hann hefði átt að vinna þennan titil og þennan titil. Þeir hefðu átt að vera sex eða sjö. En það getur náttúrulega verið krefjandi að vera í kringum þannig fólk. Persónuleiki hans og [Michael] Jordan hefur þannig verið líkur. Voru kröfuharðir og fóru fram á fullkomnun hjá öllum.“ Svali segir það hafa verið frábært að sjá að Bryant hafi verið eins liðs maður – bara spilað með Los Angeles Lakers. „Maður sér í körfubolta og öðrum íþróttum – bæði hér og erlendis – að menn eru að hoppa á milli liða. Fara yfir lækinn. Leita langt yfir skammt. Hann er að spila sinn feril hjá Lakers og er þá orðinn mjög stór hluti af þeirri samkomu. Sem gerir hann líka einstakan. Þú þarft ekkert að fletta í einhverjum bókum hvar hann var. Lakers er heldur ekkert venjulegt lið. Menn fá „platform“, og athyglin og umfjöllunin á þessum stað er svo gríðarleg. Stjörnudýrkunin er stjórnlaus. Svo virðist besta bestu menn verða ruglaðir af þessari athygli en hann virðist hafa haldið fókus, svona að mestu að minnsta kosti.“ Kobe Bryant og Dwayne Wade í leik árið 2008.Getty Stórstirni fallið frá Svali segir Kobe Bryant hafa haft feykileg áhrif á körfuboltann og haft mikla þrá til að miðla leiknum, miðla til yngri leikmanna þó að hann hafi af mörgum virst vera feiminn og hlédrægur náungi. „Það er stórstirni fallið frá, ekki bara innan körfuboltaheimsins heldur heimsins alls. Það er líka magnað að sjá viðbrögðin hér heima. Þetta var maður sem snerti marga. Þetta minnir okkur á að vera góð hvert við annað. Njóta meðan við höfum þar sem við vitum ekki hvenær kallið kemur,“ segir Svali. Andlát Kobe Bryant Bandaríkin NBA Tengdar fréttir Íslendingar minnast Kobe Andlát Kobe Bryant hefur snert við mörgum Íslendingum og ljóst er að þessi magnaði íþróttamaður hefur haft mikil áhrif á íþróttalíf, þá sérstaklega körfubolta, hér á landi undanfarin ár. 26. janúar 2020 21:26 Kobe Bryant minnst með aðdáun og sorg í hjarta Skelfilegar fréttir af andláti Kobe Bryant, eins merkasta íþróttamanns sögunnar, hefur sett fólk algjörlega út af sporinu nú í kvöld. Fólk hvaðan að úr heiminum minnist stórstjörnunnar á samfélagsmiðlum. 26. janúar 2020 20:53 Kobe Bryant lést í þyrluslysi Bandaríski körfuboltamaðurinn Kobe Bryant er látinn að sögn fjölmiðla vestanhafs. Bandarískir fjölmiðlar segja hann hafa látist í þyrluslysi í Calabasas í Kaliforníu í morgun. 26. janúar 2020 19:38 Mest lesið Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Fleiri fréttir Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Sjá meira
„Maður er sleginn. Ég hélt að Kobe Bryant væri ódauðlegur. Ég verð að segja eins og er.“ Þetta segir Svali H. Björgvinsson í samtali við Vísi, inntur eftir viðbrögðum við fréttum kvöldsins um að bandaríska körfuboltagoðsögnin Kobe Bryant hafi farist í þyrluslysi í Kaliforníu í dag ásamt fjórum öðrum. Bryant varð 41 árs gamall. „Ég er búinn að lýsa fleiri tugum, ef ekki hundruðum leikja með þessum manni síðan hann var sautján ára gamall. Þetta er ofsalega sorglegt. Hann hefur haft áhrif – ef við tökum þetta út frá körfubolta – það eru nokkrir leikmenn sem hafa haft áhrif á leikinn og breytt honum til hins betra. Hann er einn af þeim. Hann hafði gildi, að vera í einu liði. Stjórnlaus, og rosaleg þrá eftir sigri og fullkomnun í körfubolta og í lífinu er náttúrlega áhugaverður vinkill. Þannig var hans persónuleiki. Þú þarft að vera fæddur með einstaka hæfileika og síðan þarftu að leggja gríðarlega mikið á þig til að ná þeim afrekum og árangri sem hann náði. Hann hafði metnað til þess. Það er ekki nóg að hafa hæfileika, heldur þarftu að leggja meira á þig en nokkur annar. Sem hann gerði. Hann virðist hafa fórnað vináttu og fleiru fyrir árangur.“ Kobe Bryant með dóttur sinni Gianna Bryant á leik Los Angeles Lakers og Dallas Mavericks í Staples Center í desember síðastliðinn. Gianna fórst einnig í þyrluslysinu í dag.Getty Ræddi titlana sem aldrei unnust Kobe Bryant vann á ferli sínum fimm NBA-titla. „Í viðtölum fór hann hins vegar oft að tala um titlana sem hann vann ekki. Hann hefði átt að vinna þennan titil og þennan titil. Þeir hefðu átt að vera sex eða sjö. En það getur náttúrulega verið krefjandi að vera í kringum þannig fólk. Persónuleiki hans og [Michael] Jordan hefur þannig verið líkur. Voru kröfuharðir og fóru fram á fullkomnun hjá öllum.“ Svali segir það hafa verið frábært að sjá að Bryant hafi verið eins liðs maður – bara spilað með Los Angeles Lakers. „Maður sér í körfubolta og öðrum íþróttum – bæði hér og erlendis – að menn eru að hoppa á milli liða. Fara yfir lækinn. Leita langt yfir skammt. Hann er að spila sinn feril hjá Lakers og er þá orðinn mjög stór hluti af þeirri samkomu. Sem gerir hann líka einstakan. Þú þarft ekkert að fletta í einhverjum bókum hvar hann var. Lakers er heldur ekkert venjulegt lið. Menn fá „platform“, og athyglin og umfjöllunin á þessum stað er svo gríðarleg. Stjörnudýrkunin er stjórnlaus. Svo virðist besta bestu menn verða ruglaðir af þessari athygli en hann virðist hafa haldið fókus, svona að mestu að minnsta kosti.“ Kobe Bryant og Dwayne Wade í leik árið 2008.Getty Stórstirni fallið frá Svali segir Kobe Bryant hafa haft feykileg áhrif á körfuboltann og haft mikla þrá til að miðla leiknum, miðla til yngri leikmanna þó að hann hafi af mörgum virst vera feiminn og hlédrægur náungi. „Það er stórstirni fallið frá, ekki bara innan körfuboltaheimsins heldur heimsins alls. Það er líka magnað að sjá viðbrögðin hér heima. Þetta var maður sem snerti marga. Þetta minnir okkur á að vera góð hvert við annað. Njóta meðan við höfum þar sem við vitum ekki hvenær kallið kemur,“ segir Svali.
Andlát Kobe Bryant Bandaríkin NBA Tengdar fréttir Íslendingar minnast Kobe Andlát Kobe Bryant hefur snert við mörgum Íslendingum og ljóst er að þessi magnaði íþróttamaður hefur haft mikil áhrif á íþróttalíf, þá sérstaklega körfubolta, hér á landi undanfarin ár. 26. janúar 2020 21:26 Kobe Bryant minnst með aðdáun og sorg í hjarta Skelfilegar fréttir af andláti Kobe Bryant, eins merkasta íþróttamanns sögunnar, hefur sett fólk algjörlega út af sporinu nú í kvöld. Fólk hvaðan að úr heiminum minnist stórstjörnunnar á samfélagsmiðlum. 26. janúar 2020 20:53 Kobe Bryant lést í þyrluslysi Bandaríski körfuboltamaðurinn Kobe Bryant er látinn að sögn fjölmiðla vestanhafs. Bandarískir fjölmiðlar segja hann hafa látist í þyrluslysi í Calabasas í Kaliforníu í morgun. 26. janúar 2020 19:38 Mest lesið Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Fleiri fréttir Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Sjá meira
Íslendingar minnast Kobe Andlát Kobe Bryant hefur snert við mörgum Íslendingum og ljóst er að þessi magnaði íþróttamaður hefur haft mikil áhrif á íþróttalíf, þá sérstaklega körfubolta, hér á landi undanfarin ár. 26. janúar 2020 21:26
Kobe Bryant minnst með aðdáun og sorg í hjarta Skelfilegar fréttir af andláti Kobe Bryant, eins merkasta íþróttamanns sögunnar, hefur sett fólk algjörlega út af sporinu nú í kvöld. Fólk hvaðan að úr heiminum minnist stórstjörnunnar á samfélagsmiðlum. 26. janúar 2020 20:53
Kobe Bryant lést í þyrluslysi Bandaríski körfuboltamaðurinn Kobe Bryant er látinn að sögn fjölmiðla vestanhafs. Bandarískir fjölmiðlar segja hann hafa látist í þyrluslysi í Calabasas í Kaliforníu í morgun. 26. janúar 2020 19:38
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti