Taskan tilbúin úti í bíl: „Róandi að sjá að það væri ekki á leiðinni yfir okkur sprengigos“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. janúar 2020 10:49 Hjalti Þór Grettisson, íbúi í Grindavík, og Sunna Jónína Sigurðardóttir, eiginkona hans, eru við öllu búin ef það skyldi koma til eldgoss í grennd við bæinn. Þau eru búin að pakka í ferðatösku og koma henni úti í bíl og eru líka með lítinn poka tilbúinn með helstu nauðsynjum. Hjalti segir að sér og fjölskyldu hafi liðið talsvert betur eftir íbúafundinn í bænum í gær þar sem farið yfir allar mögulegar sviðsmyndir og íbúar gátu spurt út í það sem þeim liggur á hjarta og hafa áhyggjur af vegna óvissustigsins sem lýst hefur verið yfir. Það var á sunnudag sem ríkislögreglustjóri lýsti yfir óvissustigi vegna óvenjulegs landriss vestan við fjallið Þorbjörn sem er skammt frá Grindavík. Vísindamenn telja líklegast að landrisið sé vegna kvikusöfnunar undir svæðinu fjallið og gerir versta mögulega sviðsmyndin ráð fyrir hraungosi á nokkurra kílómetra langri sprungu. Rætt var við Hjalta í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann var spurður að því hvort hann væri órólegur vegna ástandsins. „Bæði og. Það er meiri afneitun í gangi en eitthvað annað. Ég stend út í bílskúr núna að rífa niður kassana sem ég var að klára að tæma eftir að vera nýfluttur hingað inn en að svona að mestu leyti þá er erfitt að átta sig nákvæmlega á hvað þetta þýðir eða þýðir ekki,“ sagði Hjalti. Frá íbúafundinum í Grindavík í gær þar sem það var fullt út úr dyrum.Vísir/Egill Sniðugt að vera í það minnsta með listann tilbúinn Hann sagði að það hefði verið minnst á það á íbúafundinum í gær að það væri sniðugt að vera með í það minnsta lista tilbúinn með nauðsynjahlutum sem vilja gleymast, eins og lyf, gleraugu og fleira. „Konan mín er nefnilega mjög dugleg að útbúa lista þannig að hún var búin að gera þetta fyrir fram og búin að pakka í töskurnar og senda mig út í bíl með þær,“ sagði Hjalti. Hann sagði gott að vita að væri frekar von á hraungosi heldur en annars konar gosi. „Það er gott að vita. Þeir telja sig fá talsverðan viðvörunartíma eða aðdraganda áður en gosið verður. Sömuleiðis áætla þeir að það sé hinu megin við Þorbjörninn þar sem stærstu sprungurnar myndast þannig að það er gott að vita af því. Það eru þrjár leiðir út úr bænum. Ein af þeim er í gegnum gosstöðvarnar, hin út á Reykjanesið og ein er Suðurstrandarvegurinn. Við tækjum þá leið.“ Þá hefði honum og fjölskyldu liðið talsvert betur eftir íbúafundinn. „Vegna þess það var farið vel yfir gosmöguleikana og það var róandi að sjá að það væri ekki á leiðinni yfir okkur sprengigos heldur yrði þetta þá bara hraungos. Vitandi það þá líður manni strax betur.“ Hjalti og Sunna réðust í það verkefni ásamt foreldrum Hjalta og systkinum að byggja sex einbýlishús í Grindavík. Fylgst var með í ferlinu í þættinum Gulli byggir á Stöð 2 og má hér fyrir neðan sjá klippu úr þættinum. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Segir jarðrisið á fleygiferð Landrisið í Svartsengi nálgast þrjá sentímetra á sex dögum. 27. janúar 2020 20:15 Jarðskjálfti að stærð 2,4 við Grindavík GPS-mælingar það sem af er degi sýna áframhaldandi jarðris á svæðinu. 28. janúar 2020 08:38 Misjöfn viðbrögð íbúa Grindavíkur við jarðhræringunum Flest eru sammála um að staðan sé óþægileg. 27. janúar 2020 20:31 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Hjalti Þór Grettisson, íbúi í Grindavík, og Sunna Jónína Sigurðardóttir, eiginkona hans, eru við öllu búin ef það skyldi koma til eldgoss í grennd við bæinn. Þau eru búin að pakka í ferðatösku og koma henni úti í bíl og eru líka með lítinn poka tilbúinn með helstu nauðsynjum. Hjalti segir að sér og fjölskyldu hafi liðið talsvert betur eftir íbúafundinn í bænum í gær þar sem farið yfir allar mögulegar sviðsmyndir og íbúar gátu spurt út í það sem þeim liggur á hjarta og hafa áhyggjur af vegna óvissustigsins sem lýst hefur verið yfir. Það var á sunnudag sem ríkislögreglustjóri lýsti yfir óvissustigi vegna óvenjulegs landriss vestan við fjallið Þorbjörn sem er skammt frá Grindavík. Vísindamenn telja líklegast að landrisið sé vegna kvikusöfnunar undir svæðinu fjallið og gerir versta mögulega sviðsmyndin ráð fyrir hraungosi á nokkurra kílómetra langri sprungu. Rætt var við Hjalta í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann var spurður að því hvort hann væri órólegur vegna ástandsins. „Bæði og. Það er meiri afneitun í gangi en eitthvað annað. Ég stend út í bílskúr núna að rífa niður kassana sem ég var að klára að tæma eftir að vera nýfluttur hingað inn en að svona að mestu leyti þá er erfitt að átta sig nákvæmlega á hvað þetta þýðir eða þýðir ekki,“ sagði Hjalti. Frá íbúafundinum í Grindavík í gær þar sem það var fullt út úr dyrum.Vísir/Egill Sniðugt að vera í það minnsta með listann tilbúinn Hann sagði að það hefði verið minnst á það á íbúafundinum í gær að það væri sniðugt að vera með í það minnsta lista tilbúinn með nauðsynjahlutum sem vilja gleymast, eins og lyf, gleraugu og fleira. „Konan mín er nefnilega mjög dugleg að útbúa lista þannig að hún var búin að gera þetta fyrir fram og búin að pakka í töskurnar og senda mig út í bíl með þær,“ sagði Hjalti. Hann sagði gott að vita að væri frekar von á hraungosi heldur en annars konar gosi. „Það er gott að vita. Þeir telja sig fá talsverðan viðvörunartíma eða aðdraganda áður en gosið verður. Sömuleiðis áætla þeir að það sé hinu megin við Þorbjörninn þar sem stærstu sprungurnar myndast þannig að það er gott að vita af því. Það eru þrjár leiðir út úr bænum. Ein af þeim er í gegnum gosstöðvarnar, hin út á Reykjanesið og ein er Suðurstrandarvegurinn. Við tækjum þá leið.“ Þá hefði honum og fjölskyldu liðið talsvert betur eftir íbúafundinn. „Vegna þess það var farið vel yfir gosmöguleikana og það var róandi að sjá að það væri ekki á leiðinni yfir okkur sprengigos heldur yrði þetta þá bara hraungos. Vitandi það þá líður manni strax betur.“ Hjalti og Sunna réðust í það verkefni ásamt foreldrum Hjalta og systkinum að byggja sex einbýlishús í Grindavík. Fylgst var með í ferlinu í þættinum Gulli byggir á Stöð 2 og má hér fyrir neðan sjá klippu úr þættinum.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Segir jarðrisið á fleygiferð Landrisið í Svartsengi nálgast þrjá sentímetra á sex dögum. 27. janúar 2020 20:15 Jarðskjálfti að stærð 2,4 við Grindavík GPS-mælingar það sem af er degi sýna áframhaldandi jarðris á svæðinu. 28. janúar 2020 08:38 Misjöfn viðbrögð íbúa Grindavíkur við jarðhræringunum Flest eru sammála um að staðan sé óþægileg. 27. janúar 2020 20:31 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Segir jarðrisið á fleygiferð Landrisið í Svartsengi nálgast þrjá sentímetra á sex dögum. 27. janúar 2020 20:15
Jarðskjálfti að stærð 2,4 við Grindavík GPS-mælingar það sem af er degi sýna áframhaldandi jarðris á svæðinu. 28. janúar 2020 08:38
Misjöfn viðbrögð íbúa Grindavíkur við jarðhræringunum Flest eru sammála um að staðan sé óþægileg. 27. janúar 2020 20:31