„Þarna verða allir kvaddir til sem vettlingi geta valdið“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. janúar 2020 12:45 Frá fjölmennum íbúafundi í Grindavík í gær þar sem viðruð var sú hugmynd að stofna varalið í bænum. vísir/egill Sú hugmynd kom fram á íbúafundinum í Grindavík í gær að stofna sérstakt varalið í bænum sem gæti aðstoðað björgunarsveitarmenn við rýmingu og annað viðbragð ef til eldgoss kemur á því svæði þar sem óvenjulegt landris er vestan við fjallið á Þorbjörn. Slysavarnafélagið Landsbjörg skoðar það nú með almannavörnum hvernig hægt væri að nýta slíkt lið sem best og hvernig skipulagi væri háttað. Guðbrandur Örn Arnarson hjá Landsbjörg segir málið snúast um það að fyrsta viðbragð verði alltaf heimamenn. „Sérstaklega líka, sama í hvaða nágrenni þú ert þá tekur alltaf að minnsta kosti 20 til 30 mínútur að komast á staðinn. Við erum búin að ræða þessi mál ég og formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík. Björgunarsveitin fagnar þessu mikið og þetta er bara hið besta mál. Það þarf bara að gefa okkur aðeins tíma til að vinna þetta og þetta snýst náttúrulega um það að þetta er bakland sem hægt er að sækja í. Þarna verða allir kvaddir til sem vettlingi geta valdið, sama hversu lítið verkefni er,“ segir Guðbrandur.Sjá einnig: Fimm þúsund manns á hættusvæði ef gossprunga opnast við Svartsengi „Þessu var hent fram í gær og þetta er fín pæling. Við erum að meta það hvernig við getum nýtt þetta best og erum að byrja í viðræðum við almannavarnir um það hvort við getum nýtt þetta eða hvernig þetta myndi nýtast. Hvað væri best. Það má heldur ekki vera þannig að við stofnum eitthvað varalið en það verði svo margir að það kemst enginn fram hjá því,“ segir Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar, léttur í bragði, en bætir við að það þurfi að hugsa þetta vel. Hann segir það síðan ekki á forræði hans að ákveða að virkja slíkt lið heldur yrði það líklegast lögreglan sem tæki ákvörðun um það ásamt almannavörnum. Bogi segir allt til skoðunar í tengslum við mögulegt viðbragð á svæðinu og það besta við þetta allt saman sé kannski að viðbragðsaðilar hafi tíma. „Svo kannski skeður ekki neitt en þá erum við komnir með góða beinagrind til að vinna með í öllu,“ segir Bogi. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Yfir þriggja sentímetra landris við Þorbjörn Vegagerðin hefur aukið þjónustu á Suðurstrandarvegi og Nesvegi og verður séð til þess að þeir séu færir alla daga og án flughálku. 28. janúar 2020 13:00 Taskan tilbúin úti í bíl: „Róandi að sjá að það væri ekki á leiðinni yfir okkur sprengigos“ Hjalti Þór Grettisson, íbúi í Grindavík, er við öllu búinn ásamt fjölskyldu sinni ef það skyldi koma til eldgoss í grennd við bæinn. 28. janúar 2020 10:49 Alvarlegast ef hitaveitan bregst segir bæjarstjórinn í Grindavík Hann hefur vakið athygli þingnefndar á því að hugsanlega þurfi að auka fjárveitingar til ýmissa stofnanna ef þær þurfa að bregðast við. 28. janúar 2020 11:53 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
Sú hugmynd kom fram á íbúafundinum í Grindavík í gær að stofna sérstakt varalið í bænum sem gæti aðstoðað björgunarsveitarmenn við rýmingu og annað viðbragð ef til eldgoss kemur á því svæði þar sem óvenjulegt landris er vestan við fjallið á Þorbjörn. Slysavarnafélagið Landsbjörg skoðar það nú með almannavörnum hvernig hægt væri að nýta slíkt lið sem best og hvernig skipulagi væri háttað. Guðbrandur Örn Arnarson hjá Landsbjörg segir málið snúast um það að fyrsta viðbragð verði alltaf heimamenn. „Sérstaklega líka, sama í hvaða nágrenni þú ert þá tekur alltaf að minnsta kosti 20 til 30 mínútur að komast á staðinn. Við erum búin að ræða þessi mál ég og formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík. Björgunarsveitin fagnar þessu mikið og þetta er bara hið besta mál. Það þarf bara að gefa okkur aðeins tíma til að vinna þetta og þetta snýst náttúrulega um það að þetta er bakland sem hægt er að sækja í. Þarna verða allir kvaddir til sem vettlingi geta valdið, sama hversu lítið verkefni er,“ segir Guðbrandur.Sjá einnig: Fimm þúsund manns á hættusvæði ef gossprunga opnast við Svartsengi „Þessu var hent fram í gær og þetta er fín pæling. Við erum að meta það hvernig við getum nýtt þetta best og erum að byrja í viðræðum við almannavarnir um það hvort við getum nýtt þetta eða hvernig þetta myndi nýtast. Hvað væri best. Það má heldur ekki vera þannig að við stofnum eitthvað varalið en það verði svo margir að það kemst enginn fram hjá því,“ segir Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar, léttur í bragði, en bætir við að það þurfi að hugsa þetta vel. Hann segir það síðan ekki á forræði hans að ákveða að virkja slíkt lið heldur yrði það líklegast lögreglan sem tæki ákvörðun um það ásamt almannavörnum. Bogi segir allt til skoðunar í tengslum við mögulegt viðbragð á svæðinu og það besta við þetta allt saman sé kannski að viðbragðsaðilar hafi tíma. „Svo kannski skeður ekki neitt en þá erum við komnir með góða beinagrind til að vinna með í öllu,“ segir Bogi.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Yfir þriggja sentímetra landris við Þorbjörn Vegagerðin hefur aukið þjónustu á Suðurstrandarvegi og Nesvegi og verður séð til þess að þeir séu færir alla daga og án flughálku. 28. janúar 2020 13:00 Taskan tilbúin úti í bíl: „Róandi að sjá að það væri ekki á leiðinni yfir okkur sprengigos“ Hjalti Þór Grettisson, íbúi í Grindavík, er við öllu búinn ásamt fjölskyldu sinni ef það skyldi koma til eldgoss í grennd við bæinn. 28. janúar 2020 10:49 Alvarlegast ef hitaveitan bregst segir bæjarstjórinn í Grindavík Hann hefur vakið athygli þingnefndar á því að hugsanlega þurfi að auka fjárveitingar til ýmissa stofnanna ef þær þurfa að bregðast við. 28. janúar 2020 11:53 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
Yfir þriggja sentímetra landris við Þorbjörn Vegagerðin hefur aukið þjónustu á Suðurstrandarvegi og Nesvegi og verður séð til þess að þeir séu færir alla daga og án flughálku. 28. janúar 2020 13:00
Taskan tilbúin úti í bíl: „Róandi að sjá að það væri ekki á leiðinni yfir okkur sprengigos“ Hjalti Þór Grettisson, íbúi í Grindavík, er við öllu búinn ásamt fjölskyldu sinni ef það skyldi koma til eldgoss í grennd við bæinn. 28. janúar 2020 10:49
Alvarlegast ef hitaveitan bregst segir bæjarstjórinn í Grindavík Hann hefur vakið athygli þingnefndar á því að hugsanlega þurfi að auka fjárveitingar til ýmissa stofnanna ef þær þurfa að bregðast við. 28. janúar 2020 11:53