Eftir sigurinn á Milos Raonic í átta manna úrslitum Opna ástralska meistaramótsins í tennis í gær sendi Novak Djokovic Kobe Bryant og dóttur, hans Giönnu, hjartnæm skilaboð.
Kobe, Gianna og sjö aðrir fórust í þyrluslysi í Los Angeles á sunnudaginn.
Kobe og Djokovic þekktust vel og Serbinn syrgir nú vin sinn.
Eftir sigurinn á Raonic í átta manna úrslitunum á Opna ástralska skrifaði Djokovic skilaboð til Kobe og Gigi, eins og dóttir hans var jafnan kölluð, á myndavélarlinsu.
„KB 8 24 Gigi. Love you,“ skrifaði Djokovic og teiknaði hjarta utan um orðin.
Kveðjuna má sjá hér fyrir neðan.