UNICEF sendir neyðargögn til Kína vegna kórónaveirunnar Heimsljós kynnir 29. janúar 2020 14:45 Úr vöruhúsi UNICEF í Kaupmannahöfn. UNUICEF „Hlífðarbúningar, skurðstofugrímur og öndunargrímur verða fluttar til Wuhan í Kína til að aðstoða í baráttunni gegn faraldrinum,“ segir í frétt frá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF). Í fréttinni segir að unnið hafi verið að því í gær í vöruhúsi UNICEF í Kaupmannahöfn að senda neyðargögn til Kína til að aðstoða yfirvöld þar í landi í baráttunni gegn kórónaveirufaraldrinum þar í landi. Meðal þess sem fer til Wuhan-héraðs eru tæplega 19 þúsund hlífðarbúningar, rúmlega 18 þúsund öndunargrímur og tæplega 1.600 skurðstofugrímur. Sendingin byggir á neyðarviðbragðsáætlun UNICEF og greiningarvinnu og þörf á svæðinu. Nærri sex þúsund tilfelli kórónaveirunnar hafa verið staðfest í landinu og önnur níu þúsund eru sögð til rannsóknar þar. Alls hafa 132 látið lífið af völdum veirunnar sem hefur nú greinst í 15 löndum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent
„Hlífðarbúningar, skurðstofugrímur og öndunargrímur verða fluttar til Wuhan í Kína til að aðstoða í baráttunni gegn faraldrinum,“ segir í frétt frá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF). Í fréttinni segir að unnið hafi verið að því í gær í vöruhúsi UNICEF í Kaupmannahöfn að senda neyðargögn til Kína til að aðstoða yfirvöld þar í landi í baráttunni gegn kórónaveirufaraldrinum þar í landi. Meðal þess sem fer til Wuhan-héraðs eru tæplega 19 þúsund hlífðarbúningar, rúmlega 18 þúsund öndunargrímur og tæplega 1.600 skurðstofugrímur. Sendingin byggir á neyðarviðbragðsáætlun UNICEF og greiningarvinnu og þörf á svæðinu. Nærri sex þúsund tilfelli kórónaveirunnar hafa verið staðfest í landinu og önnur níu þúsund eru sögð til rannsóknar þar. Alls hafa 132 látið lífið af völdum veirunnar sem hefur nú greinst í 15 löndum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent