UNICEF sendir neyðargögn til Kína vegna kórónaveirunnar Heimsljós kynnir 29. janúar 2020 14:45 Úr vöruhúsi UNICEF í Kaupmannahöfn. UNUICEF „Hlífðarbúningar, skurðstofugrímur og öndunargrímur verða fluttar til Wuhan í Kína til að aðstoða í baráttunni gegn faraldrinum,“ segir í frétt frá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF). Í fréttinni segir að unnið hafi verið að því í gær í vöruhúsi UNICEF í Kaupmannahöfn að senda neyðargögn til Kína til að aðstoða yfirvöld þar í landi í baráttunni gegn kórónaveirufaraldrinum þar í landi. Meðal þess sem fer til Wuhan-héraðs eru tæplega 19 þúsund hlífðarbúningar, rúmlega 18 þúsund öndunargrímur og tæplega 1.600 skurðstofugrímur. Sendingin byggir á neyðarviðbragðsáætlun UNICEF og greiningarvinnu og þörf á svæðinu. Nærri sex þúsund tilfelli kórónaveirunnar hafa verið staðfest í landinu og önnur níu þúsund eru sögð til rannsóknar þar. Alls hafa 132 látið lífið af völdum veirunnar sem hefur nú greinst í 15 löndum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent
„Hlífðarbúningar, skurðstofugrímur og öndunargrímur verða fluttar til Wuhan í Kína til að aðstoða í baráttunni gegn faraldrinum,“ segir í frétt frá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF). Í fréttinni segir að unnið hafi verið að því í gær í vöruhúsi UNICEF í Kaupmannahöfn að senda neyðargögn til Kína til að aðstoða yfirvöld þar í landi í baráttunni gegn kórónaveirufaraldrinum þar í landi. Meðal þess sem fer til Wuhan-héraðs eru tæplega 19 þúsund hlífðarbúningar, rúmlega 18 þúsund öndunargrímur og tæplega 1.600 skurðstofugrímur. Sendingin byggir á neyðarviðbragðsáætlun UNICEF og greiningarvinnu og þörf á svæðinu. Nærri sex þúsund tilfelli kórónaveirunnar hafa verið staðfest í landinu og önnur níu þúsund eru sögð til rannsóknar þar. Alls hafa 132 látið lífið af völdum veirunnar sem hefur nú greinst í 15 löndum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent