Sigurganga Hildar heldur áfram Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. janúar 2020 08:02 Hildur Guðnadóttir hefur gert það gott síðustu misseri. Ap/richard shotwell Hildur Guðnadóttir hreppti tvenn stór verðlaun á verðlaunahátíð Samtaka tónskálda og textahöfunda í Los Angeles, sem fram fóru á þriðjudag. Um helgina hlaut Hildur Golden Globe-verðlaunin fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker, auk þess sem hún var tilnefnd til Bafta-verðlauna fyrir sömu tónlist í vikunni. Jafnframt voru Hildi veitt Íslensku bjartsýnisverðlaunin á Kjarvalsstöðum í síðustu viku. Auk verðlauna fyrir bestu frumsömdu tónlistina í fyrrnefndum Jóker hlaut Hildur verðlaun fyrir frumsamda tónlist sína í þáttunum Chernobyl á verðlaunahátíð Samtaka tónskálda og textahöfunda, Society of Composers & Lyricists. Hildur hafði áður hlotið Emmy-verðlaun fyrir tónlist sína í þáttaröðinni, sem er úr smiðju HBO og var sýnd á Stöð 2 á sínum tíma. Í þakkarræðu sinni sagði Hildur að það væri henni mikill heiður að fá inngöngu í þennan félagsskap, og vísaði til samtakanna sem veittu verðlaunin. Þetta er í fyrsta sinn sem þau eru veitt og má nálgast lista yfir aðra verðlaunahafa með því að smella hér.Sjá einnig: Balti um velgengni Hildar: Hún verður fyrsti Íslendingurinn til að vinna Óskarinn Í ljósi velgengni Hildar á síðustu misserum er talið líklegt að hún verði tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir tónlist sína. Til að mynda telur stórtímaritið Vanity Fair að Hildur muni hreppa tilnefningu en það kemur í ljós á mánudaginn næstkomandi. Hún er þegar komin í hóp þeirra 15 sem eiga möguleika á tilnefningu fyrir bestu frumsömdu kvikmyndatónlistina, en fækkað verður í hópnum áður en formlegar Óskarstilnefningar verða kynntar. Vanity Fair telur líklegast að Thomas Newman muni hreppa Óskarinn fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Marriage Story, „en sigur Hildar á Golden Globes fær okkur til að halda að hún gæti orðið þriðja konan í sögunni til að hreppa Óskarsverðlaun fyrir frumsamda tónlist,“ skrifa kvikmyndarýnir tímaritsins. Verði Hildur tilnefnd til Óskarsverðlauna fetar hún í fótspors samstarfsmanns síns fyrrverandi Jóhanns Jóhannssonar sem tvisvar var tilnefndur til Óskarsverðlauna. Fyrst árið 2014 fyrir tónlistina í The Theory of Everything og aftur ári síðar fyrir tónlistina í kvikmyndinni Sicario. Jóhann lést árið 2018. Bíó og sjónvarp Hildur Guðnadóttir Íslendingar erlendis Tónlist Tengdar fréttir Hildur Guðnadóttir vann Golden Globe Hildur Guðnadóttir tónskáld hlaut í nótt Golden Globe-verðlaunin fyrir tónlistina í kvikmyndinni Joker. 6. janúar 2020 06:26 Hildur tilnefnd til Bafta verðlauna Hildur Guðnadóttir sellóleikari og tónskáld heldur áfram að slá í gegn á erlendum vettvangi en í dag var hún tilnefnd til hinna virtu bresku kvikmynda- og sjónvarpsþáttaakademíunnar BAFTA fyrir tónlist sína í Jókernum. 7. janúar 2020 09:20 Balti um velgengni Hildar: Hún verður fyrsti Íslendingurinn til að vinna Óskarinn Hildur Guðnadóttir tónskáld hlaut Golden Globe-verðlaunin fyrir tónlistina í kvikmyndinni Joker á sunnudagskvöldið. 8. janúar 2020 12:30 Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Hildur Guðnadóttir hreppti tvenn stór verðlaun á verðlaunahátíð Samtaka tónskálda og textahöfunda í Los Angeles, sem fram fóru á þriðjudag. Um helgina hlaut Hildur Golden Globe-verðlaunin fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker, auk þess sem hún var tilnefnd til Bafta-verðlauna fyrir sömu tónlist í vikunni. Jafnframt voru Hildi veitt Íslensku bjartsýnisverðlaunin á Kjarvalsstöðum í síðustu viku. Auk verðlauna fyrir bestu frumsömdu tónlistina í fyrrnefndum Jóker hlaut Hildur verðlaun fyrir frumsamda tónlist sína í þáttunum Chernobyl á verðlaunahátíð Samtaka tónskálda og textahöfunda, Society of Composers & Lyricists. Hildur hafði áður hlotið Emmy-verðlaun fyrir tónlist sína í þáttaröðinni, sem er úr smiðju HBO og var sýnd á Stöð 2 á sínum tíma. Í þakkarræðu sinni sagði Hildur að það væri henni mikill heiður að fá inngöngu í þennan félagsskap, og vísaði til samtakanna sem veittu verðlaunin. Þetta er í fyrsta sinn sem þau eru veitt og má nálgast lista yfir aðra verðlaunahafa með því að smella hér.Sjá einnig: Balti um velgengni Hildar: Hún verður fyrsti Íslendingurinn til að vinna Óskarinn Í ljósi velgengni Hildar á síðustu misserum er talið líklegt að hún verði tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir tónlist sína. Til að mynda telur stórtímaritið Vanity Fair að Hildur muni hreppa tilnefningu en það kemur í ljós á mánudaginn næstkomandi. Hún er þegar komin í hóp þeirra 15 sem eiga möguleika á tilnefningu fyrir bestu frumsömdu kvikmyndatónlistina, en fækkað verður í hópnum áður en formlegar Óskarstilnefningar verða kynntar. Vanity Fair telur líklegast að Thomas Newman muni hreppa Óskarinn fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Marriage Story, „en sigur Hildar á Golden Globes fær okkur til að halda að hún gæti orðið þriðja konan í sögunni til að hreppa Óskarsverðlaun fyrir frumsamda tónlist,“ skrifa kvikmyndarýnir tímaritsins. Verði Hildur tilnefnd til Óskarsverðlauna fetar hún í fótspors samstarfsmanns síns fyrrverandi Jóhanns Jóhannssonar sem tvisvar var tilnefndur til Óskarsverðlauna. Fyrst árið 2014 fyrir tónlistina í The Theory of Everything og aftur ári síðar fyrir tónlistina í kvikmyndinni Sicario. Jóhann lést árið 2018.
Bíó og sjónvarp Hildur Guðnadóttir Íslendingar erlendis Tónlist Tengdar fréttir Hildur Guðnadóttir vann Golden Globe Hildur Guðnadóttir tónskáld hlaut í nótt Golden Globe-verðlaunin fyrir tónlistina í kvikmyndinni Joker. 6. janúar 2020 06:26 Hildur tilnefnd til Bafta verðlauna Hildur Guðnadóttir sellóleikari og tónskáld heldur áfram að slá í gegn á erlendum vettvangi en í dag var hún tilnefnd til hinna virtu bresku kvikmynda- og sjónvarpsþáttaakademíunnar BAFTA fyrir tónlist sína í Jókernum. 7. janúar 2020 09:20 Balti um velgengni Hildar: Hún verður fyrsti Íslendingurinn til að vinna Óskarinn Hildur Guðnadóttir tónskáld hlaut Golden Globe-verðlaunin fyrir tónlistina í kvikmyndinni Joker á sunnudagskvöldið. 8. janúar 2020 12:30 Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Hildur Guðnadóttir vann Golden Globe Hildur Guðnadóttir tónskáld hlaut í nótt Golden Globe-verðlaunin fyrir tónlistina í kvikmyndinni Joker. 6. janúar 2020 06:26
Hildur tilnefnd til Bafta verðlauna Hildur Guðnadóttir sellóleikari og tónskáld heldur áfram að slá í gegn á erlendum vettvangi en í dag var hún tilnefnd til hinna virtu bresku kvikmynda- og sjónvarpsþáttaakademíunnar BAFTA fyrir tónlist sína í Jókernum. 7. janúar 2020 09:20
Balti um velgengni Hildar: Hún verður fyrsti Íslendingurinn til að vinna Óskarinn Hildur Guðnadóttir tónskáld hlaut Golden Globe-verðlaunin fyrir tónlistina í kvikmyndinni Joker á sunnudagskvöldið. 8. janúar 2020 12:30
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“