Ernesto Valverde var í gær rekinn sem þjálfari Barcelona en þetta hafði legið í loftinu síðustu daga.
Barcelona tapaði 3-2 fyrir Atletico Madrid í undanúrslitum spænska Ofurbikarsins í síðustu viku og þar var kornið sem fyllti mælinn.
Gífurleg pressa hefur verið á Valverde síðan liðið kastaði frá sér 3-0 forystu gegn í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð.
Liðið er einnig ekki sagt spila nægilega flottan fótbolta og saknaði fólk að sjá „Barca-fótboltann“.
Þegar litið er á tölfræðina hjá Valverde má segja að hún sé nokkuð góð. Hann stýrði liðinu í 145 leikjum og tapaði einungis 16, eða ellefu prósent af leikjunum.
The Barca job is tough. pic.twitter.com/F7gl7MsXm4
— B/R Football (@brfootball) January 13, 2020
„Starfið hjá Barcelona er erfitt,“ segir Twitter-síðan B/R Football og það má taka undir það.
Við starfi hans tekur Quique Setién. Hann skrifaði undir tveggja og hálfs árs samning við Barcelona.