„Þetta hefur alltaf verið draumur og núna hefur hann ræst“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. janúar 2020 07:00 Oskar er 27 ára vinstri bakvörður. vísir/getty Oskar Sverrisson, leikmaður Häcken í Svíþjóð, gæti leikið sinn fyrsta A-landsleik fyrir Ísland þegar íslenska liðið mætir því kanadíska í vináttulandsleik í Los Angeles í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 23:59. Oskar er ekki þekktasta nafnið í íslenska hópnum. Hann hefur aldrei leikið hér á landi og lék ekki fyrir yngri landslið Íslands. Hann hefur búið í Svíþjóð alla ævi en á íslenskan föður. „Ég hef alltaf haft þetta bak við eyrað en ég hugsaði ekki um þetta núna,“ sagði Oskar í samtali við Vísi, aðspurður hvort hann hefði verið búinn að bíða lengi eftir að vera valinn í íslenska landsliðið. „Ég hef alltaf haft góða tengingu við Ísland. Amma og afi búa hér og systir mín flutti til Íslands fyrir 7-8 árum. Ég grínaðist alltaf með að mig langaði að spila fyrir Ísland. Þetta hefur alltaf verið draumur og núna hefur hann ræst.“Æfði með Val og KeflavíkOskar segir að það komi til greina að spila á Íslandi í framtíðinni.vísir/gettyOskar heldur sambandi við ættingja sína á Íslandi þótt það séu nokkur ár síðan hann kom hingað til lands. „Ég held alltaf sambandi við fólkið mitt hérna en hef ekki komið til Íslands í þrjú ár. Ég kom alltaf reglulega hingað,“ sagði Oskar sem er opinn fyrir því að spila á Íslandi á næstu árum. „Það kemur alveg til greina. Fyrir nokkrum árum kom ég hingað og æfði með Val og Keflavík. En ég hélt kyrru fyrir í Svíþjóð.“Heyrði í Hamrén viku fyrir jólOskar á landsliðsæfingu.mynd/ksíEins og áður sagði mæta Íslendingar Kanadamönnum í dag. Á sunnudaginn mætir Ísland El Salvador í öðrum vináttulandsleik sem fer einnig fram í Los Angeles. Oskar er nokkuð bjartsýnn á að fá tækifæri í leikjunum tveimur. „Ég vona það. Ég get bara staðið mig á æfingum og svo er það Eriks [Hamrén] að ákveða hvort ég spili. Jafnvel þótt ég spili ekkert verður þetta góð reynsla,“ sagði Oskar. Hann segir ekki langt síðan hann heyrði fyrst í Erik. „Ég held það hafi verið viku fyrir jól sem Erik hringdi í mig,“ sagði Oskar. „Ég veit að hann hefur horft á marga leiki í sænsku úrvalsdeildinni og þekkir hana vel.“ Oskar, sem er 27 ára, hefur lengst af ferilsins leikið í neðri deildunum í Svíþjóð. Á síðasta tímabili lék hann hins vegar með Häcken í sænsku úrvalsdeildinni. Hann kom til liðsins eftir að hafa farið upp úr C-deildinni með Mjällby.Vonast til að vinna aftur með MilosOskar vonast til að fá fleiri tækifæri með Häcken á næsta tímabili.vísir/getty„Ég á þrjú ár eftir af samningnum við Häcken. Ég kann vel við mig hjá félaginu og að nýt þess að búa í Gautaborg,“ sagði Oskar sem lék sex leiki með Häcken í sænsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og tvo leiki í Evrópudeildinni. „Mér fannst ganga vel en er smá vonsvikinn að hafa ekki fengið að spila meira á síðasta tímabili. Vonandi breytist það í ár.“ Hjá Mjällby lék Oskar undir stjórn Milos Milojevic sem kom liðinu upp um tvær deildir á jafn mörgum árum. Milos er Íslendingum að góðu kunnur en hann stýrði Víkingi R. og Breiðabliki hér á landi. „Fyrra árið áttum við í Mjällby að vinna deildina svo það kom ekki svo mikið á óvart. En að komast upp úr B-deildinni sem nýliðar var óvænt. Þeir voru með góðan hóp og Milos er virkilega góður þjálfari. Vonandi fæ ég tækifæri til að vinna aftur með honum og hann nær því besta fram í leikmönnum sínum,“ sagði Oskar að endingu. EM 2020 í fótbolta Sænski boltinn Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Sjá meira
Oskar Sverrisson, leikmaður Häcken í Svíþjóð, gæti leikið sinn fyrsta A-landsleik fyrir Ísland þegar íslenska liðið mætir því kanadíska í vináttulandsleik í Los Angeles í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 23:59. Oskar er ekki þekktasta nafnið í íslenska hópnum. Hann hefur aldrei leikið hér á landi og lék ekki fyrir yngri landslið Íslands. Hann hefur búið í Svíþjóð alla ævi en á íslenskan föður. „Ég hef alltaf haft þetta bak við eyrað en ég hugsaði ekki um þetta núna,“ sagði Oskar í samtali við Vísi, aðspurður hvort hann hefði verið búinn að bíða lengi eftir að vera valinn í íslenska landsliðið. „Ég hef alltaf haft góða tengingu við Ísland. Amma og afi búa hér og systir mín flutti til Íslands fyrir 7-8 árum. Ég grínaðist alltaf með að mig langaði að spila fyrir Ísland. Þetta hefur alltaf verið draumur og núna hefur hann ræst.“Æfði með Val og KeflavíkOskar segir að það komi til greina að spila á Íslandi í framtíðinni.vísir/gettyOskar heldur sambandi við ættingja sína á Íslandi þótt það séu nokkur ár síðan hann kom hingað til lands. „Ég held alltaf sambandi við fólkið mitt hérna en hef ekki komið til Íslands í þrjú ár. Ég kom alltaf reglulega hingað,“ sagði Oskar sem er opinn fyrir því að spila á Íslandi á næstu árum. „Það kemur alveg til greina. Fyrir nokkrum árum kom ég hingað og æfði með Val og Keflavík. En ég hélt kyrru fyrir í Svíþjóð.“Heyrði í Hamrén viku fyrir jólOskar á landsliðsæfingu.mynd/ksíEins og áður sagði mæta Íslendingar Kanadamönnum í dag. Á sunnudaginn mætir Ísland El Salvador í öðrum vináttulandsleik sem fer einnig fram í Los Angeles. Oskar er nokkuð bjartsýnn á að fá tækifæri í leikjunum tveimur. „Ég vona það. Ég get bara staðið mig á æfingum og svo er það Eriks [Hamrén] að ákveða hvort ég spili. Jafnvel þótt ég spili ekkert verður þetta góð reynsla,“ sagði Oskar. Hann segir ekki langt síðan hann heyrði fyrst í Erik. „Ég held það hafi verið viku fyrir jól sem Erik hringdi í mig,“ sagði Oskar. „Ég veit að hann hefur horft á marga leiki í sænsku úrvalsdeildinni og þekkir hana vel.“ Oskar, sem er 27 ára, hefur lengst af ferilsins leikið í neðri deildunum í Svíþjóð. Á síðasta tímabili lék hann hins vegar með Häcken í sænsku úrvalsdeildinni. Hann kom til liðsins eftir að hafa farið upp úr C-deildinni með Mjällby.Vonast til að vinna aftur með MilosOskar vonast til að fá fleiri tækifæri með Häcken á næsta tímabili.vísir/getty„Ég á þrjú ár eftir af samningnum við Häcken. Ég kann vel við mig hjá félaginu og að nýt þess að búa í Gautaborg,“ sagði Oskar sem lék sex leiki með Häcken í sænsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og tvo leiki í Evrópudeildinni. „Mér fannst ganga vel en er smá vonsvikinn að hafa ekki fengið að spila meira á síðasta tímabili. Vonandi breytist það í ár.“ Hjá Mjällby lék Oskar undir stjórn Milos Milojevic sem kom liðinu upp um tvær deildir á jafn mörgum árum. Milos er Íslendingum að góðu kunnur en hann stýrði Víkingi R. og Breiðabliki hér á landi. „Fyrra árið áttum við í Mjällby að vinna deildina svo það kom ekki svo mikið á óvart. En að komast upp úr B-deildinni sem nýliðar var óvænt. Þeir voru með góðan hóp og Milos er virkilega góður þjálfari. Vonandi fæ ég tækifæri til að vinna aftur með honum og hann nær því besta fram í leikmönnum sínum,“ sagði Oskar að endingu.
EM 2020 í fótbolta Sænski boltinn Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Sjá meira