Greindi óvænt frá því að hún væri transkona Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. janúar 2020 19:51 Nikkie de Jager, betur þekkt sem NikkieTutorials, heldur úti gríðarvinsælli YouTube-rás þar sem hún birtir förðunarmyndbönd af ýmsum toga. Vísir/getty Nikkie de Jager, ein vinsælasta YouTube-stjarna heims, er transkona. De Jager greindi frá þessu í myndbandi sem hún birti á YouTube í gær og sagðist hafa ákveðið að taka málin í sinar hendur eftir að óprúttnir aðilar hefðu hótað því að afhjúpa hana. De Jager er þekkt undir nafninu NikkieTutorials og hefur haldið úti samnefndri YouTube-rás í rúman áratug. Hún er ein sú vinsælasta á sviði förðunar á miðlinum og státar af um þrettán milljón áskrifendum. Þá hefur hún birt myndbönd í samstarfi við Hollywood-stjörnur á borð við Lady Gaga og Jessie J. Þetta er í fyrsta sinn á löngum ferli sem De Jager greinir frá því að hún sé trans og fréttirnar komu því mörgum aðdáendum hennar í opna skjöldu. Myndbandið sem flutti netheimum tíðindin ber heitið „I‘m Coming Out“, eða „Ég kem út úr skápnum“ upp á íslensku og er í fyrsta sæti á vinsældarlista YouTube þessa stundina. De Jager rekur þar sögu sína og aðdraganda þess að hún ákvað loks að svipta hulunni af því sem hingað til hafði verið leyndarmál. „Þegar ég var yngri fæddist ég í röngum líkama, sem þýðir að ég er núna trans. […] Guð minn góður, þetta er svo frelsandi. Þið höfðuð ekki hugmynd um það þessi ellefu ár sem ég hef haldið rásinni úti, að ég bjó yfir þessu leyndarmáli og mig langaði alltaf að deila því með ykkur.“ Þá vandar hún óprúttnum aðilum, sem hún segir í raun hafa neytt sig til að leysa frá skjóðunni, ekki kveðjurnar. „Þessi er fyrir ykkur,“ segir De Jager og heldur uppi löngutöng á annarri hönd. Myndbandið má sjá í spilaranum ofar í fréttinni. De Jager hefur notið mikils stuðnings meðal aðdáenda sinna, sem og meðlima hinseginsamfélagsins, eftir að hún greindi frá því að hún væri transkona. Hún kveðst afar þakklát fyrir viðtökurnar, þær hafi farið fram úr hennar björtustu vonum. Hinsegin Samfélagsmiðlar Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ Lífið Fleiri fréttir Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Sjá meira
Nikkie de Jager, ein vinsælasta YouTube-stjarna heims, er transkona. De Jager greindi frá þessu í myndbandi sem hún birti á YouTube í gær og sagðist hafa ákveðið að taka málin í sinar hendur eftir að óprúttnir aðilar hefðu hótað því að afhjúpa hana. De Jager er þekkt undir nafninu NikkieTutorials og hefur haldið úti samnefndri YouTube-rás í rúman áratug. Hún er ein sú vinsælasta á sviði förðunar á miðlinum og státar af um þrettán milljón áskrifendum. Þá hefur hún birt myndbönd í samstarfi við Hollywood-stjörnur á borð við Lady Gaga og Jessie J. Þetta er í fyrsta sinn á löngum ferli sem De Jager greinir frá því að hún sé trans og fréttirnar komu því mörgum aðdáendum hennar í opna skjöldu. Myndbandið sem flutti netheimum tíðindin ber heitið „I‘m Coming Out“, eða „Ég kem út úr skápnum“ upp á íslensku og er í fyrsta sæti á vinsældarlista YouTube þessa stundina. De Jager rekur þar sögu sína og aðdraganda þess að hún ákvað loks að svipta hulunni af því sem hingað til hafði verið leyndarmál. „Þegar ég var yngri fæddist ég í röngum líkama, sem þýðir að ég er núna trans. […] Guð minn góður, þetta er svo frelsandi. Þið höfðuð ekki hugmynd um það þessi ellefu ár sem ég hef haldið rásinni úti, að ég bjó yfir þessu leyndarmáli og mig langaði alltaf að deila því með ykkur.“ Þá vandar hún óprúttnum aðilum, sem hún segir í raun hafa neytt sig til að leysa frá skjóðunni, ekki kveðjurnar. „Þessi er fyrir ykkur,“ segir De Jager og heldur uppi löngutöng á annarri hönd. Myndbandið má sjá í spilaranum ofar í fréttinni. De Jager hefur notið mikils stuðnings meðal aðdáenda sinna, sem og meðlima hinseginsamfélagsins, eftir að hún greindi frá því að hún væri transkona. Hún kveðst afar þakklát fyrir viðtökurnar, þær hafi farið fram úr hennar björtustu vonum.
Hinsegin Samfélagsmiðlar Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ Lífið Fleiri fréttir Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Sjá meira