Danir innkalla íslenskt súkkulaði Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. janúar 2020 21:09 Súkkulaðið sem innkallað var í Danmörku. Nói Síríus Danski verslunarrisinn Coop hefur innkallað súkkulaði frá íslensku sælgætisverksmiðjunni Nóa Síríusi vegna hættu á að plast hafi borist í súkkulaðiplötur. Í frétt DR um málið segir að súkkulaðið sé framleitt á „eldfjallaeyjunni“ en selt um alla Danmörku í verslunum Irma, sem heyra undir Coop. Viðskiptavinum sem kunna að hafa keypt umrætt súkkulaði frá Nóa Siríusi, 100 gramma mjólkursúkkulaðiplötu með íslensku sjávarsalti og karamellu, er bent á að hægt sé að skila því í allar Irma-verslanir og fá endurgreitt. Þá beinir danska matvælastofnunin því til neytenda að borða ekki súkkulaðið þar sem ekki sé hægt að útiloka að blátt plast hafi borist í það við framleiðslu á Íslandi. Hið sama var uppi á teningnum í síðustu viku þegar Nói Síríus innkallaði þrjár tegundir af súkkulaði hér á landi. Um var að ræða tvær stærðir af hreinu Síríus Rjómasúkkulaði og eina stærð af Síríus Suðusúkkulaði. „Plastið sem kann að hafa farið í súkkulaðið er ýmist blátt eða bleikt að lit og ætti því að vera sjáanlegt neytendum þegar varan er opnuð. Tekið skal fram að umræddur vélbúnaður hefur verið lagfærður og því um einangrað tilvik að ræða,“ sagði í tilkynningu Nóa Síríusar á föstudag. Danmörk Neytendur Tengdar fréttir Bleikt eða blátt plast gæti hafa borist í súkkulaði frá Nóa Siríus Vegna bilunar í vélbúnaði hefur Nói Síríus ákveðið að innkalla þrjú vörunúmer því ekki er hægt að útiloka að plast hafi borist í súkkulaðiplötur. 10. janúar 2020 16:13 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Danski verslunarrisinn Coop hefur innkallað súkkulaði frá íslensku sælgætisverksmiðjunni Nóa Síríusi vegna hættu á að plast hafi borist í súkkulaðiplötur. Í frétt DR um málið segir að súkkulaðið sé framleitt á „eldfjallaeyjunni“ en selt um alla Danmörku í verslunum Irma, sem heyra undir Coop. Viðskiptavinum sem kunna að hafa keypt umrætt súkkulaði frá Nóa Siríusi, 100 gramma mjólkursúkkulaðiplötu með íslensku sjávarsalti og karamellu, er bent á að hægt sé að skila því í allar Irma-verslanir og fá endurgreitt. Þá beinir danska matvælastofnunin því til neytenda að borða ekki súkkulaðið þar sem ekki sé hægt að útiloka að blátt plast hafi borist í það við framleiðslu á Íslandi. Hið sama var uppi á teningnum í síðustu viku þegar Nói Síríus innkallaði þrjár tegundir af súkkulaði hér á landi. Um var að ræða tvær stærðir af hreinu Síríus Rjómasúkkulaði og eina stærð af Síríus Suðusúkkulaði. „Plastið sem kann að hafa farið í súkkulaðið er ýmist blátt eða bleikt að lit og ætti því að vera sjáanlegt neytendum þegar varan er opnuð. Tekið skal fram að umræddur vélbúnaður hefur verið lagfærður og því um einangrað tilvik að ræða,“ sagði í tilkynningu Nóa Síríusar á föstudag.
Danmörk Neytendur Tengdar fréttir Bleikt eða blátt plast gæti hafa borist í súkkulaði frá Nóa Siríus Vegna bilunar í vélbúnaði hefur Nói Síríus ákveðið að innkalla þrjú vörunúmer því ekki er hægt að útiloka að plast hafi borist í súkkulaðiplötur. 10. janúar 2020 16:13 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Bleikt eða blátt plast gæti hafa borist í súkkulaði frá Nóa Siríus Vegna bilunar í vélbúnaði hefur Nói Síríus ákveðið að innkalla þrjú vörunúmer því ekki er hægt að útiloka að plast hafi borist í súkkulaðiplötur. 10. janúar 2020 16:13