Heims- og Ólympíumeistarar Dana unnu Rússa, 28-31, í síðasta leik riðlakeppninnar á EM 2020 í handbolta. Leikurinn skipti engu máli enda bæði lið úr leik.
Fyrir daginn áttu Danir möguleika á að komast áfram en sú von varð að engu eftir sigur Ungverja á Íslendingum, 18-24.
Rússland var þremur mörkum yfir í hálfleik, 15-12, en í seinni hálfleik var Danmörk mun sterkari aðilinn. Danir unnu seinni hálfleikinn með sex mörkum og leikinn, 28-31.
Mikkel Hansen skoraði sjö mörk fyrir Dani og þeir Johan Hansen, Rasmus Lauge og Hans Lindberg voru allir með fjögur mörk.
Igor Soroka skoraði sex mörk fyrir Rússa sem töpuðu öllum þremur leikjum sínum á EM.
