Lagði af stað frá Keflavík til Alicante en lenti í Valencia Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. janúar 2020 22:57 Ferill flugvélarinnar frá Keflavík til Valencia sést hér. Valencia er svo rauðmerkt á kortinu og Alicante, upphaflegur áfangastaður, merktur með bláu. Skjáskot/Flightradar Flugvél norska flugfélagsins Norwegian, sem lagði af stað til Alicante á Spáni frá Keflavíkurflugvelli á sjöunda tímanum, var lent í spænsku borginni Valencia nú skömmu fyrir klukkan ellefu að íslenskum tíma. Flugvellinum í Alicante var lokað í dag vegna elds sem þar kom upp og verður ekki starfhæfur fyrr en á morgun. Samkvæmt upplýsingum á vef Isavia fór vélin frá Keflavíkurflugvelli klukkan 18:05 og var áfangastaður þá Alicante samkvæmt áætlun. Samkvæmt upplýsingum í hópi Íslendinga á Costa Blanca-svæðinu á Spáni var farþegum gert viðvart um breyttan áfangastað í kvöld en ætla má að nokkur fjöldi Íslendinga hafi verið um borð í vélinni. Vél Norwegian lenti svo á flugvellinum í Valencia nú á ellefta tímanum, ef marka má feril vélarinnar á vefsíðunni Flightradar. Valencia er í um 160 kílómetra fjarlægð frá Alicante. Flugvöllurinn í Alicante var rýmdur í morgun þegar eldur kviknaði í þaki flugstöðvarbyggingarinnar. Slökkviliðsmenn náðu að endingu tökum á eldinum og reykræstu. Flugvélum sem lenda áttu á vellinum hefur ýmist verið beint til Valencia eða Murcia, nærliggjandi borga. Í frétt Independent um málið segir að upptök eldsins séu ekki kunn. Myndbönd á samfélagsmiðlum sýna reyk leggja frá flugvellinum og farþega bíða fyrir utan flugstöðvarbygginguna. #Alicanteairport on fire at mo pic.twitter.com/DDV9mdTmRL— Jerry Stevens (@jerry_stevens) January 15, 2020 Fram kemur í tísti Aena, sem rekur tugi flugvalla á Spáni og þar á meðal völlinn á Alicante, að flugvöllurinn verði ekki kominn í gagnið að nýju fyrr en á hádegi á morgun, 16. janúar. Því er beint til farþega að koma ekki á völlinn heldur hafa samband við flugfélagið sem þeir hyggjast fljúga með. #ActualizaciónEl Aeropuerto de #Alicante-#Elche no estará operativo hasta las 12:00 horas de mañana 16 de enero.Por favor, no te dirijas al Aeropuerto y contacta con tu aerolínea.— Aena (@aena) January 15, 2020 Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Spánn Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
Flugvél norska flugfélagsins Norwegian, sem lagði af stað til Alicante á Spáni frá Keflavíkurflugvelli á sjöunda tímanum, var lent í spænsku borginni Valencia nú skömmu fyrir klukkan ellefu að íslenskum tíma. Flugvellinum í Alicante var lokað í dag vegna elds sem þar kom upp og verður ekki starfhæfur fyrr en á morgun. Samkvæmt upplýsingum á vef Isavia fór vélin frá Keflavíkurflugvelli klukkan 18:05 og var áfangastaður þá Alicante samkvæmt áætlun. Samkvæmt upplýsingum í hópi Íslendinga á Costa Blanca-svæðinu á Spáni var farþegum gert viðvart um breyttan áfangastað í kvöld en ætla má að nokkur fjöldi Íslendinga hafi verið um borð í vélinni. Vél Norwegian lenti svo á flugvellinum í Valencia nú á ellefta tímanum, ef marka má feril vélarinnar á vefsíðunni Flightradar. Valencia er í um 160 kílómetra fjarlægð frá Alicante. Flugvöllurinn í Alicante var rýmdur í morgun þegar eldur kviknaði í þaki flugstöðvarbyggingarinnar. Slökkviliðsmenn náðu að endingu tökum á eldinum og reykræstu. Flugvélum sem lenda áttu á vellinum hefur ýmist verið beint til Valencia eða Murcia, nærliggjandi borga. Í frétt Independent um málið segir að upptök eldsins séu ekki kunn. Myndbönd á samfélagsmiðlum sýna reyk leggja frá flugvellinum og farþega bíða fyrir utan flugstöðvarbygginguna. #Alicanteairport on fire at mo pic.twitter.com/DDV9mdTmRL— Jerry Stevens (@jerry_stevens) January 15, 2020 Fram kemur í tísti Aena, sem rekur tugi flugvalla á Spáni og þar á meðal völlinn á Alicante, að flugvöllurinn verði ekki kominn í gagnið að nýju fyrr en á hádegi á morgun, 16. janúar. Því er beint til farþega að koma ekki á völlinn heldur hafa samband við flugfélagið sem þeir hyggjast fljúga með. #ActualizaciónEl Aeropuerto de #Alicante-#Elche no estará operativo hasta las 12:00 horas de mañana 16 de enero.Por favor, no te dirijas al Aeropuerto y contacta con tu aerolínea.— Aena (@aena) January 15, 2020
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Spánn Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira