Ætti ég að skipta um starf? Þrjú atriði til umhugsunar Rakel Sveinsdóttir skrifar 27. janúar 2020 10:00 Gott er að undirbúa sig vel áður en ákvörðun er tekin um að skipta um starf. Vísir/Getty Í dag er mun algengara en áður að fólk færi sig um set í starfi. Sumir miða jafnvel við einhvern ákveðinn starfstíma á hverjum vinnustað, t.d. 5-7 ár eða 10. Erlendis er jafnvel ráðið í starf þar sem tilkynnt er um það fyrirfram að viðkomandi geti ekki starfað lengur en í 10 ár að hámarki. Stundum vill fólk skipta um starf til þess að þróa sjálfan sig áfram. Stundum vegna þess að það er óánægt þar sem það er. Hér eru þrjú atriði sem gott er að hugleiða vel áður en ákvörðun er tekin. Hvers vegna viltu hætta? Á sínum tíma samþykktir þú að taka að þér starfið sem þú ert í núna. Á þeim tíma fannst þér starfið spennandi. Hvað hefur breyst síðan þá? Hugleiddu þetta því ef svarið felst eingöngu í ,,af því bara“ eða að þér finnist eitthvað ,,leiðinlegt“ máttu líka velta fyrir þér þínu eigin viðhorfi því vinna og starfsframi krefst þrautseigju. Ef þú upplifir það hins vegar að starfið sé ekki lengur áskorun fyrir þig eða tilfinningin um stöðnun er orðin viðvarandi, er ástæða fyrir þig að skoða nýtt starf. Var verið að breyta einhverju? Flest fyrirtæki þurfa að fara í gegnum breytingar á einhverjum tímapunkti. Þær geta verið misstórar, misauðveldar og jafnvel falið í sér breytingar sem þér er alls ekki að skapi. Ef fyrirtækið sem þú starfar hjá er nýbúið að fara í gegnum breytingar, er ágætt að hugleiða það vel hvort þú hafir gefið þeim breytingum tækifæri á að sanna sig áður en þú dæmir þær alveg ómögulegar. Verður þetta kannski ágætt einhvern tímann? Oft er gott að leyfa smá tíma að líða áður en tekin er ákvörðun um að hætta í starfi vegna breytinga. Hvað muntu fá í staðinn? Hér gildir orðatiltækið ,,er grasið örugglega grænna hinum megin?“ Hugleiddu þetta vel áður en þú tekur ákvörðun. Til dæmis væri ágætt að skoða atvinnuauglýsingar, sjá hvaða störf eru í boði og punkta niður hverju þú telur þig helst leita eftir. Eins er ágætt að hugleiða hver fórnarkostnaðurinn er því hann er alltaf einhver. Með fórnarkostnaði er átt við eitthvað sem án efa efla fylgir núverandi starfi þínu og þér finnst jákvætt. Það gæti verið vegalengdin á milli heimilis og vinnu, einhver sveigjanleiki í verkefnum eða vinnutíma sem ekki býðst alls staðar o.s.frv. Ef þú tekur síðan ákvörðun um að skipta um starf er ágætt að fara að vinna í ferilskrá. Eins að taka ákvörðun um hvort þú viljir hefja atvinnuleitina, áður en þú segir upp. Með því að hugleiða vel hlutina áður en ákvörðunin er tekin, eykur þú líkurnar á að verða einbeittari og skilvirkari í ferlinu sem framundan er. Gangi þér vel! Vistaskipti Tengdar fréttir Að setja sér markmið í starfi 2020: Þrjár skotheldar leiðir Fyrir hvað viltu vera þekkt/þekktur í starfi? Hvaða fimm atriði stóðu uppúr hjá þér árið 2019? Rúna Magnúsdóttir stofnandi The Change Makers hvetur fólk til að setja sér persónuleg markmið í starfi fyrir árið 2020. 23. janúar 2020 09:00 Stjórnendastörf 2020: Árið í ráðningum lítur vel út Fyrirtæki gera kröfur um að fólk sem ráðið er í stjórnunarstörf sé vel upplýst um nýjungar í rekstri og atvinnulífi, hér heima og erlendis. Kynjahlutföll skipta meira máli nú en áður. Hreyfingar í stjórnunarstörfum endurspegla ekki alltaf sömu sveiflur og í efnahagslífinu. 27. janúar 2020 09:00 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Í dag er mun algengara en áður að fólk færi sig um set í starfi. Sumir miða jafnvel við einhvern ákveðinn starfstíma á hverjum vinnustað, t.d. 5-7 ár eða 10. Erlendis er jafnvel ráðið í starf þar sem tilkynnt er um það fyrirfram að viðkomandi geti ekki starfað lengur en í 10 ár að hámarki. Stundum vill fólk skipta um starf til þess að þróa sjálfan sig áfram. Stundum vegna þess að það er óánægt þar sem það er. Hér eru þrjú atriði sem gott er að hugleiða vel áður en ákvörðun er tekin. Hvers vegna viltu hætta? Á sínum tíma samþykktir þú að taka að þér starfið sem þú ert í núna. Á þeim tíma fannst þér starfið spennandi. Hvað hefur breyst síðan þá? Hugleiddu þetta því ef svarið felst eingöngu í ,,af því bara“ eða að þér finnist eitthvað ,,leiðinlegt“ máttu líka velta fyrir þér þínu eigin viðhorfi því vinna og starfsframi krefst þrautseigju. Ef þú upplifir það hins vegar að starfið sé ekki lengur áskorun fyrir þig eða tilfinningin um stöðnun er orðin viðvarandi, er ástæða fyrir þig að skoða nýtt starf. Var verið að breyta einhverju? Flest fyrirtæki þurfa að fara í gegnum breytingar á einhverjum tímapunkti. Þær geta verið misstórar, misauðveldar og jafnvel falið í sér breytingar sem þér er alls ekki að skapi. Ef fyrirtækið sem þú starfar hjá er nýbúið að fara í gegnum breytingar, er ágætt að hugleiða það vel hvort þú hafir gefið þeim breytingum tækifæri á að sanna sig áður en þú dæmir þær alveg ómögulegar. Verður þetta kannski ágætt einhvern tímann? Oft er gott að leyfa smá tíma að líða áður en tekin er ákvörðun um að hætta í starfi vegna breytinga. Hvað muntu fá í staðinn? Hér gildir orðatiltækið ,,er grasið örugglega grænna hinum megin?“ Hugleiddu þetta vel áður en þú tekur ákvörðun. Til dæmis væri ágætt að skoða atvinnuauglýsingar, sjá hvaða störf eru í boði og punkta niður hverju þú telur þig helst leita eftir. Eins er ágætt að hugleiða hver fórnarkostnaðurinn er því hann er alltaf einhver. Með fórnarkostnaði er átt við eitthvað sem án efa efla fylgir núverandi starfi þínu og þér finnst jákvætt. Það gæti verið vegalengdin á milli heimilis og vinnu, einhver sveigjanleiki í verkefnum eða vinnutíma sem ekki býðst alls staðar o.s.frv. Ef þú tekur síðan ákvörðun um að skipta um starf er ágætt að fara að vinna í ferilskrá. Eins að taka ákvörðun um hvort þú viljir hefja atvinnuleitina, áður en þú segir upp. Með því að hugleiða vel hlutina áður en ákvörðunin er tekin, eykur þú líkurnar á að verða einbeittari og skilvirkari í ferlinu sem framundan er. Gangi þér vel!
Vistaskipti Tengdar fréttir Að setja sér markmið í starfi 2020: Þrjár skotheldar leiðir Fyrir hvað viltu vera þekkt/þekktur í starfi? Hvaða fimm atriði stóðu uppúr hjá þér árið 2019? Rúna Magnúsdóttir stofnandi The Change Makers hvetur fólk til að setja sér persónuleg markmið í starfi fyrir árið 2020. 23. janúar 2020 09:00 Stjórnendastörf 2020: Árið í ráðningum lítur vel út Fyrirtæki gera kröfur um að fólk sem ráðið er í stjórnunarstörf sé vel upplýst um nýjungar í rekstri og atvinnulífi, hér heima og erlendis. Kynjahlutföll skipta meira máli nú en áður. Hreyfingar í stjórnunarstörfum endurspegla ekki alltaf sömu sveiflur og í efnahagslífinu. 27. janúar 2020 09:00 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Að setja sér markmið í starfi 2020: Þrjár skotheldar leiðir Fyrir hvað viltu vera þekkt/þekktur í starfi? Hvaða fimm atriði stóðu uppúr hjá þér árið 2019? Rúna Magnúsdóttir stofnandi The Change Makers hvetur fólk til að setja sér persónuleg markmið í starfi fyrir árið 2020. 23. janúar 2020 09:00
Stjórnendastörf 2020: Árið í ráðningum lítur vel út Fyrirtæki gera kröfur um að fólk sem ráðið er í stjórnunarstörf sé vel upplýst um nýjungar í rekstri og atvinnulífi, hér heima og erlendis. Kynjahlutföll skipta meira máli nú en áður. Hreyfingar í stjórnunarstörfum endurspegla ekki alltaf sömu sveiflur og í efnahagslífinu. 27. janúar 2020 09:00