Óttast að tjónið á Flateyri kunni að vera meira en talið var í fyrstu Jóhann K. Jóhannsson og Atli Ísleifsson skrifa 17. janúar 2020 12:48 Innan úr húsi á Flateyri. Vísir/Egill Viðbragðsaðilar á Flateyri hafa unnið að verðmætabjörgun í morgun. Ljóst er að gífurlegt tjón hefur orðið í bænum sem enn hefur þó ekki verið metið en óttast er að það gæti verið meira en áður var talið. Jóhann K. Jóhannsson fréttamaður er staddur á Flateyri og segir að verið sé að reyna að koma daglegu lífi í skorður. Viðbragðsaðilar hafa verið í verðmætabjörgun og sérfræðingar frá Umhverfisstofnun eru að meta mengunina í höfninni þar sem sex bátar sukku í öðru snjóflóðinu. Þá Virðist þó sem svo að mengunin sé einangruð við svæðið innan hafnarinnar. Ljóst má vera að skemmdir urðu á varanlegum hafnarmannvirkjum á Flateyri, auk þess að flotbryggja slitnaði upp. Sláandi aðstæður Hulda Árnadóttir, framkvæmdastjóri hjá Náttúruhamfaratryggingu Íslands, segir aðstæður á hamfarasvæðunum vera sláandi. „Líka að sjá hvað flóðið fer nærri öðrum húsum þannig að þegar við horfum á þetta heildrænt þá erum við þakklát hvernig þetta slapp til. Alltaf gott að vita til þess að enginn hafi slasast alvarlega. Það er náttúrulega það sem skiptir mestu máli.“ Hulda Árnadóttir, framkvæmdastjóri hjá Náttúruhamfaratryggingu Íslands.Egill Aðalsteinsson Íbúar hér óttast að tjónið gæti verið meira en áður var talið og komi jafnvel ekki alveg í ljós fyrr en snjó leysir. „Það er algerlega þannig að við berum ábyrgð á þeim tjónum sem eru tryggð hjá okkur þangað til að hægt er að rannsaka þau. Það breytir engu um bótaskyldu okkar hvort við getum séð það strax eða ekki þannig að við högum bara okkar verkefnum i samræmi við þær aðstæður sem eru á hverjum stað.“ Frá Flateyri í dag.Jóhann K Þið eruð búin að meta aðstæður í dag og í gær. Hversu mikið tjón er þetta? „Við höfum ekki verið að meta eiginlegt tjón í fjárhæðum hérna. Við erum að ná yfirsýn yfir atburðinn, við erum að hitta fólk sem hefur orðið fyrir tjóni og við erum að upplýsa um þeirra réttindi og hvernig það snýr sér. Við erum fyrst og fremst nú í öflun upplýsinga og upplýsingagjöf til þeirra sem hlut eiga að máli.“ Hulda segir að fulltrúar Náttúruhamfaratryggingar fari svo heim síðar í dag en komi aftur á mánudag. Þá verði íbúafundur á mánudaginn og svo komi matsmenn í framhaldi af því. Almannavarnir Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tryggingar Tengdar fréttir Kisurnar í Ólafstúni 14 heilar á húfi Eyþór Jóvinsson, íbúi á Flateyri og eigandi bókabúðarinnar í bænum, birti fallega mynd af sér á Facebook-síðu bókabúðarinnar í dag þar sem hann heldur á öðrum heimiliskettinum í Ólafstúni 14 sem varð fyrir snjóflóðinu sem féll á þriðjudagskvöld. 17. janúar 2020 12:15 Drónamyndir frá Flateyri sýna eyðilegginguna í höfninni Líkt og komið hefur fram varð gríðarlegt tjón í höfninni við Flateyri eftir að annað af tveimur snjóflóðum sem féll við bæinn á þriðjudaginn fór í höfnina. 16. janúar 2020 21:10 Varnargarðarnir á Flateyri ekki hannaðir fyrir flóð sem fer á allt að 200 kílómetra hraða Tómas Jóhannesson, fagstjóri ofanflóðavarna á Veðurstofu Íslands, segir að hraði snjóflóðsins úr Skollahvilft á Flateyri á þriðjudagskvöld sé væntanlega meginskýringin á því að það flæddi yfir varnargarðana fyrir ofan bæinn. 16. janúar 2020 14:30 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Fleiri fréttir Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Sjá meira
Viðbragðsaðilar á Flateyri hafa unnið að verðmætabjörgun í morgun. Ljóst er að gífurlegt tjón hefur orðið í bænum sem enn hefur þó ekki verið metið en óttast er að það gæti verið meira en áður var talið. Jóhann K. Jóhannsson fréttamaður er staddur á Flateyri og segir að verið sé að reyna að koma daglegu lífi í skorður. Viðbragðsaðilar hafa verið í verðmætabjörgun og sérfræðingar frá Umhverfisstofnun eru að meta mengunina í höfninni þar sem sex bátar sukku í öðru snjóflóðinu. Þá Virðist þó sem svo að mengunin sé einangruð við svæðið innan hafnarinnar. Ljóst má vera að skemmdir urðu á varanlegum hafnarmannvirkjum á Flateyri, auk þess að flotbryggja slitnaði upp. Sláandi aðstæður Hulda Árnadóttir, framkvæmdastjóri hjá Náttúruhamfaratryggingu Íslands, segir aðstæður á hamfarasvæðunum vera sláandi. „Líka að sjá hvað flóðið fer nærri öðrum húsum þannig að þegar við horfum á þetta heildrænt þá erum við þakklát hvernig þetta slapp til. Alltaf gott að vita til þess að enginn hafi slasast alvarlega. Það er náttúrulega það sem skiptir mestu máli.“ Hulda Árnadóttir, framkvæmdastjóri hjá Náttúruhamfaratryggingu Íslands.Egill Aðalsteinsson Íbúar hér óttast að tjónið gæti verið meira en áður var talið og komi jafnvel ekki alveg í ljós fyrr en snjó leysir. „Það er algerlega þannig að við berum ábyrgð á þeim tjónum sem eru tryggð hjá okkur þangað til að hægt er að rannsaka þau. Það breytir engu um bótaskyldu okkar hvort við getum séð það strax eða ekki þannig að við högum bara okkar verkefnum i samræmi við þær aðstæður sem eru á hverjum stað.“ Frá Flateyri í dag.Jóhann K Þið eruð búin að meta aðstæður í dag og í gær. Hversu mikið tjón er þetta? „Við höfum ekki verið að meta eiginlegt tjón í fjárhæðum hérna. Við erum að ná yfirsýn yfir atburðinn, við erum að hitta fólk sem hefur orðið fyrir tjóni og við erum að upplýsa um þeirra réttindi og hvernig það snýr sér. Við erum fyrst og fremst nú í öflun upplýsinga og upplýsingagjöf til þeirra sem hlut eiga að máli.“ Hulda segir að fulltrúar Náttúruhamfaratryggingar fari svo heim síðar í dag en komi aftur á mánudag. Þá verði íbúafundur á mánudaginn og svo komi matsmenn í framhaldi af því.
Almannavarnir Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tryggingar Tengdar fréttir Kisurnar í Ólafstúni 14 heilar á húfi Eyþór Jóvinsson, íbúi á Flateyri og eigandi bókabúðarinnar í bænum, birti fallega mynd af sér á Facebook-síðu bókabúðarinnar í dag þar sem hann heldur á öðrum heimiliskettinum í Ólafstúni 14 sem varð fyrir snjóflóðinu sem féll á þriðjudagskvöld. 17. janúar 2020 12:15 Drónamyndir frá Flateyri sýna eyðilegginguna í höfninni Líkt og komið hefur fram varð gríðarlegt tjón í höfninni við Flateyri eftir að annað af tveimur snjóflóðum sem féll við bæinn á þriðjudaginn fór í höfnina. 16. janúar 2020 21:10 Varnargarðarnir á Flateyri ekki hannaðir fyrir flóð sem fer á allt að 200 kílómetra hraða Tómas Jóhannesson, fagstjóri ofanflóðavarna á Veðurstofu Íslands, segir að hraði snjóflóðsins úr Skollahvilft á Flateyri á þriðjudagskvöld sé væntanlega meginskýringin á því að það flæddi yfir varnargarðana fyrir ofan bæinn. 16. janúar 2020 14:30 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Fleiri fréttir Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Sjá meira
Kisurnar í Ólafstúni 14 heilar á húfi Eyþór Jóvinsson, íbúi á Flateyri og eigandi bókabúðarinnar í bænum, birti fallega mynd af sér á Facebook-síðu bókabúðarinnar í dag þar sem hann heldur á öðrum heimiliskettinum í Ólafstúni 14 sem varð fyrir snjóflóðinu sem féll á þriðjudagskvöld. 17. janúar 2020 12:15
Drónamyndir frá Flateyri sýna eyðilegginguna í höfninni Líkt og komið hefur fram varð gríðarlegt tjón í höfninni við Flateyri eftir að annað af tveimur snjóflóðum sem féll við bæinn á þriðjudaginn fór í höfnina. 16. janúar 2020 21:10
Varnargarðarnir á Flateyri ekki hannaðir fyrir flóð sem fer á allt að 200 kílómetra hraða Tómas Jóhannesson, fagstjóri ofanflóðavarna á Veðurstofu Íslands, segir að hraði snjóflóðsins úr Skollahvilft á Flateyri á þriðjudagskvöld sé væntanlega meginskýringin á því að það flæddi yfir varnargarðana fyrir ofan bæinn. 16. janúar 2020 14:30