Rannsaka Tesla-bíla sem taka af stað að sjálfsdáðum Kjartan Kjartansson skrifar 18. janúar 2020 14:14 Tesla Model S-bifreiðar eru á meðal þeirra sem eru sagðar hafa gefið skyndilega í og rekist á hluti. AP/Christophe Ena Bandarísk yfirvöld rannsaka nú kvartanir um að Tesla-bifreiðar hafi skyndilega tekið af stað og rekist á allt frá pálmatrjám og veggjum til kyrrstæðra bíla og brunahana. Á annað hundrað kvartanir hafa borist umferðaröryggisyfirvöldum. Washington Post segir að 52 hafi slasast í tilvikum þar sem Tesla-bílar virðast hafa gefið sjálfar í og rekist á hluti. Einni kvörtun fylgdi mynd af Tesla Model S-bifreið sem hafði ekið í gegnum vegg á íbúðarhúsi eftir að eigandinn reyndi að leggja honum í bílskúr. Ekki áttu öll atvikin sér stað þegar verið var að leggja bíl eða hann var kyrrstæður. Vitni að tíu bíla árekstri á hraðbraut í Oregon-ríki segir að Tesla Model 3 sem ekið var á miklum hraða hafi virst „stjórnlaus“. Rannsókn umferðaröryggisstofnunarinnar NHTSA beinist að Model S, Model 3 og Model X sem framleiddir voru á árunum 2012 til 2019. Tesla svaraði ekki fyrirspurn Washington Post vegna kvartananna. Tesla Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Z kynslóðin og konur áberandi í kulnun og 35 prósent starfsfólks úrvinda vegna vinnu Atvinnulíf Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Bandarísk yfirvöld rannsaka nú kvartanir um að Tesla-bifreiðar hafi skyndilega tekið af stað og rekist á allt frá pálmatrjám og veggjum til kyrrstæðra bíla og brunahana. Á annað hundrað kvartanir hafa borist umferðaröryggisyfirvöldum. Washington Post segir að 52 hafi slasast í tilvikum þar sem Tesla-bílar virðast hafa gefið sjálfar í og rekist á hluti. Einni kvörtun fylgdi mynd af Tesla Model S-bifreið sem hafði ekið í gegnum vegg á íbúðarhúsi eftir að eigandinn reyndi að leggja honum í bílskúr. Ekki áttu öll atvikin sér stað þegar verið var að leggja bíl eða hann var kyrrstæður. Vitni að tíu bíla árekstri á hraðbraut í Oregon-ríki segir að Tesla Model 3 sem ekið var á miklum hraða hafi virst „stjórnlaus“. Rannsókn umferðaröryggisstofnunarinnar NHTSA beinist að Model S, Model 3 og Model X sem framleiddir voru á árunum 2012 til 2019. Tesla svaraði ekki fyrirspurn Washington Post vegna kvartananna.
Tesla Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Z kynslóðin og konur áberandi í kulnun og 35 prósent starfsfólks úrvinda vegna vinnu Atvinnulíf Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira