Bætur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum greiddar í þessum mánuði Atli Ísleifsson skrifar 3. janúar 2020 07:28 Frá endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálanna í Hæstarétti í fyrra. vísir/vilhelm Ríkið mun greiða alls 759 milljónir króna í miskabætur til málsaðila og afkomenda í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmála síðar í þessum mánuði. Er það gert á grundvelli laga samþykkt voru á Alþingi í byrjun desember. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í morgun. Þeir aðilar sem eiga að fá miskagreiðslur hafa frest til 10. janúar til að gera athugasemdir við bótaupphæðirnar, en haft var samband við þá fljótlega eftir að lögin voru samþykkt. Umrædd lög voru samþykkt í kjölfar sýknudóms Hæstaréttar í málinu en alls verða miskagreiðslur greiddar til þriggja málsaðila sem enn eru á lífi og barna hinna tveggja. Eftir að frestur rennur út verður greitt út á grundvelli stjórnvaldsákvörðunar, að því gefnu að athugasemdir kalli ekki á endurskoðun. Eru greiðslurnar á bilinu 15 til 224 milljónir króna. Í lögunum kemur fram að greiðsla umræddra bóta komi ekki í veg fyrir að málsaðilar eða aðstandendur þeirra geti höfði sérstakt bótamál fyrir dómstólum, en enn sem komið er hefur einungis Guðjón Skarphéðinsson stefnt ríkinu þar sem frekari bóta er krafist. Guðjón hefur krafist 1,3 milljarða króna í bætur vegna fimm ára fangelsisvistar sem hann afplánaði. Með dómi Hæstaréttar Íslands 27. september 2018 voru Kristján Viðar Júlíusson (áður Viðarsson), Sævar Marinó Ciesielski og Tryggvi Rúnar Leifsson sýknaðir af því að hafa orðið Guðmundi Einarssyni að bana í janúar 1974, Albert Klahn Skaftason af því að hafa tálmað rannsókn á brotinu og Guðjón Skarphéðinsson, Kristján Viðar og Sævar Marinó af því að hafa orðið Geirfinni Einarssyni að bana í nóvember 1974. Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Frumvarp um bótagreiðslur í Guðmundar- og Geirfinnsmáli samþykkt á Alþingi Frumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um heimild til að greiða bætur vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála var samþykkt á Alþingi í dag með 41 atkvæði gegn níu. 4. desember 2019 16:21 Heildarupphæðin 759 milljónir króna þegar hlé var gert á viðræðum Frumvarpi forsætisráðherra til laga um heimild til að greiða bætur vegna sýknudóms Hæstaréttar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu hefur verið dreift á Alþingi. 30. september 2019 16:21 Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Fleiri fréttir Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sjá meira
Ríkið mun greiða alls 759 milljónir króna í miskabætur til málsaðila og afkomenda í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmála síðar í þessum mánuði. Er það gert á grundvelli laga samþykkt voru á Alþingi í byrjun desember. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í morgun. Þeir aðilar sem eiga að fá miskagreiðslur hafa frest til 10. janúar til að gera athugasemdir við bótaupphæðirnar, en haft var samband við þá fljótlega eftir að lögin voru samþykkt. Umrædd lög voru samþykkt í kjölfar sýknudóms Hæstaréttar í málinu en alls verða miskagreiðslur greiddar til þriggja málsaðila sem enn eru á lífi og barna hinna tveggja. Eftir að frestur rennur út verður greitt út á grundvelli stjórnvaldsákvörðunar, að því gefnu að athugasemdir kalli ekki á endurskoðun. Eru greiðslurnar á bilinu 15 til 224 milljónir króna. Í lögunum kemur fram að greiðsla umræddra bóta komi ekki í veg fyrir að málsaðilar eða aðstandendur þeirra geti höfði sérstakt bótamál fyrir dómstólum, en enn sem komið er hefur einungis Guðjón Skarphéðinsson stefnt ríkinu þar sem frekari bóta er krafist. Guðjón hefur krafist 1,3 milljarða króna í bætur vegna fimm ára fangelsisvistar sem hann afplánaði. Með dómi Hæstaréttar Íslands 27. september 2018 voru Kristján Viðar Júlíusson (áður Viðarsson), Sævar Marinó Ciesielski og Tryggvi Rúnar Leifsson sýknaðir af því að hafa orðið Guðmundi Einarssyni að bana í janúar 1974, Albert Klahn Skaftason af því að hafa tálmað rannsókn á brotinu og Guðjón Skarphéðinsson, Kristján Viðar og Sævar Marinó af því að hafa orðið Geirfinni Einarssyni að bana í nóvember 1974.
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Frumvarp um bótagreiðslur í Guðmundar- og Geirfinnsmáli samþykkt á Alþingi Frumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um heimild til að greiða bætur vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála var samþykkt á Alþingi í dag með 41 atkvæði gegn níu. 4. desember 2019 16:21 Heildarupphæðin 759 milljónir króna þegar hlé var gert á viðræðum Frumvarpi forsætisráðherra til laga um heimild til að greiða bætur vegna sýknudóms Hæstaréttar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu hefur verið dreift á Alþingi. 30. september 2019 16:21 Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Fleiri fréttir Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sjá meira
Frumvarp um bótagreiðslur í Guðmundar- og Geirfinnsmáli samþykkt á Alþingi Frumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um heimild til að greiða bætur vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála var samþykkt á Alþingi í dag með 41 atkvæði gegn níu. 4. desember 2019 16:21
Heildarupphæðin 759 milljónir króna þegar hlé var gert á viðræðum Frumvarpi forsætisráðherra til laga um heimild til að greiða bætur vegna sýknudóms Hæstaréttar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu hefur verið dreift á Alþingi. 30. september 2019 16:21