Þetta hafa þær sem teknar voru fyrir í Skaupinu að segja Stefán Árni Pálsson skrifar 3. janúar 2020 10:30 Rætt var við nokkra þekkta einstaklinga sem teknir voru fyrir í Skaupinu. Áramótaskaupið var að sjálfsögðu á sínum stað á gamlárskvöld, enda fastur liður í áramótafögnuði flestra Íslendinga. Handritshöfundar Skaupsins í ár voru þau Þorsteinn Guðmundsson, Dóra Jóhannsdóttir, Vala Kristín Eiríksdóttir, Jakob Birgisson, Sævar Sigurgeirsson, Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir, Hugleikur Dagsson og Reynir Lyngdal, sem jafnframt leikstýrði í ár. Reynir leikstýrði síðast Skaupinu árið 2006. Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi var fjallað sérstaklega um Áramótaskaupið og farið yfir helstu atriðin. „Ég er mjög sáttur, annars hefði ég varla sett það í loftið svona,“ segir Reynir Lyngdal.Hvernig er tilfinningin þegar þú sest niður á gamlárskvöld og horfir á Skaupið?„Ég var pínu stressaður. Ég fattaði ekki að ég væri stressaður fyrr en um kvöldið. Tilfinningin eftir á var eins og það væri tekinn mjög þungur bakpoki af mér,“ segir leikstjórinn. Aðallega stressuð fyrir hönd foreldra og barna minna „Mér fannst Skaupið dúndurgott, alveg frábær,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. „Mér fannst öll atriðin með Hönsu [Jóhanna Vigdís Arnardóttir sem lék meðal annars Þorgerði ] mjög góð,“ segir Þorgerður sem er aldrei stressuð fyrir Skaupinu. „Ég verð aðallega stressuð fyrir hönd vina og vandamanna því þeir verða stressaðir. Ég er komin með þennan skráp en ég er aðallega stressuð fyrir hönd foreldra minn og barna.“ „Mér fannst það bara skemmtilegt og hló oft. Það voru líka ýmis atriði sem létu mann aðeins hugsa sem er alltaf gaman,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. „Maður reiknar alltaf bara með að maður verði í Skaupinu og maður yrði svekktur ef svo yrði ekki,“ segir Katrín. Sjónvarpskonan Sigrún Ósk Kristjánsdóttir var ein af þeim sem tekin var fyrir í Skaupinu og það fyrir Leitina að upprunanum. „Mér fannst Skaupið frábært. Mér fannst það meira segja það frábært að ég hugsaði í ár væri árið það sem allir væru sammála að það væri frábært. Svo sá ég þegar ég fór á samfélagsmiðla að það er ekki og verður kannski aldrei,“ segir Sigrún. Hér að neðan má sjá yfirferð Íslands í dag í heild sinni. Áramótaskaupið Bíó og sjónvarp Ísland í dag Tengdar fréttir Áramótaskaupið fékk misgóðar viðtökur á Twitter Áramótaskaupið var að sjálfsögðu á sínum stað í gærkvöldi, enda fastur liður í áramótafögnuði flestra Íslendinga. 1. janúar 2020 11:09 Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Fleiri fréttir Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Sjá meira
Áramótaskaupið var að sjálfsögðu á sínum stað á gamlárskvöld, enda fastur liður í áramótafögnuði flestra Íslendinga. Handritshöfundar Skaupsins í ár voru þau Þorsteinn Guðmundsson, Dóra Jóhannsdóttir, Vala Kristín Eiríksdóttir, Jakob Birgisson, Sævar Sigurgeirsson, Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir, Hugleikur Dagsson og Reynir Lyngdal, sem jafnframt leikstýrði í ár. Reynir leikstýrði síðast Skaupinu árið 2006. Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi var fjallað sérstaklega um Áramótaskaupið og farið yfir helstu atriðin. „Ég er mjög sáttur, annars hefði ég varla sett það í loftið svona,“ segir Reynir Lyngdal.Hvernig er tilfinningin þegar þú sest niður á gamlárskvöld og horfir á Skaupið?„Ég var pínu stressaður. Ég fattaði ekki að ég væri stressaður fyrr en um kvöldið. Tilfinningin eftir á var eins og það væri tekinn mjög þungur bakpoki af mér,“ segir leikstjórinn. Aðallega stressuð fyrir hönd foreldra og barna minna „Mér fannst Skaupið dúndurgott, alveg frábær,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. „Mér fannst öll atriðin með Hönsu [Jóhanna Vigdís Arnardóttir sem lék meðal annars Þorgerði ] mjög góð,“ segir Þorgerður sem er aldrei stressuð fyrir Skaupinu. „Ég verð aðallega stressuð fyrir hönd vina og vandamanna því þeir verða stressaðir. Ég er komin með þennan skráp en ég er aðallega stressuð fyrir hönd foreldra minn og barna.“ „Mér fannst það bara skemmtilegt og hló oft. Það voru líka ýmis atriði sem létu mann aðeins hugsa sem er alltaf gaman,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. „Maður reiknar alltaf bara með að maður verði í Skaupinu og maður yrði svekktur ef svo yrði ekki,“ segir Katrín. Sjónvarpskonan Sigrún Ósk Kristjánsdóttir var ein af þeim sem tekin var fyrir í Skaupinu og það fyrir Leitina að upprunanum. „Mér fannst Skaupið frábært. Mér fannst það meira segja það frábært að ég hugsaði í ár væri árið það sem allir væru sammála að það væri frábært. Svo sá ég þegar ég fór á samfélagsmiðla að það er ekki og verður kannski aldrei,“ segir Sigrún. Hér að neðan má sjá yfirferð Íslands í dag í heild sinni.
Áramótaskaupið Bíó og sjónvarp Ísland í dag Tengdar fréttir Áramótaskaupið fékk misgóðar viðtökur á Twitter Áramótaskaupið var að sjálfsögðu á sínum stað í gærkvöldi, enda fastur liður í áramótafögnuði flestra Íslendinga. 1. janúar 2020 11:09 Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Fleiri fréttir Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Sjá meira
Áramótaskaupið fékk misgóðar viðtökur á Twitter Áramótaskaupið var að sjálfsögðu á sínum stað í gærkvöldi, enda fastur liður í áramótafögnuði flestra Íslendinga. 1. janúar 2020 11:09