Þetta hafa þær sem teknar voru fyrir í Skaupinu að segja Stefán Árni Pálsson skrifar 3. janúar 2020 10:30 Rætt var við nokkra þekkta einstaklinga sem teknir voru fyrir í Skaupinu. Áramótaskaupið var að sjálfsögðu á sínum stað á gamlárskvöld, enda fastur liður í áramótafögnuði flestra Íslendinga. Handritshöfundar Skaupsins í ár voru þau Þorsteinn Guðmundsson, Dóra Jóhannsdóttir, Vala Kristín Eiríksdóttir, Jakob Birgisson, Sævar Sigurgeirsson, Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir, Hugleikur Dagsson og Reynir Lyngdal, sem jafnframt leikstýrði í ár. Reynir leikstýrði síðast Skaupinu árið 2006. Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi var fjallað sérstaklega um Áramótaskaupið og farið yfir helstu atriðin. „Ég er mjög sáttur, annars hefði ég varla sett það í loftið svona,“ segir Reynir Lyngdal.Hvernig er tilfinningin þegar þú sest niður á gamlárskvöld og horfir á Skaupið?„Ég var pínu stressaður. Ég fattaði ekki að ég væri stressaður fyrr en um kvöldið. Tilfinningin eftir á var eins og það væri tekinn mjög þungur bakpoki af mér,“ segir leikstjórinn. Aðallega stressuð fyrir hönd foreldra og barna minna „Mér fannst Skaupið dúndurgott, alveg frábær,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. „Mér fannst öll atriðin með Hönsu [Jóhanna Vigdís Arnardóttir sem lék meðal annars Þorgerði ] mjög góð,“ segir Þorgerður sem er aldrei stressuð fyrir Skaupinu. „Ég verð aðallega stressuð fyrir hönd vina og vandamanna því þeir verða stressaðir. Ég er komin með þennan skráp en ég er aðallega stressuð fyrir hönd foreldra minn og barna.“ „Mér fannst það bara skemmtilegt og hló oft. Það voru líka ýmis atriði sem létu mann aðeins hugsa sem er alltaf gaman,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. „Maður reiknar alltaf bara með að maður verði í Skaupinu og maður yrði svekktur ef svo yrði ekki,“ segir Katrín. Sjónvarpskonan Sigrún Ósk Kristjánsdóttir var ein af þeim sem tekin var fyrir í Skaupinu og það fyrir Leitina að upprunanum. „Mér fannst Skaupið frábært. Mér fannst það meira segja það frábært að ég hugsaði í ár væri árið það sem allir væru sammála að það væri frábært. Svo sá ég þegar ég fór á samfélagsmiðla að það er ekki og verður kannski aldrei,“ segir Sigrún. Hér að neðan má sjá yfirferð Íslands í dag í heild sinni. Áramótaskaupið Bíó og sjónvarp Ísland í dag Tengdar fréttir Áramótaskaupið fékk misgóðar viðtökur á Twitter Áramótaskaupið var að sjálfsögðu á sínum stað í gærkvöldi, enda fastur liður í áramótafögnuði flestra Íslendinga. 1. janúar 2020 11:09 Mest lesið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Fleiri fréttir Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Sjá meira
Áramótaskaupið var að sjálfsögðu á sínum stað á gamlárskvöld, enda fastur liður í áramótafögnuði flestra Íslendinga. Handritshöfundar Skaupsins í ár voru þau Þorsteinn Guðmundsson, Dóra Jóhannsdóttir, Vala Kristín Eiríksdóttir, Jakob Birgisson, Sævar Sigurgeirsson, Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir, Hugleikur Dagsson og Reynir Lyngdal, sem jafnframt leikstýrði í ár. Reynir leikstýrði síðast Skaupinu árið 2006. Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi var fjallað sérstaklega um Áramótaskaupið og farið yfir helstu atriðin. „Ég er mjög sáttur, annars hefði ég varla sett það í loftið svona,“ segir Reynir Lyngdal.Hvernig er tilfinningin þegar þú sest niður á gamlárskvöld og horfir á Skaupið?„Ég var pínu stressaður. Ég fattaði ekki að ég væri stressaður fyrr en um kvöldið. Tilfinningin eftir á var eins og það væri tekinn mjög þungur bakpoki af mér,“ segir leikstjórinn. Aðallega stressuð fyrir hönd foreldra og barna minna „Mér fannst Skaupið dúndurgott, alveg frábær,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. „Mér fannst öll atriðin með Hönsu [Jóhanna Vigdís Arnardóttir sem lék meðal annars Þorgerði ] mjög góð,“ segir Þorgerður sem er aldrei stressuð fyrir Skaupinu. „Ég verð aðallega stressuð fyrir hönd vina og vandamanna því þeir verða stressaðir. Ég er komin með þennan skráp en ég er aðallega stressuð fyrir hönd foreldra minn og barna.“ „Mér fannst það bara skemmtilegt og hló oft. Það voru líka ýmis atriði sem létu mann aðeins hugsa sem er alltaf gaman,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. „Maður reiknar alltaf bara með að maður verði í Skaupinu og maður yrði svekktur ef svo yrði ekki,“ segir Katrín. Sjónvarpskonan Sigrún Ósk Kristjánsdóttir var ein af þeim sem tekin var fyrir í Skaupinu og það fyrir Leitina að upprunanum. „Mér fannst Skaupið frábært. Mér fannst það meira segja það frábært að ég hugsaði í ár væri árið það sem allir væru sammála að það væri frábært. Svo sá ég þegar ég fór á samfélagsmiðla að það er ekki og verður kannski aldrei,“ segir Sigrún. Hér að neðan má sjá yfirferð Íslands í dag í heild sinni.
Áramótaskaupið Bíó og sjónvarp Ísland í dag Tengdar fréttir Áramótaskaupið fékk misgóðar viðtökur á Twitter Áramótaskaupið var að sjálfsögðu á sínum stað í gærkvöldi, enda fastur liður í áramótafögnuði flestra Íslendinga. 1. janúar 2020 11:09 Mest lesið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Fleiri fréttir Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Sjá meira
Áramótaskaupið fékk misgóðar viðtökur á Twitter Áramótaskaupið var að sjálfsögðu á sínum stað í gærkvöldi, enda fastur liður í áramótafögnuði flestra Íslendinga. 1. janúar 2020 11:09