Mikil uppbygging í Bláskógabyggð Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. janúar 2020 12:30 Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar er mjög ánægð og stolt yfir þeirri miklu uppbyggingu sem á sér nú stað í Bláskógabyggð. Vísir/Magnús - Aðsend Miklar framkvæmdir standa nú yfir í Bláskógabyggð en þar eru um þrjátíu ný hús í byggingu. Þá er verið að skoða þann möguleika að byggja ofan á íþróttahúsið á Laugarvatni. Í Bláskógabyggð búa um 1100 manns. Þrír byggðakjarnar eru í sveitarfélaginu, Laugarás, Reykholt og Laugarvatn. Mikil umsvif eru í ferðaþjónustu í sveitarfélaginu en þar eru þekktustu ferðamannastaðir landsins eins og Gullfoss, Geysir, Þingvellir og Friðheimar svo einhverjir staðir séu nefndir. Miklar byggingaframkvæmdir eiga sér nú stað í sveitarfélaginu. „Já, það eru margir sem eru að byggja íbúðir hjá okkur enda hefur vantað íbúðarhúsnæði. Núna eru nú þegar 21 íbúð í byggingu og það eru átta, sem eru á leiðinni þannig að við sjáum að það verði um 30 íbúðir byggðar á næsta ári. Síðan er Efling að reisa orlofsíbúðir í Reykholti“, segir Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri. En hvernig skýrir Ásta þessi miklu uppbyggingu í sveitarfélaginu? „Þetta byrjaði í rauninni á árinu 2019 og fylgdi því svolítið að það hefur vantað húsnæði. Stóru ferðaþjónustufyrirtækin í sveitarfélaginu hefur vantað húsnæði fyrir starfsfólkið sitt. Það eru bæði Hótel Geysir og Friðheimar, sem eru að byggja talsvert af íbúðum fyrir sitt fólk og síðan hefur bara vantað íbúðir fyrir aðra, ekki bara fyrir starfsemi þessara aðila, þannig að það er allt á fullu í þessu núna“. Bláskógabyggð rekur nú íþróttahúsið á Laugarvatni, sem Háskólli Íslands hafði áður á sinni könnu. Nú er verið að kanna með að byggja ofan á íþróttahúsið.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Bláskógabyggð sér um rekstur íþróttahússins á Laugarvatni. Þar stendur líka til í að fara í framkvæmdir. „Já, við höfum verið talsvert í uppbyggingu á mannvirkjum fyrir starfsemi sveitarfélagsins, opnuðum t.d. nýjan leikskóla í Reykholti í haust. Núna erum við að skoða það hvort það sé hægt að byggja ofan á hluta af íþróttahúsinu á Laugarvatni, það yrði þá mögulega félagsaðstaða fyrir íþróttafélög og fleiri. Við ætlum að skoða það á þessu ári hvort það sé gerlegt og hvað það myndi kosta“, segir Ásta. Bláskógabyggð Sveitarstjórnarmál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Miklar framkvæmdir standa nú yfir í Bláskógabyggð en þar eru um þrjátíu ný hús í byggingu. Þá er verið að skoða þann möguleika að byggja ofan á íþróttahúsið á Laugarvatni. Í Bláskógabyggð búa um 1100 manns. Þrír byggðakjarnar eru í sveitarfélaginu, Laugarás, Reykholt og Laugarvatn. Mikil umsvif eru í ferðaþjónustu í sveitarfélaginu en þar eru þekktustu ferðamannastaðir landsins eins og Gullfoss, Geysir, Þingvellir og Friðheimar svo einhverjir staðir séu nefndir. Miklar byggingaframkvæmdir eiga sér nú stað í sveitarfélaginu. „Já, það eru margir sem eru að byggja íbúðir hjá okkur enda hefur vantað íbúðarhúsnæði. Núna eru nú þegar 21 íbúð í byggingu og það eru átta, sem eru á leiðinni þannig að við sjáum að það verði um 30 íbúðir byggðar á næsta ári. Síðan er Efling að reisa orlofsíbúðir í Reykholti“, segir Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri. En hvernig skýrir Ásta þessi miklu uppbyggingu í sveitarfélaginu? „Þetta byrjaði í rauninni á árinu 2019 og fylgdi því svolítið að það hefur vantað húsnæði. Stóru ferðaþjónustufyrirtækin í sveitarfélaginu hefur vantað húsnæði fyrir starfsfólkið sitt. Það eru bæði Hótel Geysir og Friðheimar, sem eru að byggja talsvert af íbúðum fyrir sitt fólk og síðan hefur bara vantað íbúðir fyrir aðra, ekki bara fyrir starfsemi þessara aðila, þannig að það er allt á fullu í þessu núna“. Bláskógabyggð rekur nú íþróttahúsið á Laugarvatni, sem Háskólli Íslands hafði áður á sinni könnu. Nú er verið að kanna með að byggja ofan á íþróttahúsið.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Bláskógabyggð sér um rekstur íþróttahússins á Laugarvatni. Þar stendur líka til í að fara í framkvæmdir. „Já, við höfum verið talsvert í uppbyggingu á mannvirkjum fyrir starfsemi sveitarfélagsins, opnuðum t.d. nýjan leikskóla í Reykholti í haust. Núna erum við að skoða það hvort það sé hægt að byggja ofan á hluta af íþróttahúsinu á Laugarvatni, það yrði þá mögulega félagsaðstaða fyrir íþróttafélög og fleiri. Við ætlum að skoða það á þessu ári hvort það sé gerlegt og hvað það myndi kosta“, segir Ásta.
Bláskógabyggð Sveitarstjórnarmál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira