Weinstein telur sig geta átt afturkvæmt í kvikmyndabransann Andri Eysteinsson skrifar 5. janúar 2020 14:19 Harvey Weinstein að ganga úr dómsshúsi í New York í desember. AP/Mark Lennihan Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein telur sig geta endurreist feril sinn að réttarhöldunum yfir honum loknum muni kviðdómur komast að þeirri niðurstöðu að hann sé saklaus. Réttarhöldin yfir Weinstein hefjast í New York á morgun, mánudaginn 5. janúar. Hefur Weinstein verið ákærður fyrir nauðganir og önnur kynferðisbrot en yfir 80 konur hafa stigið fram og lýst brotum Weinstein gegn sér. Weinstein hefur haldið fram sakleysi sínu og hafnar öllum ásökunum um nokkur kynferðisbrot.Í svari við fyrirspurnum CNN sagði Weinstein að síðustu tvö ár hafi verið erfið en gríðarlega lærdómsrík. Weinstein segir að mest öllum tíma sínum frá því að ásakanirnar komu fram hafi hann varið með lögfræðiteymi sínu og einbeiti hann sér að því að sanna sakleysi sitt og hreinsa Weinstein nafnið. Kvikmyndaframleiðslufyrirtækið The Weinstein Company sem Weinstein stofnaði árið 2005 ásamt bróður sínum Bob Weinstein lagði upp laupana eftir að ásakanirnar komu á sjónarsviðið en Weinstein telur sig geta átt afturkvæmt í kvikmyndabransann að réttarhöldunum loknum, verði hann ekki dæmdur sekur. Hann segist þó vita að slíkt verður erfiðara en að segja það. Annars segist Weinstein ætla að einbeita sér að heilsunni, hvíldinni og börnum sínum eftir réttarhöldin. Lögfræðingur Weinsteins, Donna Rotunno, segir í samtali við CNN að þó Weinstein myndi fyrstur manna viðurkenna að hann hafi gert slæma hluti sé hann ekki glæpamaður. „Hann hélt fram hjá eiginkonu sinni, hann var óheiðarlegur og stundaði kynlíf með fjölda kvenna. Hann myndi segja að það hafi verið slæmar ákvarðanir. Hann hefur tapað öllu vegna þessara ákvarðana. Það er enginn að halda því fram að hann sé dýrlingur sem hefur aldrei gert neitt rangt en ég trúi því að Harvey sé ekki nauðgari,“ sagði Rotunno. Bíó og sjónvarp Hollywood MeToo Mál Harvey Weinstein Mest lesið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Fleiri fréttir Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjá meira
Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein telur sig geta endurreist feril sinn að réttarhöldunum yfir honum loknum muni kviðdómur komast að þeirri niðurstöðu að hann sé saklaus. Réttarhöldin yfir Weinstein hefjast í New York á morgun, mánudaginn 5. janúar. Hefur Weinstein verið ákærður fyrir nauðganir og önnur kynferðisbrot en yfir 80 konur hafa stigið fram og lýst brotum Weinstein gegn sér. Weinstein hefur haldið fram sakleysi sínu og hafnar öllum ásökunum um nokkur kynferðisbrot.Í svari við fyrirspurnum CNN sagði Weinstein að síðustu tvö ár hafi verið erfið en gríðarlega lærdómsrík. Weinstein segir að mest öllum tíma sínum frá því að ásakanirnar komu fram hafi hann varið með lögfræðiteymi sínu og einbeiti hann sér að því að sanna sakleysi sitt og hreinsa Weinstein nafnið. Kvikmyndaframleiðslufyrirtækið The Weinstein Company sem Weinstein stofnaði árið 2005 ásamt bróður sínum Bob Weinstein lagði upp laupana eftir að ásakanirnar komu á sjónarsviðið en Weinstein telur sig geta átt afturkvæmt í kvikmyndabransann að réttarhöldunum loknum, verði hann ekki dæmdur sekur. Hann segist þó vita að slíkt verður erfiðara en að segja það. Annars segist Weinstein ætla að einbeita sér að heilsunni, hvíldinni og börnum sínum eftir réttarhöldin. Lögfræðingur Weinsteins, Donna Rotunno, segir í samtali við CNN að þó Weinstein myndi fyrstur manna viðurkenna að hann hafi gert slæma hluti sé hann ekki glæpamaður. „Hann hélt fram hjá eiginkonu sinni, hann var óheiðarlegur og stundaði kynlíf með fjölda kvenna. Hann myndi segja að það hafi verið slæmar ákvarðanir. Hann hefur tapað öllu vegna þessara ákvarðana. Það er enginn að halda því fram að hann sé dýrlingur sem hefur aldrei gert neitt rangt en ég trúi því að Harvey sé ekki nauðgari,“ sagði Rotunno.
Bíó og sjónvarp Hollywood MeToo Mál Harvey Weinstein Mest lesið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Fleiri fréttir Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjá meira