Sigurvegararnir á Reykjavik CrossFit mótinu í apríl fá eina milljón króna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2020 09:00 Björgvin Karl Guðmundsson er stærsta stjarnan sem hefur verið kynnt til leiks á mótinu. Mynd/Instagram/reykjavikcrossfitchampionship Forráðamenn Reykjavik CrossFit mótsins eru farnir að gefa það út hverjir munu taka þátt á mótinu í ár en eins og í fyrra gefur það farseðil á heimsleikana í Madison í haust. Um leið og fyrstu keppendurnir voru staðfestir þá kom einnig í ljós hvert verðlaunaféð verður í mótinu í ár sem fer að þessu sinni fram í aprílmánuði í stað maí í fyrra. Miðarnir á mótið fara í sölu klukkan tíu í dag en það má búast við að það verði góð aðsókn á mótið eins og í fyrra. Sigurvegararnir á Reykjavik CrossFit mótinu fá eina milljón króna eða 8150 dollara. Það eru 4074 dollarar í boði fyrir annað sætið, hálf milljón, og loks 2037 dollarar fyrir þriðja sætið eða 250 þúsund krónur. Þetta kemur fram á Instagram síðu Reykjavik CrossFit mótsins þar sem er verið að kynna keppendur. View this post on Instagram MEET YOUR 2020 RCC FIELD: Bjorgvin Karl Gudmundsson, Iceland, CrossFit Hengill, two time podium finisher at the Crossfit Games, 5x top 10 at the CrossFit Games, 2 time European Regional champion. Tickets will go on sale Monday the 6th of January at 10 GMT. A post shared by ReykjavikCrossFitChampionship (@reykjavikcrossfitchampionship) on Jan 3, 2020 at 4:46am PST Fjórir Íslendingar eru meðal þeirra þrettán keppenda sem hafa verið staðfestir en það eru þau Björgvin Karl Guðmundsson, Oddrún Eik Gylfadóttir, Jóhanna Júlía Júlíusdóttir og Haraldur Holgersson. Öll hafa þau keppt á heimsleikunum en Björgvin Karl og Eik hafa keppt í einstaklingskeppni fullorðinna. Björgvin Karl Guðmundsson varð í þriðja sætið á síðustu heimsleikum og komst þá á pall í annað skiptið. Jóhanna Júlía Júlíusdóttir hefur keppt í liðakeppni á heimsleikunum og Haraldur bæði í liðakeppni og keppni unglinga. Oddrún Eik Gylfadóttir keppti á Dubai CrossFit Championship í desember og endaði þar í þrettánda sæti. Hún kom síðan heim til Íslands í jólafríinu en býr annars úti í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Eik er farin aftur út en kemur heim til Íslands til að keppa á Reykjavik CrossFit mótinu. Haraldur Holgersson vakti athygli á dögunum þegar hann lyfti 222 kílóum í réttstöðulyftu og bætti þá sitt persónulega met um ellefu kíló. Hinir keppendurnir sem voru tilkynntir eru: Carole Castellan, Kelsey Kiel, Matilde Garnes, Stephanie Chung, Adrian Mundwiler, Will Kane, Marcus Ericsson, Fabian Beneito og Javi Bustos. CrossFit Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Fleiri fréttir Donni þarf líka að fara í aðgerð Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Dagskráin: Big Ben, Skiptiborð, Íslendingaslagur í Evrópu og Körfuboltakvöld Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Mætti ekki í viðtöl eftir tap Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag „Þetta er alltaf leikur sem þú munt vilja sjá“ Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Sjá meira
Forráðamenn Reykjavik CrossFit mótsins eru farnir að gefa það út hverjir munu taka þátt á mótinu í ár en eins og í fyrra gefur það farseðil á heimsleikana í Madison í haust. Um leið og fyrstu keppendurnir voru staðfestir þá kom einnig í ljós hvert verðlaunaféð verður í mótinu í ár sem fer að þessu sinni fram í aprílmánuði í stað maí í fyrra. Miðarnir á mótið fara í sölu klukkan tíu í dag en það má búast við að það verði góð aðsókn á mótið eins og í fyrra. Sigurvegararnir á Reykjavik CrossFit mótinu fá eina milljón króna eða 8150 dollara. Það eru 4074 dollarar í boði fyrir annað sætið, hálf milljón, og loks 2037 dollarar fyrir þriðja sætið eða 250 þúsund krónur. Þetta kemur fram á Instagram síðu Reykjavik CrossFit mótsins þar sem er verið að kynna keppendur. View this post on Instagram MEET YOUR 2020 RCC FIELD: Bjorgvin Karl Gudmundsson, Iceland, CrossFit Hengill, two time podium finisher at the Crossfit Games, 5x top 10 at the CrossFit Games, 2 time European Regional champion. Tickets will go on sale Monday the 6th of January at 10 GMT. A post shared by ReykjavikCrossFitChampionship (@reykjavikcrossfitchampionship) on Jan 3, 2020 at 4:46am PST Fjórir Íslendingar eru meðal þeirra þrettán keppenda sem hafa verið staðfestir en það eru þau Björgvin Karl Guðmundsson, Oddrún Eik Gylfadóttir, Jóhanna Júlía Júlíusdóttir og Haraldur Holgersson. Öll hafa þau keppt á heimsleikunum en Björgvin Karl og Eik hafa keppt í einstaklingskeppni fullorðinna. Björgvin Karl Guðmundsson varð í þriðja sætið á síðustu heimsleikum og komst þá á pall í annað skiptið. Jóhanna Júlía Júlíusdóttir hefur keppt í liðakeppni á heimsleikunum og Haraldur bæði í liðakeppni og keppni unglinga. Oddrún Eik Gylfadóttir keppti á Dubai CrossFit Championship í desember og endaði þar í þrettánda sæti. Hún kom síðan heim til Íslands í jólafríinu en býr annars úti í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Eik er farin aftur út en kemur heim til Íslands til að keppa á Reykjavik CrossFit mótinu. Haraldur Holgersson vakti athygli á dögunum þegar hann lyfti 222 kílóum í réttstöðulyftu og bætti þá sitt persónulega met um ellefu kíló. Hinir keppendurnir sem voru tilkynntir eru: Carole Castellan, Kelsey Kiel, Matilde Garnes, Stephanie Chung, Adrian Mundwiler, Will Kane, Marcus Ericsson, Fabian Beneito og Javi Bustos.
CrossFit Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Fleiri fréttir Donni þarf líka að fara í aðgerð Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Dagskráin: Big Ben, Skiptiborð, Íslendingaslagur í Evrópu og Körfuboltakvöld Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Mætti ekki í viðtöl eftir tap Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag „Þetta er alltaf leikur sem þú munt vilja sjá“ Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Sjá meira