Bíó og sjónvarp

Tom Hanks brotnaði niður í ræðu sinni á Golden Globe

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hanks tilfinningaríkur á Golden Globe í nótt.
Hanks tilfinningaríkur á Golden Globe í nótt.

Stórleikarinn Tom Hanks fékk í nótt Cecil B. DeMille-verðlaunin á Golden Globe-hátíðinni en um er að ræða heiðursverðlaun hátíðarinnar.

Hanks tók á móti verðlaununum og hélt heljarinnar ræðu sem hefur vakið mikla athygli. Þar talaði hann mikið um eiginkonu sína, Rita Wilson, og börnin sín fimm sem voru öll saman á fremsta bekk í gærkvöldi.

Hanks hefur verið að glíma við töluvert kvef undnafarna daga og kenndi hann því um þegar hann brotnaði niður á sviðinu.

Tom Hanks hefur átt ótrúlegan feril sem leikari og meðal annars unnið Óskarinn í tvígang fyrir hlutverk sín í Forrest Gump og Philadelphia. Hann hefur unnið fimm Golden Globe verðlaun og ótal önnur verðlaun á löngum og farsælum ferli.

Hér má sjá ræðu Hanks í heild sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.