Rappari sem trónir á vinsældarlista Svíþjóðar grunaður um aðild að morði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. janúar 2020 18:20 Yasin er grunaður um aðild að morði. youtube Sænski rapparinn Yasin Abdullahi, sem grunaður er um morð, trónir á vinsældalista Svíþjóðar á streymisveitunni Spotify. Yasin, sem er betur þekktur undir listamannsnafninu Yasin Byn, er nú í haldi lögreglu vegna gruns um aðild að morði á fyrrverandi vini hans. Frá þessu er greint á sænsku fréttastofunni The Local. XO, lag Yasin sem trónir nú á toppi vinsældalistans, fjallar um áhrifin sem hann finnur fyrir af því að drekka Rémy Martin koníak og reykja kannabis á jákvæðan hátt. Samkvæmt dagblaðinu Expressen var Yasin handtekinn þann 30. desember síðastliðinn eftir að 20 ára gamall maður fannst stórslasaður í Rinkeby hverfinu í útjaðri Stokkhólms. Hann hafði hlotið byssuskot í höfuðið. Maðurinn, sem var eitt sinn mjög náinn vinur Yasin, lést síðar um kvöldið. Rapparinn er með meira en 640 þúsund mánaðarlega hlustendur á Spotify og fegra og upphefja flest lögin hans vímuefnanotkun, ofbeldi og glæpi skipulagðra glæpahópa. Lögin hans hafa verið spiluð meira en fimmtíu milljón sinnum á streymisveitunni. Auk þess að hafa notið nokkurrar velgengni sem rappari er hann einnig talinn vera leiðtogi Shottaz, sem er skipulagður glæpahópur sem heldur sig til í Rinkeby hverfinu. Í einu lagi sínu hreykir hann sér af því að hafa notað ólögleg vopn. Textinn hljóðar nokkurn vegin svona upp á íslensku: „Ef ég sit í bíl eru minnst tvær Glock [byssur] aftur í. Það er erfitt að drepa Yasin Byn.“ Yasin er einn sjö ungra manna sem handtekinn var í tengslum við morðið. Tveir þeirra voru fljótlega leystir úr haldi og tveir til viðbótar eftir að þeir fóru fyrir dómara á föstudag. Yasin og tveir menn til viðbótar eru enn í haldi vegna gruns um morð. Shottaz hefur háð hatrammt stríð við keppinaut sinn, Dödspatrullen, og hefur stríði þessara tveggja glæpahópa verið kennt um tvöfalt morð sem framið var í Kaupmannahöfn í júlí síðastliðnum. Yasin hefur þrisvar sinnum hlotið dóm vegna fíkniefnabrota síðan 205 og var árið 2018 dæmdur í rúmlega tveggja ára fangelsi eftir að hann var stoppaður af lögreglu í Bromma í Stokkhólmi. Þar var hann í bíl með manninum sem var myrtur í síðustu viku og höfðu þeir undir höndum tvær ólöglegar byssur, létta vélbyssu og hálf-sjálfvirka skammbyssu. Svíþjóð Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira
Sænski rapparinn Yasin Abdullahi, sem grunaður er um morð, trónir á vinsældalista Svíþjóðar á streymisveitunni Spotify. Yasin, sem er betur þekktur undir listamannsnafninu Yasin Byn, er nú í haldi lögreglu vegna gruns um aðild að morði á fyrrverandi vini hans. Frá þessu er greint á sænsku fréttastofunni The Local. XO, lag Yasin sem trónir nú á toppi vinsældalistans, fjallar um áhrifin sem hann finnur fyrir af því að drekka Rémy Martin koníak og reykja kannabis á jákvæðan hátt. Samkvæmt dagblaðinu Expressen var Yasin handtekinn þann 30. desember síðastliðinn eftir að 20 ára gamall maður fannst stórslasaður í Rinkeby hverfinu í útjaðri Stokkhólms. Hann hafði hlotið byssuskot í höfuðið. Maðurinn, sem var eitt sinn mjög náinn vinur Yasin, lést síðar um kvöldið. Rapparinn er með meira en 640 þúsund mánaðarlega hlustendur á Spotify og fegra og upphefja flest lögin hans vímuefnanotkun, ofbeldi og glæpi skipulagðra glæpahópa. Lögin hans hafa verið spiluð meira en fimmtíu milljón sinnum á streymisveitunni. Auk þess að hafa notið nokkurrar velgengni sem rappari er hann einnig talinn vera leiðtogi Shottaz, sem er skipulagður glæpahópur sem heldur sig til í Rinkeby hverfinu. Í einu lagi sínu hreykir hann sér af því að hafa notað ólögleg vopn. Textinn hljóðar nokkurn vegin svona upp á íslensku: „Ef ég sit í bíl eru minnst tvær Glock [byssur] aftur í. Það er erfitt að drepa Yasin Byn.“ Yasin er einn sjö ungra manna sem handtekinn var í tengslum við morðið. Tveir þeirra voru fljótlega leystir úr haldi og tveir til viðbótar eftir að þeir fóru fyrir dómara á föstudag. Yasin og tveir menn til viðbótar eru enn í haldi vegna gruns um morð. Shottaz hefur háð hatrammt stríð við keppinaut sinn, Dödspatrullen, og hefur stríði þessara tveggja glæpahópa verið kennt um tvöfalt morð sem framið var í Kaupmannahöfn í júlí síðastliðnum. Yasin hefur þrisvar sinnum hlotið dóm vegna fíkniefnabrota síðan 205 og var árið 2018 dæmdur í rúmlega tveggja ára fangelsi eftir að hann var stoppaður af lögreglu í Bromma í Stokkhólmi. Þar var hann í bíl með manninum sem var myrtur í síðustu viku og höfðu þeir undir höndum tvær ólöglegar byssur, létta vélbyssu og hálf-sjálfvirka skammbyssu.
Svíþjóð Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira