„Mér sýnist að hann hafi verið pínulítið hress með það sjálfur“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. janúar 2020 10:00 Þorvaldur Orri Árnason fagnar með reynsluboltum KR-liðsins. Skjámynd/S2 Sport Reynslubolti og ungur pjakkur voru mikilvægir fyrir KR-liðið í sigri í Grindavík í fyrsta leik Íslandsmeistarana á árinu 2020. Domino´s Körfuboltakvöld fór yfir frammistöðu þeirra Brynjars Þórs Björnssonar og Þorvaldar Orra Árnasonar í sigrinum í Mustad-höllinni á sunnudagskvöldið. KR-liðið var án margra lykilmanna í leiknum á móti Grindavík og því skipti það miklu máli að fá 22 stig og sjö þrista frá reynsluboltanum Brynjari Þór Björnssyni sem og að fá 10 stig frá hinum sautján ára gamla Þorvaldi Orra Árnasyni. „Brynjar Þór Björnsson dróg vagninn fyrir sína menn og var mjög sterkur. Hann hefur látið lítið fyrir sér fara á þessu tímabili en núna þegar hinir stóru leikmennirnir voru frá þá steig hann upp,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds og beindi orðum sínum til Sævars Sævarssonar. „Það er auðvelt að sitja heima í stofu og hugsa af hverju er hann ekki að spila betur. Þú ert með níu til tíu leikmenn í liðinu þínu sem allir eru vanir því að vera með mikla ábyrgð og þá er kannski erfitt að finna rétta rytmann.“ sagði Sævar Sævarsson. „Það getur verið að það hafi hentað Brilla rosalega vel að þeir voru fáir og hann þurfti hreinlega að bera ábyrgð. Mennirnir sem voru með honum í liði voru líka að leita meira að honum í þessum leik en þeir eru búnir að vera að gera þegar allir geta skotið og boltinn er kannski að flæða of mikið,“ sagði Sævar. Strákarnir í Körfuboltakvöldi ræddu líka um hinn sautján ára gamla Þorvald Orra Árnason. „Hann er mjög efnilegur. Þegar hann hefur fengið sjensinn þá hefur hann virkilega gripið hann. Hann greip sjensinn all svakalega í þessum leik. Mér sýnist að hann hafi verið pínulítið hress með það sjálfur,“ sagði Hermann Hauksson. „Hann var með frábærar tölur og var öruggir í því sem hann gerði. Svo spilaði hann líka góða vörn,“ sagði Hermann. „Við þurfum að fylgjast með þessum og það er líka ástríða í honum líka. Hann skipti líka greinilega miklu máli og við sáum reynsluboltana koma inn á völlinn til að fagna honum,“ sagði Teitur Örlygsson. Það má sjá allt innslagið um KR hér fyrir neðan. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Brilli og Þorri í stuði í Grindavík Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Körfubolti Fleiri fréttir Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Sjá meira
Reynslubolti og ungur pjakkur voru mikilvægir fyrir KR-liðið í sigri í Grindavík í fyrsta leik Íslandsmeistarana á árinu 2020. Domino´s Körfuboltakvöld fór yfir frammistöðu þeirra Brynjars Þórs Björnssonar og Þorvaldar Orra Árnasonar í sigrinum í Mustad-höllinni á sunnudagskvöldið. KR-liðið var án margra lykilmanna í leiknum á móti Grindavík og því skipti það miklu máli að fá 22 stig og sjö þrista frá reynsluboltanum Brynjari Þór Björnssyni sem og að fá 10 stig frá hinum sautján ára gamla Þorvaldi Orra Árnasyni. „Brynjar Þór Björnsson dróg vagninn fyrir sína menn og var mjög sterkur. Hann hefur látið lítið fyrir sér fara á þessu tímabili en núna þegar hinir stóru leikmennirnir voru frá þá steig hann upp,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds og beindi orðum sínum til Sævars Sævarssonar. „Það er auðvelt að sitja heima í stofu og hugsa af hverju er hann ekki að spila betur. Þú ert með níu til tíu leikmenn í liðinu þínu sem allir eru vanir því að vera með mikla ábyrgð og þá er kannski erfitt að finna rétta rytmann.“ sagði Sævar Sævarsson. „Það getur verið að það hafi hentað Brilla rosalega vel að þeir voru fáir og hann þurfti hreinlega að bera ábyrgð. Mennirnir sem voru með honum í liði voru líka að leita meira að honum í þessum leik en þeir eru búnir að vera að gera þegar allir geta skotið og boltinn er kannski að flæða of mikið,“ sagði Sævar. Strákarnir í Körfuboltakvöldi ræddu líka um hinn sautján ára gamla Þorvald Orra Árnason. „Hann er mjög efnilegur. Þegar hann hefur fengið sjensinn þá hefur hann virkilega gripið hann. Hann greip sjensinn all svakalega í þessum leik. Mér sýnist að hann hafi verið pínulítið hress með það sjálfur,“ sagði Hermann Hauksson. „Hann var með frábærar tölur og var öruggir í því sem hann gerði. Svo spilaði hann líka góða vörn,“ sagði Hermann. „Við þurfum að fylgjast með þessum og það er líka ástríða í honum líka. Hann skipti líka greinilega miklu máli og við sáum reynsluboltana koma inn á völlinn til að fagna honum,“ sagði Teitur Örlygsson. Það má sjá allt innslagið um KR hér fyrir neðan. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Brilli og Þorri í stuði í Grindavík
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Körfubolti Fleiri fréttir Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Sjá meira