„Gömlu karlarnir“ allt í öllu á æsispennandi lokamínútunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. janúar 2020 07:30 Chris Paul var frábær á lokakaflanum í nótt. Getty/Nathaniel S. Butler Reynsluboltarnir Chris Paul, Derrick Rose og Carmelo Anthony gerðu allir gæfumuninn fyrir sín lið á lokasekúndunum í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. LeBron James og félagar í Los Angeles Lakers unnu sinn sjötta leik í röð.LeBron James var með 31 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar á 31 mínútu þegar Los Angeles Lakers vann 117-87 heimasigur á New York Knicks en Lakers liðið hefur nú unnið sex leiki í röð og 30 af 37 leikjum tímabilsins. Anthony Davis var mjög rólegur í leiknum og skoraði aðeins 5 stig á 28 mínútum en hann datt líka illa og gat ekki klárað leikinn þess vegna. Kentavious Caldwell-Pope kom með 15 stig inn af bekknum. Rajon Rondo gaf líka 10 stoðsendingar á 23 mínútum og Dwight Howard var með 13 fráköst, 8 stig og 5 varin skot á 25 mínútum. 20 PTS combined in the 4th/OT from @CP3 guides the @okcthunder to victory in Brooklyn! #ThunderUppic.twitter.com/ZnHouAXQQ9— NBA (@NBA) January 8, 2020 Chris Paul skoraði 20 af 28 stigum sínum í fjórða leikhluta og framlengingu þegar Oklahoma City Thunder vann 111-103 útisigur á Brooklyn Nets. Staðan var 103-103 þegar Paul setti niður tvö stökkskot í röð og heimamenn í Brooklyn Nets skoruðu síðan ekki eftir það. Shai Gilgeous-Alexander skoraði 22 stig fyrir Thunder liðið sem vann þarna í sjötta sinn í síðustu sjö leikjum. Steven Adams var með 10 stig og 18 fráköst en OKC lék án Ítalans Danilo Gallinari sem er meiddur á kálfa. @drose (24 PTS) pours in 20 2nd half PTS and the late go-ahead floater to lead the @DetroitPistons! #DetroitBasketballpic.twitter.com/QbwVMKBQxs— NBA (@NBA) January 8, 2020 Derrick Rose skoraði lykilkörfu 27 sekúndum fyrir leikslok þegar Detroit Pistons vann 115-113 útisigur á Cleveland Cavaliers. Derrick Rose var með 24 stig í leiknum en karfa hans kom Detroit í 114-113. Andre Drummond var með 23 stig og 20 fráköst fyrir Detroit Pistons en þetta er í 38. sinn á ferlinum sem hann nær 20-20 leik. Kevin Love skoraði 30 stig fyrir Cleveland sem tapaði fimmta leiknum í röð. ‼️ Melo x D-Rose ‼️@carmeloanthony & @drose each come up clutch with game-winners Tuesday night! pic.twitter.com/q3RrjFbrM3— NBA (@NBA) January 8, 2020 Carmelo Anthony skoraði ekki aðeins sigurkörfuna fyrir Portland Trail Blazers í 101-99 útisigri á meisturum Toronto Raptors heldur var hann með alls 28 stig í leiknum. Anthony hitti úr 5 af 8 þriggja stiga skotum sínum og var einnig með 7 fráköst og 2 stolna bolta. „Maður með svona hæfileika þarf bara að fá tækifærið. Hann var bara með einn mann á sér og komst á sinn stað. Eftir það var ég viss um að hann myndi setja hann,“ sagði Damian Lillard sem er vanur að taka skotin í lokin hjá Portland Trail Blazers en var tvídekkaður að þessu sinni. Damian Lillard skoraði 20 stig og gaf 9 stoðsendingar, Hassan Whiteside var með 14 stig og 16 fráköst og Portland liðið endaði þarna fjögurra leikja taphrinu. Kyle Lowry var með 24 stig og 10 stoðsendingar fyrir meistrarana en það dugði ekki til. @JaMorant tallies 25 PTS (12-18 FGM), 7 AST, fueling the @memgrizz home W against Minnesota! #NBARooks#GrindCitypic.twitter.com/LP4z1Tu6kO— NBA (@NBA) January 8, 2020 Úrslitin í leikjum NBA deildarinnar í nótt: Los Angeles Lakers - New York Knicks 117-87 Phoenix Suns - Sacramento Kings 103-114 Memphis Grizzlies - Minnesota Timberwolves 119-112 Brooklyn Nets - Oklahoma City Thunder 103-111 Cleveland Cavaliers - Detroit Pistons 113-115 Toronto Raptors - Portland Trail Blazers 99-101 NBA Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Stjarnan - Breiðablik | Úrslitaleikur en heimamenn í mun betri stöðu Íslenski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Arsenal - Crystal Palace | Sjóðheitar skyttur gegn örnum sem fatast flugið Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Aston Villa - Man. City | Bæði lið á þriggja leikja sigurgöngu Enski boltinn Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Sjá meira
Reynsluboltarnir Chris Paul, Derrick Rose og Carmelo Anthony gerðu allir gæfumuninn fyrir sín lið á lokasekúndunum í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. LeBron James og félagar í Los Angeles Lakers unnu sinn sjötta leik í röð.LeBron James var með 31 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar á 31 mínútu þegar Los Angeles Lakers vann 117-87 heimasigur á New York Knicks en Lakers liðið hefur nú unnið sex leiki í röð og 30 af 37 leikjum tímabilsins. Anthony Davis var mjög rólegur í leiknum og skoraði aðeins 5 stig á 28 mínútum en hann datt líka illa og gat ekki klárað leikinn þess vegna. Kentavious Caldwell-Pope kom með 15 stig inn af bekknum. Rajon Rondo gaf líka 10 stoðsendingar á 23 mínútum og Dwight Howard var með 13 fráköst, 8 stig og 5 varin skot á 25 mínútum. 20 PTS combined in the 4th/OT from @CP3 guides the @okcthunder to victory in Brooklyn! #ThunderUppic.twitter.com/ZnHouAXQQ9— NBA (@NBA) January 8, 2020 Chris Paul skoraði 20 af 28 stigum sínum í fjórða leikhluta og framlengingu þegar Oklahoma City Thunder vann 111-103 útisigur á Brooklyn Nets. Staðan var 103-103 þegar Paul setti niður tvö stökkskot í röð og heimamenn í Brooklyn Nets skoruðu síðan ekki eftir það. Shai Gilgeous-Alexander skoraði 22 stig fyrir Thunder liðið sem vann þarna í sjötta sinn í síðustu sjö leikjum. Steven Adams var með 10 stig og 18 fráköst en OKC lék án Ítalans Danilo Gallinari sem er meiddur á kálfa. @drose (24 PTS) pours in 20 2nd half PTS and the late go-ahead floater to lead the @DetroitPistons! #DetroitBasketballpic.twitter.com/QbwVMKBQxs— NBA (@NBA) January 8, 2020 Derrick Rose skoraði lykilkörfu 27 sekúndum fyrir leikslok þegar Detroit Pistons vann 115-113 útisigur á Cleveland Cavaliers. Derrick Rose var með 24 stig í leiknum en karfa hans kom Detroit í 114-113. Andre Drummond var með 23 stig og 20 fráköst fyrir Detroit Pistons en þetta er í 38. sinn á ferlinum sem hann nær 20-20 leik. Kevin Love skoraði 30 stig fyrir Cleveland sem tapaði fimmta leiknum í röð. ‼️ Melo x D-Rose ‼️@carmeloanthony & @drose each come up clutch with game-winners Tuesday night! pic.twitter.com/q3RrjFbrM3— NBA (@NBA) January 8, 2020 Carmelo Anthony skoraði ekki aðeins sigurkörfuna fyrir Portland Trail Blazers í 101-99 útisigri á meisturum Toronto Raptors heldur var hann með alls 28 stig í leiknum. Anthony hitti úr 5 af 8 þriggja stiga skotum sínum og var einnig með 7 fráköst og 2 stolna bolta. „Maður með svona hæfileika þarf bara að fá tækifærið. Hann var bara með einn mann á sér og komst á sinn stað. Eftir það var ég viss um að hann myndi setja hann,“ sagði Damian Lillard sem er vanur að taka skotin í lokin hjá Portland Trail Blazers en var tvídekkaður að þessu sinni. Damian Lillard skoraði 20 stig og gaf 9 stoðsendingar, Hassan Whiteside var með 14 stig og 16 fráköst og Portland liðið endaði þarna fjögurra leikja taphrinu. Kyle Lowry var með 24 stig og 10 stoðsendingar fyrir meistrarana en það dugði ekki til. @JaMorant tallies 25 PTS (12-18 FGM), 7 AST, fueling the @memgrizz home W against Minnesota! #NBARooks#GrindCitypic.twitter.com/LP4z1Tu6kO— NBA (@NBA) January 8, 2020 Úrslitin í leikjum NBA deildarinnar í nótt: Los Angeles Lakers - New York Knicks 117-87 Phoenix Suns - Sacramento Kings 103-114 Memphis Grizzlies - Minnesota Timberwolves 119-112 Brooklyn Nets - Oklahoma City Thunder 103-111 Cleveland Cavaliers - Detroit Pistons 113-115 Toronto Raptors - Portland Trail Blazers 99-101
NBA Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Stjarnan - Breiðablik | Úrslitaleikur en heimamenn í mun betri stöðu Íslenski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Arsenal - Crystal Palace | Sjóðheitar skyttur gegn örnum sem fatast flugið Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Aston Villa - Man. City | Bæði lið á þriggja leikja sigurgöngu Enski boltinn Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Sjá meira